Þórólfur og Willum sammála um að fella ekki niður einangrun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2022 11:15 Þórólfur Guðnason vill ekki ræða tillögur sínar en segir þó, í ljósi umræðunnar, að hann leggi ekki til að fella niður einangrun fólks með Covid-19. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur ekki til að einangrun verði afnumin í nýju minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Þetta segir hann í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra segir að halda eigi í einangrun. Þórólfur vill ekki frekar en fyrri daginn ræða í þaula innihald minnisblaðsins heldur gefa ráðherra kost á að meta tillögurnar fyrst. Hann segir að í stórum dráttum séu tillögurnar í takti við þær afléttingar sem tilkynnt yrði að tæku gildi 24. febrúar, annað skrefið í afléttingaráætlun stjórnvalda. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur boðað að það skref verði tekið tíu dögum fyrr en lagt var upp með. Ríkisstjórnin hittist á fundi í Ráðherrabústaðnum í fyrramálið og má reikna með að Willum kynni afléttingarnar að fundi loknum. Afléttingaáætlunin gerir ráð fyrir að í þessu öðru skrefi megi tvö hundruð koma saman, fjöldatakmarkanir á sitjandi viðburðum verði eitt þúsund manns. Skemmtistaðir og veitingastaðir megi hafa opið til eitt en síðustu gestir komi inn fyrir miðnætti, svo fátt eitt sé nefnt. Þá var áætlað að einangrun og sóttkví yrði afnumin í þessu næsta skrefi en nú er ljóst að Þórólfur leggur ekki til afnám einangrunar í þessu skrefi. Heilbrigðisráðherra sagði á þriðjudag að fullsnemmt væri að tjá sig nákvæmlega um hvaða skref yrðu tekin. Uppfært klukkan 12:57 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að það væri hans mat að halda ætti í einangrun áfram. Í samtali hans við heilbrigðisstofnarnir hafi komið fram að einangrun sé líklega mikilvægasta verkfærið til að tempra útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Netverjar furða sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar Netverjar hafa margir hverjir furðað sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar og sóttkvíar á sama tíma og aðeins 200 munu mega koma saman, ef afléttingaáætlun stjórnvalda gengur eftir á föstudag. 9. febrúar 2022 17:53 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þórólfur vill ekki frekar en fyrri daginn ræða í þaula innihald minnisblaðsins heldur gefa ráðherra kost á að meta tillögurnar fyrst. Hann segir að í stórum dráttum séu tillögurnar í takti við þær afléttingar sem tilkynnt yrði að tæku gildi 24. febrúar, annað skrefið í afléttingaráætlun stjórnvalda. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur boðað að það skref verði tekið tíu dögum fyrr en lagt var upp með. Ríkisstjórnin hittist á fundi í Ráðherrabústaðnum í fyrramálið og má reikna með að Willum kynni afléttingarnar að fundi loknum. Afléttingaáætlunin gerir ráð fyrir að í þessu öðru skrefi megi tvö hundruð koma saman, fjöldatakmarkanir á sitjandi viðburðum verði eitt þúsund manns. Skemmtistaðir og veitingastaðir megi hafa opið til eitt en síðustu gestir komi inn fyrir miðnætti, svo fátt eitt sé nefnt. Þá var áætlað að einangrun og sóttkví yrði afnumin í þessu næsta skrefi en nú er ljóst að Þórólfur leggur ekki til afnám einangrunar í þessu skrefi. Heilbrigðisráðherra sagði á þriðjudag að fullsnemmt væri að tjá sig nákvæmlega um hvaða skref yrðu tekin. Uppfært klukkan 12:57 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að það væri hans mat að halda ætti í einangrun áfram. Í samtali hans við heilbrigðisstofnarnir hafi komið fram að einangrun sé líklega mikilvægasta verkfærið til að tempra útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Netverjar furða sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar Netverjar hafa margir hverjir furðað sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar og sóttkvíar á sama tíma og aðeins 200 munu mega koma saman, ef afléttingaáætlun stjórnvalda gengur eftir á föstudag. 9. febrúar 2022 17:53 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Netverjar furða sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar Netverjar hafa margir hverjir furðað sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar og sóttkvíar á sama tíma og aðeins 200 munu mega koma saman, ef afléttingaáætlun stjórnvalda gengur eftir á föstudag. 9. febrúar 2022 17:53