Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 28-23 | Fyrsti sigur HK-inga á tímabilinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2022 18:25 Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði átta mörk fyrir HK. vísir/vilhelm HK vann sinn fyrsta sigur í Olís-deild karla á tímabilinu þegar liðið lagði Fram að velli, 28-23, í dag. Sigurinn er sögulegur því þetta er fyrsti sigur HK-inga í efstu deild á heimavelli sínum í Kórnum. Með honum komst HK upp úr botnsæti deildarinnar. Fram er enn í 9. sætinu. Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði átta mörk fyrir HK og Einar Pétur Pétursson sex. Sigurjón Guðmundsson var frábær í marki heimamanna og varði átján skot, þar af þrjú vítaköst (44 prósent). Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði níu mörk fyrir Fram en fyrir utan hann var fátt um fína drætti í sókn gestanna. Frammarar byrjuðu leikinn betur án þess að þeir hafi spilað vel. HK-ingum voru mislagðar hendur í sókninni og klúðruðu hverju dauðafærinu á fætur öðru. Á meðan varði Sigurjón ekkert í marki HK. En það átti eftir að breytast. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik kom Kristófer Dagur Sigurðsson Fram sex mörkum yfir, 6-12, og útlitið orðið dökkt fyrir HK. Heimenn lögðu þó ekki árar í bát, skoruðu næstu tvö mörk og Fram missti svo tvo menn af velli. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn vel og náðu að jafna í 12-12 fyrir hálfleik. HK-ingar skoruðu því síðustu sex mörk fyrri hálfleiks. Sigurjón var magnaður á lokakafla fyrri hálfleiks og varði síðustu sex skotin sem hann fékk á sig. Þá skoraði hann eitt mark. Kristján Ottó Hjálmsson kom HK yfir í upphafi seinni hálfleiks, 14-13. Það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 2-1 sem HK-ingar voru yfir. HK hélt uppteknum hætti frá því á lokakafla fyrri hálfleiks. Vörnin var frábær, Sigurjón hélt áfram að verja og sóknin gekk vel með Einar Braga sem besta mann. Á meðan gekk fátt upp hjá Fram, markvarslan var lítil og sóknarleikurinn var einhæfur. HK-ingar hafa verið klaufar á lokakaflanum í nokkrum leikjum í vetur en að þessu sinni voru þeir svalir undir pressu og kláruðu leikinn með stæl. Á endanum munaði fimm mörkum á liðunum, 28-23. Af hverju vann HK? HK-ingar voru heilt yfir sterkari þrátt fyrir að byrja leikinn illa. Vörnin var góð í fyrri hálfleik og frábær í þeim seinni og Sigurjón vann sig heldur betur inn í leikinn eftir rólega byrjun. Mikill hugur var í liði HK, leikmenn einbeittir og duglegir. Það sást meðal annars á því hversu snöggir HK-ingar voru til baka en Frammarar skoruðu aðeins tvö mörk úr hraðaupphlaupum í leiknum. Þá tapaði HK boltanum aðeins fimm sinnum í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Sigurjón hrökk eftirminnilega í gang undir lok fyrri hálfleiks og hélt uppteknum hætti í þeim seinni. Einar Bragi var magnaður í seinni hálfleik þar sem hann skoraði sex af átta mörkum sínum. Hann var einnig öflugur í vörninni. Þar gekk Pálmi Fannar Sigurðsson einnig vasklega fram og var með ellefu löglegar stöðvanir í leiknum. Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha átti góða spretti og skoraði fimm mörk og Einar Pétur lék vel í vinstra horninu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram var afleitur í seinni hálfleik. Öll ábyrgðin var herðum Þorsteins Gauta sem tók 22 skot í leiknum. Vilhelm Poulsen átti sinn langversta leik í vetur og horfði varla á markið á löngum köflum. Hvað gerist næst? Á miðvikudaginn sækir HK Íslands- og bikarmeistara Vals heim í Coca Cola bikarnum. Miðvikudaginn 23. febrúar mætir HK Gróttu í afar mikilvægum leik í Olís-deildinni. Sama dag tekur Fram á móti Val. Sigurjón: Hvað er það versta sem getur gerst? Sigurjón Guðmundsson átti frábæran leik gegn Fram.vísir/vilhelm Sigurjón Guðmundsson varði átján skot í marki HK í sigrinum á Fram, 28-23. Hann var að vonum kátur í leikslok enda fyrsti sigur HK-inga í vetur. „Við gefumst aldrei upp og höfum sýnt það, nema kannski í síðasta leik sem var hauskúpuleikur. Strákarnir voru ógeðslega flottir í vörninni og ég þurfti bara að launa þeim það með nokkrum vörslum. Þá kom stemmning og þetta small allt saman,“ sagði Sigurjón eftir leik. Hann var lengi í gang og varði ekki skot fyrr en á 17. mínútu. Eftir enn eitt skot Frammara sem hafnaði í netinu fór Sigurjón til föður síns og fékk ráðleggingar. Sá getur heldur betur miðlað af reynslu sinni enda leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, sjálfur Guðmundur Hrafnkelsson. „Hann var alltaf að segja mér að [Þorsteinn] Gauti [Hjálmarsson] setti hann alltaf í fjær. En ég var svo þrjóskur og tók einn bolta í nær. Þá gíraðist ég, tók næsta bolta og svo rúllaði þetta. Það er gott að hafa pabba á kústinum,“ sagði Sigurjón. HK hefur oft farið illa að ráði sínu á lokamínútunum í vetur en ekki í dag. HK-ingar sýndu styrk þegar mest á reyndi og lönduðu stigunum tveimur. „Við höfum verið í svo mörgum jöfnum leikjum og höfum rætt þetta. Núna ákváðum við að setja hausinn undir okkur og kýla á þetta. Hvað er það versta sem getur gerst?“ sagði Sigurjón að lokum. Einar: Þetta var ógeðslega lélegt Einar Jónsson hafði ekkert jákvætt um frammistöðu sinna manna að segja.vísir/hulda margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ómyrkur í máli eftir tap liðsins fyrir HK í dag. Frammarar byrjuðu leikinn betur og komust í 6-12 þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. En HK skoraði síðustu sex mörk fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var því jöfn, 12-12. „Ég fannst við reyndar ekkert frábærir framan af þótt við hefðum komist í 6-12. Við fengum alveg glórulausar tvær mínútur á okkur á þessum kafla og þeir nýttu það vel. Við vorum bara lélegir í sextíu mínútur að mínu mati. Þótt staðan hafi verið 6-12 gaf það ekki rétta mynd af leiknum. Þetta var bara lélegt,“ sagði Einar. „Við hefðum getað nýtt þessa stöðu betur. Við misstum menn af velli og síðan urðum við bara litlir í okkur, unnum engar stöður á vellinum og þeir voru bara miklu betri en við.“ Þorsteinn Gauti Hjálmarsson bar þyngstu byrðarnar í sóknarleik Fram og tók hvorki fleiri né færri en 22 skot í leiknum. Einar hefði viljað fá framlag frá fleiri leikmönnum í dag. „Auðvitað hefði maður viljað hafa meira jafnvægi. Þorsteinn var ekkert frábær í leiknum en aðrir voru bara fjarverandi. Hann skoraði níu af 23 mörkum okkar og ætli hann hafi ekki búið restina til. Ég hefði bara viljað sjá miklu betri leik. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta var ógeðslega lélegt,“ sagði Einar. Hann vonar að sínir menn hafi ekki vanmetið HK í dag. „Ég trúi því ekki. HK er með hrikalega flott lið. Ef menn voru með eitthvað vanmat eiga þeir ekki heima í þessari deild.“ Olís-deild karla HK Fram
HK vann sinn fyrsta sigur í Olís-deild karla á tímabilinu þegar liðið lagði Fram að velli, 28-23, í dag. Sigurinn er sögulegur því þetta er fyrsti sigur HK-inga í efstu deild á heimavelli sínum í Kórnum. Með honum komst HK upp úr botnsæti deildarinnar. Fram er enn í 9. sætinu. Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði átta mörk fyrir HK og Einar Pétur Pétursson sex. Sigurjón Guðmundsson var frábær í marki heimamanna og varði átján skot, þar af þrjú vítaköst (44 prósent). Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði níu mörk fyrir Fram en fyrir utan hann var fátt um fína drætti í sókn gestanna. Frammarar byrjuðu leikinn betur án þess að þeir hafi spilað vel. HK-ingum voru mislagðar hendur í sókninni og klúðruðu hverju dauðafærinu á fætur öðru. Á meðan varði Sigurjón ekkert í marki HK. En það átti eftir að breytast. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik kom Kristófer Dagur Sigurðsson Fram sex mörkum yfir, 6-12, og útlitið orðið dökkt fyrir HK. Heimenn lögðu þó ekki árar í bát, skoruðu næstu tvö mörk og Fram missti svo tvo menn af velli. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn vel og náðu að jafna í 12-12 fyrir hálfleik. HK-ingar skoruðu því síðustu sex mörk fyrri hálfleiks. Sigurjón var magnaður á lokakafla fyrri hálfleiks og varði síðustu sex skotin sem hann fékk á sig. Þá skoraði hann eitt mark. Kristján Ottó Hjálmsson kom HK yfir í upphafi seinni hálfleiks, 14-13. Það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 2-1 sem HK-ingar voru yfir. HK hélt uppteknum hætti frá því á lokakafla fyrri hálfleiks. Vörnin var frábær, Sigurjón hélt áfram að verja og sóknin gekk vel með Einar Braga sem besta mann. Á meðan gekk fátt upp hjá Fram, markvarslan var lítil og sóknarleikurinn var einhæfur. HK-ingar hafa verið klaufar á lokakaflanum í nokkrum leikjum í vetur en að þessu sinni voru þeir svalir undir pressu og kláruðu leikinn með stæl. Á endanum munaði fimm mörkum á liðunum, 28-23. Af hverju vann HK? HK-ingar voru heilt yfir sterkari þrátt fyrir að byrja leikinn illa. Vörnin var góð í fyrri hálfleik og frábær í þeim seinni og Sigurjón vann sig heldur betur inn í leikinn eftir rólega byrjun. Mikill hugur var í liði HK, leikmenn einbeittir og duglegir. Það sást meðal annars á því hversu snöggir HK-ingar voru til baka en Frammarar skoruðu aðeins tvö mörk úr hraðaupphlaupum í leiknum. Þá tapaði HK boltanum aðeins fimm sinnum í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Sigurjón hrökk eftirminnilega í gang undir lok fyrri hálfleiks og hélt uppteknum hætti í þeim seinni. Einar Bragi var magnaður í seinni hálfleik þar sem hann skoraði sex af átta mörkum sínum. Hann var einnig öflugur í vörninni. Þar gekk Pálmi Fannar Sigurðsson einnig vasklega fram og var með ellefu löglegar stöðvanir í leiknum. Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha átti góða spretti og skoraði fimm mörk og Einar Pétur lék vel í vinstra horninu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram var afleitur í seinni hálfleik. Öll ábyrgðin var herðum Þorsteins Gauta sem tók 22 skot í leiknum. Vilhelm Poulsen átti sinn langversta leik í vetur og horfði varla á markið á löngum köflum. Hvað gerist næst? Á miðvikudaginn sækir HK Íslands- og bikarmeistara Vals heim í Coca Cola bikarnum. Miðvikudaginn 23. febrúar mætir HK Gróttu í afar mikilvægum leik í Olís-deildinni. Sama dag tekur Fram á móti Val. Sigurjón: Hvað er það versta sem getur gerst? Sigurjón Guðmundsson átti frábæran leik gegn Fram.vísir/vilhelm Sigurjón Guðmundsson varði átján skot í marki HK í sigrinum á Fram, 28-23. Hann var að vonum kátur í leikslok enda fyrsti sigur HK-inga í vetur. „Við gefumst aldrei upp og höfum sýnt það, nema kannski í síðasta leik sem var hauskúpuleikur. Strákarnir voru ógeðslega flottir í vörninni og ég þurfti bara að launa þeim það með nokkrum vörslum. Þá kom stemmning og þetta small allt saman,“ sagði Sigurjón eftir leik. Hann var lengi í gang og varði ekki skot fyrr en á 17. mínútu. Eftir enn eitt skot Frammara sem hafnaði í netinu fór Sigurjón til föður síns og fékk ráðleggingar. Sá getur heldur betur miðlað af reynslu sinni enda leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, sjálfur Guðmundur Hrafnkelsson. „Hann var alltaf að segja mér að [Þorsteinn] Gauti [Hjálmarsson] setti hann alltaf í fjær. En ég var svo þrjóskur og tók einn bolta í nær. Þá gíraðist ég, tók næsta bolta og svo rúllaði þetta. Það er gott að hafa pabba á kústinum,“ sagði Sigurjón. HK hefur oft farið illa að ráði sínu á lokamínútunum í vetur en ekki í dag. HK-ingar sýndu styrk þegar mest á reyndi og lönduðu stigunum tveimur. „Við höfum verið í svo mörgum jöfnum leikjum og höfum rætt þetta. Núna ákváðum við að setja hausinn undir okkur og kýla á þetta. Hvað er það versta sem getur gerst?“ sagði Sigurjón að lokum. Einar: Þetta var ógeðslega lélegt Einar Jónsson hafði ekkert jákvætt um frammistöðu sinna manna að segja.vísir/hulda margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ómyrkur í máli eftir tap liðsins fyrir HK í dag. Frammarar byrjuðu leikinn betur og komust í 6-12 þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. En HK skoraði síðustu sex mörk fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var því jöfn, 12-12. „Ég fannst við reyndar ekkert frábærir framan af þótt við hefðum komist í 6-12. Við fengum alveg glórulausar tvær mínútur á okkur á þessum kafla og þeir nýttu það vel. Við vorum bara lélegir í sextíu mínútur að mínu mati. Þótt staðan hafi verið 6-12 gaf það ekki rétta mynd af leiknum. Þetta var bara lélegt,“ sagði Einar. „Við hefðum getað nýtt þessa stöðu betur. Við misstum menn af velli og síðan urðum við bara litlir í okkur, unnum engar stöður á vellinum og þeir voru bara miklu betri en við.“ Þorsteinn Gauti Hjálmarsson bar þyngstu byrðarnar í sóknarleik Fram og tók hvorki fleiri né færri en 22 skot í leiknum. Einar hefði viljað fá framlag frá fleiri leikmönnum í dag. „Auðvitað hefði maður viljað hafa meira jafnvægi. Þorsteinn var ekkert frábær í leiknum en aðrir voru bara fjarverandi. Hann skoraði níu af 23 mörkum okkar og ætli hann hafi ekki búið restina til. Ég hefði bara viljað sjá miklu betri leik. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta var ógeðslega lélegt,“ sagði Einar. Hann vonar að sínir menn hafi ekki vanmetið HK í dag. „Ég trúi því ekki. HK er með hrikalega flott lið. Ef menn voru með eitthvað vanmat eiga þeir ekki heima í þessari deild.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti