Heilsugæslan keypt hraðpróf fyrir 380 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2022 13:40 Notkun hraðprófa hefur minnkað til muna að undanförnu. Vísir/Vilhelm Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori. Þetta kemur fram í svari heilsugæslunnar við fyrirspurn Félags atvinnurekenda sem hefur gert athugasemdir við að HH hafi ítrekað keypt hraðpróf án þess að bjóða kaupin út. Fram kom um miðjan janúar að Sjúkratryggingar Íslands hafi verið búnar að greiða tæpar 900 milljónir vegna hraðprófa sem tekin voru hjá heilsugæslunni og einkaaðilum. Heilsugæslan segir að bein innkaup sín hafi verið gerð á grundvelli ákvæðis í lögum um opinber innkaup sem heimili samningskaup án opinberrar birtingar útboðsauglýsingar þegar innkaup eru „algerlega nauðsynleg vegna aðkallandi neyðarástands sem stafar af ófyrirsjáanlegum atburðum.“ Kveðst heilsugæslan því hafa fylgt meginreglum innkaupalaga við kaupin. Fram kemur í svari heilsugæslunnar að fyrstu innkaup á hraðprófum hafi farið fram í maí síðastliðnum í kjölfar breyttrar stefnu yfirvalda um notkun hraðprófa í stað PCR-prófa vegna brottfarar frá landinu. „Voru kaupin ákveðin á fjarfundi fulltrúa HH, Heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands þann 18. maí sl. Ákvörðun um kaupin var tekin á grundvelli verðupplýsinga er bárust í kjölfar verðfyrirspurnar HH til þeirra þriggja fyrirtækja sem á þeim tíma seldu hraðpróf sem samþykkt höfðu verið af heilbrigðisráðuneytinu en við matið var aðeins litið til nefstrokuprófa.“ Yfirlit yfir kaup heilsugæslunnar á hraðprófum.HH Þurftu að bregðast skjótt við aðgerðum stjórnvalda Í ágúst tóku heilbrigðisyfirvöld þá ákvörðun að hefja notkun hraðprófa innanlands í sóttvarnaskyni og þurfti heilsugæslan þá að bregðast skjótt við. „Sendi HH í lok ágúst verðfyrirspurn til þeirra sex fyrirtækja sem seldu hraðpróf sem á þeim tíma höfðu verið samþykkt af heilbrigðisráðuneytinu en um 300.000 stk. var að ræða sem afhenda skyldi um miðjan september. Bárust stofnuninni í kjölfarið verðupplýsingar frá sex fyrirtækjum um sjö tegundir hraðprófa. Var ákvörðun um kaup tekin á grundvelli þeirra upplýsinga og niðurstaðna Veirufræðideildar Landspítala um gæði.“ Að sögn HH hófst undirbúningur gagnvirks innkaupakerfis fyrir hraðpróf í september en þegar lagerstaða var komin undir hættumörk í lok síðasta árs var aftur farið í bein innkaup í nóvember, desember og síðast 6. janúar. Var ákvörðunin byggð á því mati að afhendingartíminn yrði um tvöfalt lengri ef ákveðið væri að auglýsa innkaupin. Byggt var á sömu upplýsingum og forsendum sem notaðar voru við kaupin í ágúst. Að mati HH er ekki þörf á frekari innkaupum á hraðprófum eins og stendur en staðan verður endurmetin í samræmi við þróun faraldurs og ákvarðanir stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. 8. febrúar 2022 22:16 Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. 15. janúar 2022 12:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Þetta kemur fram í svari heilsugæslunnar við fyrirspurn Félags atvinnurekenda sem hefur gert athugasemdir við að HH hafi ítrekað keypt hraðpróf án þess að bjóða kaupin út. Fram kom um miðjan janúar að Sjúkratryggingar Íslands hafi verið búnar að greiða tæpar 900 milljónir vegna hraðprófa sem tekin voru hjá heilsugæslunni og einkaaðilum. Heilsugæslan segir að bein innkaup sín hafi verið gerð á grundvelli ákvæðis í lögum um opinber innkaup sem heimili samningskaup án opinberrar birtingar útboðsauglýsingar þegar innkaup eru „algerlega nauðsynleg vegna aðkallandi neyðarástands sem stafar af ófyrirsjáanlegum atburðum.“ Kveðst heilsugæslan því hafa fylgt meginreglum innkaupalaga við kaupin. Fram kemur í svari heilsugæslunnar að fyrstu innkaup á hraðprófum hafi farið fram í maí síðastliðnum í kjölfar breyttrar stefnu yfirvalda um notkun hraðprófa í stað PCR-prófa vegna brottfarar frá landinu. „Voru kaupin ákveðin á fjarfundi fulltrúa HH, Heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands þann 18. maí sl. Ákvörðun um kaupin var tekin á grundvelli verðupplýsinga er bárust í kjölfar verðfyrirspurnar HH til þeirra þriggja fyrirtækja sem á þeim tíma seldu hraðpróf sem samþykkt höfðu verið af heilbrigðisráðuneytinu en við matið var aðeins litið til nefstrokuprófa.“ Yfirlit yfir kaup heilsugæslunnar á hraðprófum.HH Þurftu að bregðast skjótt við aðgerðum stjórnvalda Í ágúst tóku heilbrigðisyfirvöld þá ákvörðun að hefja notkun hraðprófa innanlands í sóttvarnaskyni og þurfti heilsugæslan þá að bregðast skjótt við. „Sendi HH í lok ágúst verðfyrirspurn til þeirra sex fyrirtækja sem seldu hraðpróf sem á þeim tíma höfðu verið samþykkt af heilbrigðisráðuneytinu en um 300.000 stk. var að ræða sem afhenda skyldi um miðjan september. Bárust stofnuninni í kjölfarið verðupplýsingar frá sex fyrirtækjum um sjö tegundir hraðprófa. Var ákvörðun um kaup tekin á grundvelli þeirra upplýsinga og niðurstaðna Veirufræðideildar Landspítala um gæði.“ Að sögn HH hófst undirbúningur gagnvirks innkaupakerfis fyrir hraðpróf í september en þegar lagerstaða var komin undir hættumörk í lok síðasta árs var aftur farið í bein innkaup í nóvember, desember og síðast 6. janúar. Var ákvörðunin byggð á því mati að afhendingartíminn yrði um tvöfalt lengri ef ákveðið væri að auglýsa innkaupin. Byggt var á sömu upplýsingum og forsendum sem notaðar voru við kaupin í ágúst. Að mati HH er ekki þörf á frekari innkaupum á hraðprófum eins og stendur en staðan verður endurmetin í samræmi við þróun faraldurs og ákvarðanir stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. 8. febrúar 2022 22:16 Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. 15. janúar 2022 12:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. 8. febrúar 2022 22:16
Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. 15. janúar 2022 12:30