Hvar á fólk að búa? Indriði Ingi Stefánsson skrifar 11. febrúar 2022 08:01 Vandi húsnæðiskerfisins á Íslandi er í senn afar flókinn og mjög einfaldur. Hann er flókinn því lausnin krefst aðkomu margra aðila en á sama tíma einfaldur í því að hann liggur í aðeins tveimur þáttum. Húsnæði er of dýrt og eigið fé fólks er of lítið. Húsnæði er of dýrt Algengt húsnæði hins meðal Íslendings er íbúð í fjölbýli. Í dag er erfitt að finna fjölskylduíbúð fyrir minna en 50 milljónir á höfuðborgarsvæðinu. Hvað þýða þessar tölur fyrir einstakling sem fær 400 þúsund krónur útborgaðar á mánuði? Jú, ef honum tækist að leggja 25% af laununum sínum til hliðar um hver mánaðamót þá tæki það marga áratugi að skrapa saman 50 milljónum. Það verður að teljast nokkuð óraunhæft. Ekki aðeins er hæpið að einhver geti lagt fjórðung af laununum sínum til hliðar í hverjum einasta mánuði heldur verður að teljast líklegt að að þeim tíma liðnum hafi þarfir einstaklingsins breyst - svo ekki sé talað um húsnæðisverðið. Svo er hinn nýji veruleiki að ásett verð nægir ekki til að kaupa húsnæðið heldur verður fólk í mörgum tilfellum að yfirbjóða, margir eru hættir að reyna bjóða ásett verð heldur byrja á yfirboðum sem þó duga ekki til og æ fleiri upplifa algert vonleysi með stöðuna og sjá enga möguleika að öðlast öryggi í húsnæðismálum. Skuldsetning er nauðsynleg Þar sem það er óraunhæft að spara fyrir húsnæði neyðumst við til að skuldsetja okkur og á Íslandi er skuldsetning dýr. Áratugum saman voru einu lánin sem almenningi stóðu til boða verðtryggð jafngreiðslulán. Þau tryggja ágætlega hagsmuni lánveitenda en hafa fyrir lántakandann þann ókost að eigið fé lántakenda minnkar við að að höfuðstóllinn er uppreiknaður, nær alltaf til hækkunar, um hver mánaðamót. Einnig getur útborgun verið stór hindrun, í dæminu að ofan tæki 4-7 ár að safna fyrir útborgun sem er varla minni en 5 milljónir og sennilega nær 8 milljónum. Aðrir kostir eru í boði í dag, en í lánstími er áfram langur og fyrir vikið lækkar höfuðstóllinn hægt og lántakendur þá útsettir fyrir vaxtahækkunum. Frá aldamótum hefur húsnæði hækkað langt umfram verðlag, 2003 kostaði sérhæð við Mávahlíð um 16 milljónir, í dag væri verðið sennilega um 80 milljónir. Þetta misvægi hefur farið vaxandi og þrátt fyrir að ungt fólk í dag sé að mörgu leiti með hærri laun en fyrri kynslóðir duga þau ekki til að kaupa fyrstu eign. Því þarf að treysta á aðstoð frá tam foreldrum en þeirra svigrúm fer líka minnkandi með hækkandi húsnæðisverði. Hvað er til ráða? Eins og áður sagði er ekki nein einföld lausn til, við erum einfaldlega að súpa seyðið af rándýrum ákvörðunum fyrri tíma um að koma á misgáfulegum lausnum um lánshlutfall, verðtryggingu og fleira. Þessar ákvarðanir eru enn þann dag í dag að valda okkur vandræðum. Því miður er það svo að í þessu spili situr einhver uppi með Svarta Pétur. Annað hvort verður það fólkið sem er nýbúið að skuldsetja sig og sem endar yfirskuldsett. Eða fólkið utan íbúðamarkaðarins sem krefst alltaf meiri og meiri skuldsetningar. Eða lánveitendur sem hafa verið að lána til húsnæðiskaupa eða þeir sem hafa verið að fjárfesta í húsnæði. Síðustu áratugi höfum verið ákveðið að fólkið utan íbúðamarkaðarins fái Svarta Pétur og fyrir vikið heldur verðið áfram að hækka umfram verðlag. Það er hlutverk stjórnmálafólks að rjúfa þennan hring og tryggja hag almennings. Fyrsta skrefið er að viðurkenna að öruggt húsnæði séu algjör grunnréttindi fólks. Þegar stjórnmálafólk hefur horfst í augu við þá staðreynd er auðvelt að færa rök fyrir því að það þurfii að beita sér fyrir því að fólk hafi þak yfir höfuðið. Það þarf líka að finna leiðir til að bankar og fjármálastofnanir geti ekki hægt á framkvæmdum þegar mikil þörf er á uppbyggingu til að verja eigin eignastöðu í húsnæði. Þegar hagsmunaaðilar nota húsnæðismarkaðinn sem leikvöll til að hagnast þá er það almenningur sem er boltinn og við það getum við ekki unað. Það er einfaldlega ljóst að Ísland verður ekki samkeppnishæft við önnur lönd sem þrátt fyrir verðhækkanir hafa brugðist við með ódýrum lánamöguleikum og öðrum valkostum. Við þurfum að finna fleiri búsetuúrræði en séreignarstefnu eða leigu: búseturétt, óhagnaðardrifin leigufélög eða aðra kosti. Þannig getum við byrjað að vinda ofan af þessum fortíðarvanda. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Píratar Indriði Stefánsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Vandi húsnæðiskerfisins á Íslandi er í senn afar flókinn og mjög einfaldur. Hann er flókinn því lausnin krefst aðkomu margra aðila en á sama tíma einfaldur í því að hann liggur í aðeins tveimur þáttum. Húsnæði er of dýrt og eigið fé fólks er of lítið. Húsnæði er of dýrt Algengt húsnæði hins meðal Íslendings er íbúð í fjölbýli. Í dag er erfitt að finna fjölskylduíbúð fyrir minna en 50 milljónir á höfuðborgarsvæðinu. Hvað þýða þessar tölur fyrir einstakling sem fær 400 þúsund krónur útborgaðar á mánuði? Jú, ef honum tækist að leggja 25% af laununum sínum til hliðar um hver mánaðamót þá tæki það marga áratugi að skrapa saman 50 milljónum. Það verður að teljast nokkuð óraunhæft. Ekki aðeins er hæpið að einhver geti lagt fjórðung af laununum sínum til hliðar í hverjum einasta mánuði heldur verður að teljast líklegt að að þeim tíma liðnum hafi þarfir einstaklingsins breyst - svo ekki sé talað um húsnæðisverðið. Svo er hinn nýji veruleiki að ásett verð nægir ekki til að kaupa húsnæðið heldur verður fólk í mörgum tilfellum að yfirbjóða, margir eru hættir að reyna bjóða ásett verð heldur byrja á yfirboðum sem þó duga ekki til og æ fleiri upplifa algert vonleysi með stöðuna og sjá enga möguleika að öðlast öryggi í húsnæðismálum. Skuldsetning er nauðsynleg Þar sem það er óraunhæft að spara fyrir húsnæði neyðumst við til að skuldsetja okkur og á Íslandi er skuldsetning dýr. Áratugum saman voru einu lánin sem almenningi stóðu til boða verðtryggð jafngreiðslulán. Þau tryggja ágætlega hagsmuni lánveitenda en hafa fyrir lántakandann þann ókost að eigið fé lántakenda minnkar við að að höfuðstóllinn er uppreiknaður, nær alltaf til hækkunar, um hver mánaðamót. Einnig getur útborgun verið stór hindrun, í dæminu að ofan tæki 4-7 ár að safna fyrir útborgun sem er varla minni en 5 milljónir og sennilega nær 8 milljónum. Aðrir kostir eru í boði í dag, en í lánstími er áfram langur og fyrir vikið lækkar höfuðstóllinn hægt og lántakendur þá útsettir fyrir vaxtahækkunum. Frá aldamótum hefur húsnæði hækkað langt umfram verðlag, 2003 kostaði sérhæð við Mávahlíð um 16 milljónir, í dag væri verðið sennilega um 80 milljónir. Þetta misvægi hefur farið vaxandi og þrátt fyrir að ungt fólk í dag sé að mörgu leiti með hærri laun en fyrri kynslóðir duga þau ekki til að kaupa fyrstu eign. Því þarf að treysta á aðstoð frá tam foreldrum en þeirra svigrúm fer líka minnkandi með hækkandi húsnæðisverði. Hvað er til ráða? Eins og áður sagði er ekki nein einföld lausn til, við erum einfaldlega að súpa seyðið af rándýrum ákvörðunum fyrri tíma um að koma á misgáfulegum lausnum um lánshlutfall, verðtryggingu og fleira. Þessar ákvarðanir eru enn þann dag í dag að valda okkur vandræðum. Því miður er það svo að í þessu spili situr einhver uppi með Svarta Pétur. Annað hvort verður það fólkið sem er nýbúið að skuldsetja sig og sem endar yfirskuldsett. Eða fólkið utan íbúðamarkaðarins sem krefst alltaf meiri og meiri skuldsetningar. Eða lánveitendur sem hafa verið að lána til húsnæðiskaupa eða þeir sem hafa verið að fjárfesta í húsnæði. Síðustu áratugi höfum verið ákveðið að fólkið utan íbúðamarkaðarins fái Svarta Pétur og fyrir vikið heldur verðið áfram að hækka umfram verðlag. Það er hlutverk stjórnmálafólks að rjúfa þennan hring og tryggja hag almennings. Fyrsta skrefið er að viðurkenna að öruggt húsnæði séu algjör grunnréttindi fólks. Þegar stjórnmálafólk hefur horfst í augu við þá staðreynd er auðvelt að færa rök fyrir því að það þurfii að beita sér fyrir því að fólk hafi þak yfir höfuðið. Það þarf líka að finna leiðir til að bankar og fjármálastofnanir geti ekki hægt á framkvæmdum þegar mikil þörf er á uppbyggingu til að verja eigin eignastöðu í húsnæði. Þegar hagsmunaaðilar nota húsnæðismarkaðinn sem leikvöll til að hagnast þá er það almenningur sem er boltinn og við það getum við ekki unað. Það er einfaldlega ljóst að Ísland verður ekki samkeppnishæft við önnur lönd sem þrátt fyrir verðhækkanir hafa brugðist við með ódýrum lánamöguleikum og öðrum valkostum. Við þurfum að finna fleiri búsetuúrræði en séreignarstefnu eða leigu: búseturétt, óhagnaðardrifin leigufélög eða aðra kosti. Þannig getum við byrjað að vinda ofan af þessum fortíðarvanda. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun