Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2022 15:57 Árið gekk vel hjá Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. Arðsemi eigin fjár var 12,3% á ársgrundvelli samanborið við 3,7% fyrir árið 2020. Tekjur bankans á síðasta ársfjórðungi hækkuðu um 8,8% frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef Íslandsbanka. Stjórn Íslandsbanka mun leggja til 11,9 milljarða króna arðgreiðslu við aðalfund bankans. Stefnt er að því að greiða út umfram eigið fé sem metið er á um 40 milljarða króna að frádreginni arðgreiðslu, á næstu einu til tveimur árum. Hreinar vaxtatekjur banakns námu samtals 34,0 milljörðum króna á árinu 2021 sem er hækkun um 2,0% á milli ára og skýrist af stærra lánasafni. Vaxtamunur fyrir árið 2021 var 2,4% samanborið við 2,6% á árinu 2020 þar sem voru að meðaltali lægri á árinu 2021. Hreinar þóknanatekjur hækkuðu um 22,1% á milli ára og námu samtals 12,9 milljörðum króna á árinu 2021. Hreinar fjármunatekjur námu 2,5 milljörðum króna á árinu 2021 samanborið við tap árið 2020 að fjárhæð 1,4 milljörðum króna. Viðsnúningur vegna jákvæðrar virðisrýrnunar Kostnaðarhlutfall lækkaði verulega á milli ára, úr 54,3% árið 2020 í 46,2% árið 2021. Útlán til viðskiptavina jukust um 7,9% á árinu 2021, sem má að mestu rekja til aukinna umsvifa á húsnæðislánamarkaði. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 64,6 milljarða króna á árinu 2021, eða 9,5%, sem má að mestu rekja til aukningar innlána hjá viðskiptabanka en innlán jukust einnig hjá einstaklingum. Hrein virðisrýrnun á árinu 2021 var jákvæð um 3,0 milljarða króna samanborið við neikvæða virðisrýrnun að fjárhæð 8,8 milljarða króna á árinu 2020. Að sögn bankans er jákvæð virðisrýrnun aðallega tilkomin vegna bjartari horfa í ferðaþjónustu en á árinu 2020 var neikvæð virðisrýrnun tengd upphafi heimsfaraldurs COVID-19. Áhættukostnaður útlána var -0,28% á ársgrundvelli fyrir árið 2021 samanborið við 0,91% árið 2020. Hækka arðsemisspá Arðsemi á fjórða ársfjórðungi í fyrra var umfram arðsemismarkmið bankans og spár greiningaraðila. Í ljósi þessa og hærra vaxtaumhverfis hefur stjórn Íslandsbanka samþykkt að hækka arðsemismarkmið úr 8-10% fyrir 2023 í >10%. „Eftir því sem íslenska hagkerfið tekur við sér gerir bankinn ráð fyrir því að lánasafnið og þóknanatekjur vaxi í takt við verga landsframleiðslu og aukin umsvif í efnahagskerfinu. Þrátt fyrir að búist sé við að arðsemi bankans verði á bilinu 8–10% á árinu 2022 þá mun rísandi hagkerfi, hækkandi vaxtaumhverfi og kostnaðaraðhald styðja við markmið bankans um 10% arðsemi til millilangs tíma.“ Spennt fyrir frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum Að sögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, jukust sjálfbærar lánveitingar um 134% á seinasta ári og nema nú 6% af heildarútlánum bankans. Bankinn hafi sett sér skýr markmið um að auka hlutdeild sjálfbærra lána á árinu 2022. „Á árinu var bankinn meðal annars með mestu veltu á skuldabréfamarkaði, hæstu ávöxtun hlutabréfasjóðs og leiðandi í fyrirtækjaráðgjöf. Jafnframt hafa fyrirtæki í viðskiptum við Íslandsbanka endurtekið mælst ánægðustu viðskiptavinirnir meðal samkeppnisaðila í þjónustukönnunum og á einstaklingshliðinni eru yfir 90% viðskiptavina með húsnæðislán ánægð með þjónustu bankans,“ segir Birna í tilkynningu. „Síðustu misseri höfum við unnið markvisst að því að besta efnahagsreikning bankans og á aðalfundi, sem haldinn verður í mars næstkomandi, munum við óska eftir samþykki hluthafa til að hefja útgreiðslu umfram eiginfjár samhliða árlegri arðgreiðslu í samræmi arðgreiðslustefnu bankans. Við erum spennt fyrir árinu 2022, frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum og tækifærunum sem framundan eru með viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna í fyrra Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna eftir skatta í fyrra, samanborið við 10,5 milljarða króna árið 2020. Arðsemi eigin fjár var 10,8% árið 2021 eftir skatta, samanborið við 4,3% arðsemi árið áður. 3. febrúar 2022 13:37 Arion hagnaðist um 28,6 milljarða í fyrra Arion banki hagnaðist um 6.522 milljónir króna á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2021. Allt síðasta ár hagnaðist bankinn um 28,6 milljarða króna. 9. febrúar 2022 18:11 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Arðsemi eigin fjár var 12,3% á ársgrundvelli samanborið við 3,7% fyrir árið 2020. Tekjur bankans á síðasta ársfjórðungi hækkuðu um 8,8% frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef Íslandsbanka. Stjórn Íslandsbanka mun leggja til 11,9 milljarða króna arðgreiðslu við aðalfund bankans. Stefnt er að því að greiða út umfram eigið fé sem metið er á um 40 milljarða króna að frádreginni arðgreiðslu, á næstu einu til tveimur árum. Hreinar vaxtatekjur banakns námu samtals 34,0 milljörðum króna á árinu 2021 sem er hækkun um 2,0% á milli ára og skýrist af stærra lánasafni. Vaxtamunur fyrir árið 2021 var 2,4% samanborið við 2,6% á árinu 2020 þar sem voru að meðaltali lægri á árinu 2021. Hreinar þóknanatekjur hækkuðu um 22,1% á milli ára og námu samtals 12,9 milljörðum króna á árinu 2021. Hreinar fjármunatekjur námu 2,5 milljörðum króna á árinu 2021 samanborið við tap árið 2020 að fjárhæð 1,4 milljörðum króna. Viðsnúningur vegna jákvæðrar virðisrýrnunar Kostnaðarhlutfall lækkaði verulega á milli ára, úr 54,3% árið 2020 í 46,2% árið 2021. Útlán til viðskiptavina jukust um 7,9% á árinu 2021, sem má að mestu rekja til aukinna umsvifa á húsnæðislánamarkaði. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 64,6 milljarða króna á árinu 2021, eða 9,5%, sem má að mestu rekja til aukningar innlána hjá viðskiptabanka en innlán jukust einnig hjá einstaklingum. Hrein virðisrýrnun á árinu 2021 var jákvæð um 3,0 milljarða króna samanborið við neikvæða virðisrýrnun að fjárhæð 8,8 milljarða króna á árinu 2020. Að sögn bankans er jákvæð virðisrýrnun aðallega tilkomin vegna bjartari horfa í ferðaþjónustu en á árinu 2020 var neikvæð virðisrýrnun tengd upphafi heimsfaraldurs COVID-19. Áhættukostnaður útlána var -0,28% á ársgrundvelli fyrir árið 2021 samanborið við 0,91% árið 2020. Hækka arðsemisspá Arðsemi á fjórða ársfjórðungi í fyrra var umfram arðsemismarkmið bankans og spár greiningaraðila. Í ljósi þessa og hærra vaxtaumhverfis hefur stjórn Íslandsbanka samþykkt að hækka arðsemismarkmið úr 8-10% fyrir 2023 í >10%. „Eftir því sem íslenska hagkerfið tekur við sér gerir bankinn ráð fyrir því að lánasafnið og þóknanatekjur vaxi í takt við verga landsframleiðslu og aukin umsvif í efnahagskerfinu. Þrátt fyrir að búist sé við að arðsemi bankans verði á bilinu 8–10% á árinu 2022 þá mun rísandi hagkerfi, hækkandi vaxtaumhverfi og kostnaðaraðhald styðja við markmið bankans um 10% arðsemi til millilangs tíma.“ Spennt fyrir frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum Að sögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, jukust sjálfbærar lánveitingar um 134% á seinasta ári og nema nú 6% af heildarútlánum bankans. Bankinn hafi sett sér skýr markmið um að auka hlutdeild sjálfbærra lána á árinu 2022. „Á árinu var bankinn meðal annars með mestu veltu á skuldabréfamarkaði, hæstu ávöxtun hlutabréfasjóðs og leiðandi í fyrirtækjaráðgjöf. Jafnframt hafa fyrirtæki í viðskiptum við Íslandsbanka endurtekið mælst ánægðustu viðskiptavinirnir meðal samkeppnisaðila í þjónustukönnunum og á einstaklingshliðinni eru yfir 90% viðskiptavina með húsnæðislán ánægð með þjónustu bankans,“ segir Birna í tilkynningu. „Síðustu misseri höfum við unnið markvisst að því að besta efnahagsreikning bankans og á aðalfundi, sem haldinn verður í mars næstkomandi, munum við óska eftir samþykki hluthafa til að hefja útgreiðslu umfram eiginfjár samhliða árlegri arðgreiðslu í samræmi arðgreiðslustefnu bankans. Við erum spennt fyrir árinu 2022, frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum og tækifærunum sem framundan eru með viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna í fyrra Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna eftir skatta í fyrra, samanborið við 10,5 milljarða króna árið 2020. Arðsemi eigin fjár var 10,8% árið 2021 eftir skatta, samanborið við 4,3% arðsemi árið áður. 3. febrúar 2022 13:37 Arion hagnaðist um 28,6 milljarða í fyrra Arion banki hagnaðist um 6.522 milljónir króna á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2021. Allt síðasta ár hagnaðist bankinn um 28,6 milljarða króna. 9. febrúar 2022 18:11 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna í fyrra Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna eftir skatta í fyrra, samanborið við 10,5 milljarða króna árið 2020. Arðsemi eigin fjár var 10,8% árið 2021 eftir skatta, samanborið við 4,3% arðsemi árið áður. 3. febrúar 2022 13:37
Arion hagnaðist um 28,6 milljarða í fyrra Arion banki hagnaðist um 6.522 milljónir króna á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2021. Allt síðasta ár hagnaðist bankinn um 28,6 milljarða króna. 9. febrúar 2022 18:11
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent