Fannst líklegra að hann yrði lukkudýr á EM en leikmaður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2022 09:02 Þráinn Orri Jónsson tekur utan um Nemanja Grbovic í leik Íslands og Svartfjallalands á EM í handbolta. getty/Sanjin Strukic Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon mættu í Seinni bylgjuna og fóru yfir atburðarrásina þegar þeir voru kallaðir út á Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í síðasta mánuði. Þráinn og Magnús Óli leika báðir hér á landi, með Haukum og Val. Þeir voru kallaðir út til Búdapest eftir að það fór að kvarnast úr íslenska hópnum vegna kórónuveirusmita. Þeir lýstu upplifun sinni af Evrópumótinu og umgjörðinni í höllinni glæsilegu í Búdapest fyrir Stefáni Árna Pálssyni í Seinni bylgjunni. „Þetta var risastórt. Fyrsti leikurinn minn var gegn Frakklandi. Þá var allt troðfullt og við með alla stemmninguna með okkur. Höllin var geðveik og allt upp á tíu,“ sagði Magnús Óli sem gleymir Frakkaleiknum ekki í bráð enda unnu Íslendingar átta marka sigur, 21-29. Klippa: Seinni bylgjan - Magnús Óli og Þráinn um EM „Ég sat á bekknum og fyrstu sjö mínúturnar hugsaði ég að þeir ættu ekki möguleika. Maður beið alltaf eftir því að Frakkar kæmu til baka en það gerðist ekki. Það var svolítið gaman og ég hef ekki upplifað annað.“ Þráinn spilaði mikið í sigrinum örugglega á Svartfjallalandi, 34-24, og skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í honum. „Ég mætti, sá þessa risastóru höll, ógeðslega flott að utan og risadæmi. Ég sagði við Magga að það væri líklegra að ég væri lukkudýr en inni á vellinum,“ sagði Þráinn léttur. „Það sést þegar ég fékk boltann frá Elvari [Ásgeirssyni] að hann festist í bolnum mínum. Ég rétt náði að taka hann. Það hefði verið ógeðslega vandræðalegt ef ég hefði byrjað á að missa hann. Ég var búinn bíða svo lengi eftir þessu. Þetta var geðveikt og ég er búinn að horfa nokkrum sinnum á leikinn.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. 10. febrúar 2022 11:30 Guðmundur hefur áhuga á að vera áfram með íslenska landsliðið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur áhuga á því að vera með liðið áfram ef honum býðst samningur. 9. febrúar 2022 23:30 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Þráinn og Magnús Óli leika báðir hér á landi, með Haukum og Val. Þeir voru kallaðir út til Búdapest eftir að það fór að kvarnast úr íslenska hópnum vegna kórónuveirusmita. Þeir lýstu upplifun sinni af Evrópumótinu og umgjörðinni í höllinni glæsilegu í Búdapest fyrir Stefáni Árna Pálssyni í Seinni bylgjunni. „Þetta var risastórt. Fyrsti leikurinn minn var gegn Frakklandi. Þá var allt troðfullt og við með alla stemmninguna með okkur. Höllin var geðveik og allt upp á tíu,“ sagði Magnús Óli sem gleymir Frakkaleiknum ekki í bráð enda unnu Íslendingar átta marka sigur, 21-29. Klippa: Seinni bylgjan - Magnús Óli og Þráinn um EM „Ég sat á bekknum og fyrstu sjö mínúturnar hugsaði ég að þeir ættu ekki möguleika. Maður beið alltaf eftir því að Frakkar kæmu til baka en það gerðist ekki. Það var svolítið gaman og ég hef ekki upplifað annað.“ Þráinn spilaði mikið í sigrinum örugglega á Svartfjallalandi, 34-24, og skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í honum. „Ég mætti, sá þessa risastóru höll, ógeðslega flott að utan og risadæmi. Ég sagði við Magga að það væri líklegra að ég væri lukkudýr en inni á vellinum,“ sagði Þráinn léttur. „Það sést þegar ég fékk boltann frá Elvari [Ásgeirssyni] að hann festist í bolnum mínum. Ég rétt náði að taka hann. Það hefði verið ógeðslega vandræðalegt ef ég hefði byrjað á að missa hann. Ég var búinn bíða svo lengi eftir þessu. Þetta var geðveikt og ég er búinn að horfa nokkrum sinnum á leikinn.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. 10. febrúar 2022 11:30 Guðmundur hefur áhuga á að vera áfram með íslenska landsliðið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur áhuga á því að vera með liðið áfram ef honum býðst samningur. 9. febrúar 2022 23:30 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. 10. febrúar 2022 11:30
Guðmundur hefur áhuga á að vera áfram með íslenska landsliðið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur áhuga á því að vera með liðið áfram ef honum býðst samningur. 9. febrúar 2022 23:30