Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur á Ítalíu, nóg um að vera í hand­bolta og fót­bolta hér heima á­samt mörgu öðru

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ítalíumeistarar Inter eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag.
Ítalíumeistarar Inter eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Giuseppe Bellini/Getty Images

Það er vægast sagt nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Dagskráin hefst klukkan 08.30 og lýkur ekki fyrr en um miðnætti. Alls eru 13 beinar útsendingar á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.55 hefst útsending frá leik ÍA og Þórs Akureyrar í Lengjubikar karla í fótbolta. ÍA leikur í efstu deild næsta sumar á meðan Þór er deild neðar.

Klukkan 15.50 er komið að leik Stjörnunnar og Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deildar kvenna í handbolta. Klukkan 17.50 er svo leikur Hauka og Fram á dagskrá í sömu deild.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 15.10 hefst útsending frá leik Þróttar Reykjavíkur og Fylkis í Lengjubikar kvenna.

Klukkan 19.35 er leikur Joventut Badalona og Tenerife í ACB-deildinni í körfubolta á dagskrá.

Klukkan 22.00 er svo komið að leik Portland Trail Blazers og New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta

Stöð 2 Sport 3

Reading tekur á móti Coventry City í ástríðunni í ensku B-deildinni klukkan 15.00. Útsending hefst klukkan 14.55.

Klukkan 16.50 hefst útsending frá stórleik Napoli og Inter í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Um er að ræða mikilvægan leik í toppbaráttu deildarinnar. Klukkan 19.35 er svo leikur Tórínó og Íslendingaliðs Venezia í sömu deild á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 12.00 er Magical Kenya Ladis Open-mótið á dagskrá en það er hluti af LET-mótaröðinni.

Klukkan 15:55 tekur Grindavík á móti KA í Lengjubikar karla í fótbolta.

Stöð 2 Golf

Klukkan 08.30 hefst útsending frá Ras Al Khaimah Classic-mótinu.

Klukkan 18.00 hefst útsending frá Waste Management Phoenix-mótinu. Það er hluti af PGA-mótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×