Bókasafnið loks fundið leið til að ná til miðaldra karlmanna Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2022 07:01 Aðstaðan er strax vel nýtt. Samsett/Borgarbókasafn Búið er að opna fullbúið hljóðver á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal sem fólk getur bókað til að taka upp og vinna tónlist að kostnaðarlausu. Einnig er hægt að nota aðstöðuna til að taka upp hlaðvörp. Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri bóksafnsins í Úlfarsárdal, segir að hér sé um að ræða fyrsta bókasafnshljóðverið á Íslandi og eitt af fáum hljóðverum hér á landi sem hefur verið byggt sem slíkt frá grunni. Fyrir er sérstakt hlaðvarpsstúdíó á Borgarbókasafninu í Grófinni sem hefur notið mikilla vinsælda. Unnar segir markhópinn meðal annars vera fólk sem hefur ekki rétta búnaðinn til að taka upp heima hjá sér og ekki heldur komið það langt að það sé að kaupa tíma í venjulegu hljóðveri. „Við erum með allt til alls hérna. Þú ert kannski ekki að fara að hljóðblanda tólf laga plötu hérna hjá okkur en þú ert að ná þér í þekkingu og byggja um reynslu og sjálfstraust í að nota stúdíó.“ Fólk með bókasafnskort getur bókað hljóðverið í tvo tíma í senn og jafnvel tvo daga í röð. Það er opið tvo daga í viku og er menntaður upptökustjóri til staðar fyrir fólk sem óskar eftir aðstoð. Bílskúrshljómsveitir vakna til lífsins Unnar á ekki bara von á því að aðstaðan muni nýtast næstu kynslóð tónlistarmanna. „Við erum að ná til fólks sem var einu sinni í unglingahljómsveit eða menntaskólahljómsveit, svo hefur alltaf blundað í þeim tónlistarmaðurinn og allt í einu núna þegar það er komið á miðaldraskeiðið þá kviknar áhuginn aftur. Það er svolítið skemmtilegt því að miðaldra karlmenn er markhópur sem bókasöfnin missa kannski af. Þeir eru mjög spenntir líka sem kom okkur á óvart því í huganum vorum við einmitt að hugsa meira um ungt fólk sem er að byrja og taka fyrstu skrefin en það er mjög áhugavert að þessi hópur mætti á svæðið líka.“ Mikill áhugi hafi verið á framtakinu til þessa og fólk byrjað að senda fyrirspurnir löngu áður en hljóðverið var opnað. „Þetta er hlutverk almenningsbókasafns, að fólkið sem býr í þessari borg njóti jafnra tækifæra. Það er það sama sem við erum að gera með tölvuverið, þar er tölvuleikjaver þar sem þú getur komið og nýtt til að spila tölvuleiki. Ef þú býrð einhvers staðar þar sem er ekki tölva og það er ekki peningur til að vera áskrifandi að einhverri leigu þá getur þú komið á bókasafnið.“ Hljóðverið skiptist í tvö herbergi, annars vegar upptökuherbergi og hljóðblöndunarherbergi. Þar má meðal annars finna gítar, bassa, trommur, hljómgervil, úrval af míkrófónum, hljóðkerfi með bassaboxi og hljóðvinnsluforrit. Gestum er einnig velkomið að koma með sínar græjur en að sögn Unnars er pláss fyrir sex til sjö manna hljómsveit í upptökuherberginu. Tónlist Reykjavík Söfn Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri bóksafnsins í Úlfarsárdal, segir að hér sé um að ræða fyrsta bókasafnshljóðverið á Íslandi og eitt af fáum hljóðverum hér á landi sem hefur verið byggt sem slíkt frá grunni. Fyrir er sérstakt hlaðvarpsstúdíó á Borgarbókasafninu í Grófinni sem hefur notið mikilla vinsælda. Unnar segir markhópinn meðal annars vera fólk sem hefur ekki rétta búnaðinn til að taka upp heima hjá sér og ekki heldur komið það langt að það sé að kaupa tíma í venjulegu hljóðveri. „Við erum með allt til alls hérna. Þú ert kannski ekki að fara að hljóðblanda tólf laga plötu hérna hjá okkur en þú ert að ná þér í þekkingu og byggja um reynslu og sjálfstraust í að nota stúdíó.“ Fólk með bókasafnskort getur bókað hljóðverið í tvo tíma í senn og jafnvel tvo daga í röð. Það er opið tvo daga í viku og er menntaður upptökustjóri til staðar fyrir fólk sem óskar eftir aðstoð. Bílskúrshljómsveitir vakna til lífsins Unnar á ekki bara von á því að aðstaðan muni nýtast næstu kynslóð tónlistarmanna. „Við erum að ná til fólks sem var einu sinni í unglingahljómsveit eða menntaskólahljómsveit, svo hefur alltaf blundað í þeim tónlistarmaðurinn og allt í einu núna þegar það er komið á miðaldraskeiðið þá kviknar áhuginn aftur. Það er svolítið skemmtilegt því að miðaldra karlmenn er markhópur sem bókasöfnin missa kannski af. Þeir eru mjög spenntir líka sem kom okkur á óvart því í huganum vorum við einmitt að hugsa meira um ungt fólk sem er að byrja og taka fyrstu skrefin en það er mjög áhugavert að þessi hópur mætti á svæðið líka.“ Mikill áhugi hafi verið á framtakinu til þessa og fólk byrjað að senda fyrirspurnir löngu áður en hljóðverið var opnað. „Þetta er hlutverk almenningsbókasafns, að fólkið sem býr í þessari borg njóti jafnra tækifæra. Það er það sama sem við erum að gera með tölvuverið, þar er tölvuleikjaver þar sem þú getur komið og nýtt til að spila tölvuleiki. Ef þú býrð einhvers staðar þar sem er ekki tölva og það er ekki peningur til að vera áskrifandi að einhverri leigu þá getur þú komið á bókasafnið.“ Hljóðverið skiptist í tvö herbergi, annars vegar upptökuherbergi og hljóðblöndunarherbergi. Þar má meðal annars finna gítar, bassa, trommur, hljómgervil, úrval af míkrófónum, hljóðkerfi með bassaboxi og hljóðvinnsluforrit. Gestum er einnig velkomið að koma með sínar græjur en að sögn Unnars er pláss fyrir sex til sjö manna hljómsveit í upptökuherberginu.
Tónlist Reykjavík Söfn Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira