Galadriel og Elrond mæta aftur í Rings of Power Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2022 21:23 Ung Galadriel horfir ekki á sprengingar, eins og allir alvöru töffarar. MATT GRACE/AMAZON STUDIOS Fyrsta stikla Amazon-þáttanna Lord of the Rings: The Rings of Power verður sýnd í hálfleik á Super-bowl um helgina en upphitunin fyrir það er þegar hafin. Vanity Fair birti í dag myndir af nokkrum af aðalpersónum þáttanna og sagði frá hluta þess sem þættirnir eiga að fjalla um. Þar virðist frá miklu að segja enda eru aðalpersónur þáttanna 22 talsins og munu þættirnir fjalla um nokkrar sögur í senn. Þær munu meðal annars eiga sér stað í námum Khazad-dûm, álfaríkinu Lindon og á eyjunni Númenor, samkvæmt umfjöllun Vanity Fair. Galadriel, álfadrottningin sem Kate Blanchet lék í þríleiknum, er meðal annarra í þessum þáttum. Hún er leikin af Morfydd Clark. Í upphafi hennar sögu mun hún vera að elta uppi þá sem þjónuðu hinum illa Melkor/Morgoth/Bauglir en fróðir lesendur vita ef til vill að Sauron sjálfur var einn þeirra. Elrond er einnig í þáttunum enda spilar hann stóra rullu í sögu Miðgarðs. Ungur Elrond er leikinn af Robert Aramayo.BEN ROTHSTEIN/AMAZON STUDIOS Þættirnir hafa verið í framleiðslu hjá Amazon Studios um árabil og eiga að gerast þúsundum ára á undan Hringadróttinssögu og Hobbitanum. Svo virðist sem Amazon sé að skapa nokkrar nýjar persónur fyrir þættina en þeir fylgja í raun ekki neinni sögu sem hefur verið skrifuð áður heldur lauslegum upplýsingum sem liggja fyrir um aðra öld Miðgarðs. Hringadróttinssaga gerist á þriðju öld Miðgarðs en þættirnir á annarri öld. Þá voru hringar Saurons og hinir hringarnir smíðaðir og hjarðir orka og drýsla herjuðu á gervallan Miðgarð, þar til álfar og menn frá Númenor tóku höndum saman og mynduðu hið svokallaða síðasta bandalag álfa og manna. Sjá einnig: Opinbera nafn og sögusvið nýrra þátta úr söguheimi Hringadróttinssögu Þessi mynd sýnir hluta þorpsins Tirharad og persónurnar Bronwyn og Arondir.BEN ROTHSTEIN/AMAZON STUDIOS Rings of Power verða frumsýndir á Prime Video þann 2. september. Í viðtali við Vanity Fair, þar sem sjá má fleiri myndir, segja þeir J.D Payne og Patrick McKay, sem gera þættina, að tónn þeirra verði ekki í anda þátta eins og Game of Thrones. Þættirnir verði líka fyrir ungmenni, þó það þurfi ef til vill að halda fyrir augun á þeim af og til. Það má með sanni segja að margir séu spenntir fyrir þessum þáttum en eflaust eru einhverjir líka smeykir, eins og undirritaður. Amazon Studios er sagt hafa varið miklum peningum í framleiðslu þáttanna og ljóst að mikið er undir. Durin fjórði er leikinn af Owain Arthur.Amazon Studios Bíó og sjónvarp Amazon Tengdar fréttir Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar. 7. janúar 2022 14:01 Amazon og EA nálægt samkomulagi um Mass Effect þætti Forsvarsmenn Amazon Studios eru nærri því að gera samkomulag við tölvuleikjafyrirtækið Electronic Arts um að gera sjónvarpsþætti um söguheim Mass Effect, leikjaseríunnar vinsælu. 24. nóvember 2021 13:01 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þar virðist frá miklu að segja enda eru aðalpersónur þáttanna 22 talsins og munu þættirnir fjalla um nokkrar sögur í senn. Þær munu meðal annars eiga sér stað í námum Khazad-dûm, álfaríkinu Lindon og á eyjunni Númenor, samkvæmt umfjöllun Vanity Fair. Galadriel, álfadrottningin sem Kate Blanchet lék í þríleiknum, er meðal annarra í þessum þáttum. Hún er leikin af Morfydd Clark. Í upphafi hennar sögu mun hún vera að elta uppi þá sem þjónuðu hinum illa Melkor/Morgoth/Bauglir en fróðir lesendur vita ef til vill að Sauron sjálfur var einn þeirra. Elrond er einnig í þáttunum enda spilar hann stóra rullu í sögu Miðgarðs. Ungur Elrond er leikinn af Robert Aramayo.BEN ROTHSTEIN/AMAZON STUDIOS Þættirnir hafa verið í framleiðslu hjá Amazon Studios um árabil og eiga að gerast þúsundum ára á undan Hringadróttinssögu og Hobbitanum. Svo virðist sem Amazon sé að skapa nokkrar nýjar persónur fyrir þættina en þeir fylgja í raun ekki neinni sögu sem hefur verið skrifuð áður heldur lauslegum upplýsingum sem liggja fyrir um aðra öld Miðgarðs. Hringadróttinssaga gerist á þriðju öld Miðgarðs en þættirnir á annarri öld. Þá voru hringar Saurons og hinir hringarnir smíðaðir og hjarðir orka og drýsla herjuðu á gervallan Miðgarð, þar til álfar og menn frá Númenor tóku höndum saman og mynduðu hið svokallaða síðasta bandalag álfa og manna. Sjá einnig: Opinbera nafn og sögusvið nýrra þátta úr söguheimi Hringadróttinssögu Þessi mynd sýnir hluta þorpsins Tirharad og persónurnar Bronwyn og Arondir.BEN ROTHSTEIN/AMAZON STUDIOS Rings of Power verða frumsýndir á Prime Video þann 2. september. Í viðtali við Vanity Fair, þar sem sjá má fleiri myndir, segja þeir J.D Payne og Patrick McKay, sem gera þættina, að tónn þeirra verði ekki í anda þátta eins og Game of Thrones. Þættirnir verði líka fyrir ungmenni, þó það þurfi ef til vill að halda fyrir augun á þeim af og til. Það má með sanni segja að margir séu spenntir fyrir þessum þáttum en eflaust eru einhverjir líka smeykir, eins og undirritaður. Amazon Studios er sagt hafa varið miklum peningum í framleiðslu þáttanna og ljóst að mikið er undir. Durin fjórði er leikinn af Owain Arthur.Amazon Studios
Bíó og sjónvarp Amazon Tengdar fréttir Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar. 7. janúar 2022 14:01 Amazon og EA nálægt samkomulagi um Mass Effect þætti Forsvarsmenn Amazon Studios eru nærri því að gera samkomulag við tölvuleikjafyrirtækið Electronic Arts um að gera sjónvarpsþætti um söguheim Mass Effect, leikjaseríunnar vinsælu. 24. nóvember 2021 13:01 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar. 7. janúar 2022 14:01
Amazon og EA nálægt samkomulagi um Mass Effect þætti Forsvarsmenn Amazon Studios eru nærri því að gera samkomulag við tölvuleikjafyrirtækið Electronic Arts um að gera sjónvarpsþætti um söguheim Mass Effect, leikjaseríunnar vinsælu. 24. nóvember 2021 13:01
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein