Fannst líklegra að hann yrði lukkudýr á EM en leikmaður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2022 09:02 Þráinn Orri Jónsson tekur utan um Nemanja Grbovic í leik Íslands og Svartfjallalands á EM í handbolta. getty/Sanjin Strukic Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon mættu í Seinni bylgjuna og fóru yfir atburðarrásina þegar þeir voru kallaðir út á Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í síðasta mánuði. Þráinn og Magnús Óli leika báðir hér á landi, með Haukum og Val. Þeir voru kallaðir út til Búdapest eftir að það fór að kvarnast úr íslenska hópnum vegna kórónuveirusmita. Þeir lýstu upplifun sinni af Evrópumótinu og umgjörðinni í höllinni glæsilegu í Búdapest fyrir Stefáni Árna Pálssyni í Seinni bylgjunni. „Þetta var risastórt. Fyrsti leikurinn minn var gegn Frakklandi. Þá var allt troðfullt og við með alla stemmninguna með okkur. Höllin var geðveik og allt upp á tíu,“ sagði Magnús Óli sem gleymir Frakkaleiknum ekki í bráð enda unnu Íslendingar átta marka sigur, 21-29. Klippa: Seinni bylgjan - Magnús Óli og Þráinn um EM „Ég sat á bekknum og fyrstu sjö mínúturnar hugsaði ég að þeir ættu ekki möguleika. Maður beið alltaf eftir því að Frakkar kæmu til baka en það gerðist ekki. Það var svolítið gaman og ég hef ekki upplifað annað.“ Þráinn spilaði mikið í sigrinum örugglega á Svartfjallalandi, 34-24, og skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í honum. „Ég mætti, sá þessa risastóru höll, ógeðslega flott að utan og risadæmi. Ég sagði við Magga að það væri líklegra að ég væri lukkudýr en inni á vellinum,“ sagði Þráinn léttur. „Það sést þegar ég fékk boltann frá Elvari [Ásgeirssyni] að hann festist í bolnum mínum. Ég rétt náði að taka hann. Það hefði verið ógeðslega vandræðalegt ef ég hefði byrjað á að missa hann. Ég var búinn bíða svo lengi eftir þessu. Þetta var geðveikt og ég er búinn að horfa nokkrum sinnum á leikinn.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. 10. febrúar 2022 11:30 Guðmundur hefur áhuga á að vera áfram með íslenska landsliðið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur áhuga á því að vera með liðið áfram ef honum býðst samningur. 9. febrúar 2022 23:30 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Þráinn og Magnús Óli leika báðir hér á landi, með Haukum og Val. Þeir voru kallaðir út til Búdapest eftir að það fór að kvarnast úr íslenska hópnum vegna kórónuveirusmita. Þeir lýstu upplifun sinni af Evrópumótinu og umgjörðinni í höllinni glæsilegu í Búdapest fyrir Stefáni Árna Pálssyni í Seinni bylgjunni. „Þetta var risastórt. Fyrsti leikurinn minn var gegn Frakklandi. Þá var allt troðfullt og við með alla stemmninguna með okkur. Höllin var geðveik og allt upp á tíu,“ sagði Magnús Óli sem gleymir Frakkaleiknum ekki í bráð enda unnu Íslendingar átta marka sigur, 21-29. Klippa: Seinni bylgjan - Magnús Óli og Þráinn um EM „Ég sat á bekknum og fyrstu sjö mínúturnar hugsaði ég að þeir ættu ekki möguleika. Maður beið alltaf eftir því að Frakkar kæmu til baka en það gerðist ekki. Það var svolítið gaman og ég hef ekki upplifað annað.“ Þráinn spilaði mikið í sigrinum örugglega á Svartfjallalandi, 34-24, og skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í honum. „Ég mætti, sá þessa risastóru höll, ógeðslega flott að utan og risadæmi. Ég sagði við Magga að það væri líklegra að ég væri lukkudýr en inni á vellinum,“ sagði Þráinn léttur. „Það sést þegar ég fékk boltann frá Elvari [Ásgeirssyni] að hann festist í bolnum mínum. Ég rétt náði að taka hann. Það hefði verið ógeðslega vandræðalegt ef ég hefði byrjað á að missa hann. Ég var búinn bíða svo lengi eftir þessu. Þetta var geðveikt og ég er búinn að horfa nokkrum sinnum á leikinn.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. 10. febrúar 2022 11:30 Guðmundur hefur áhuga á að vera áfram með íslenska landsliðið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur áhuga á því að vera með liðið áfram ef honum býðst samningur. 9. febrúar 2022 23:30 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. 10. febrúar 2022 11:30
Guðmundur hefur áhuga á að vera áfram með íslenska landsliðið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur áhuga á því að vera með liðið áfram ef honum býðst samningur. 9. febrúar 2022 23:30