Fimmtán ára rússneska undrabarnið féll á lyfjaprófi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2022 07:30 Þrátt fyrir að vera aðeins fimmtán ára þykir Kamila Valieva einn fremsti listdansari á skautum í heiminum. getty/Jean Catuffe Hin fimmtán ára Kamila Valieva, sem átti stóran þátt í því að rússneska ólympíunefndin vann gull í liðakeppninni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, er sögð hafa fallið á lyfjaprófi fyrir leikana. Samkvæmt rússneska miðlinum RBC greindist ólöglegt hjartalyf í sýni Valievu sem var tekið fyrir Evrópumótið í síðasta mánuði. Valieva hrósaði þar sigri í einstaklingskeppninni. Afhenda átti verðlaunin fyrir liðakeppnina á Vetrarólympíuleikunum í gær en ekkert varð af því. Grunur lék á að það tengdist lyfjamálum. Valieva mætti á skipulagða æfingu í dag en svaraði ekki spurningum fjölmiðla eftir hana. Talskona rússneska skautasambandsins sagði hins vegar að Valieva væri ekki komin í bann. Ekki liggur fyrir hvort gullverðlaunin verði tekin af Rússum vegna málsins og ef það gerist hvort þeir muni áfrýja eða sætta sig við niðurstöðuna. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti í liðakeppninni og fá gullið ef Rússar verða dæmdir úr leik. Efnið sem greindist í sýni Valievu nefnist trimetazidine. Það er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins því það getur aukið blóðflæði og úthald. Valieva sýndi frábær tilþrif í liðakeppninni á mánudaginn og framkvæmdi meðal annars fjórfalt snúningsstökk sem engin önnur kona hefur áður gert. Einstaklingskeppnin í listdansi á skautum hefst á þriðjudaginn. Valieva er talin líklegust til afreka þar en enn liggur ekki fyrir hvort hún fái að keppa. Líkt og aðrir Rússar keppir Valieva undir merkjum rússnesku ólympíunefndarinnar vegna lyfjahneykslisins þar í landi. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Rússland Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Sjá meira
Samkvæmt rússneska miðlinum RBC greindist ólöglegt hjartalyf í sýni Valievu sem var tekið fyrir Evrópumótið í síðasta mánuði. Valieva hrósaði þar sigri í einstaklingskeppninni. Afhenda átti verðlaunin fyrir liðakeppnina á Vetrarólympíuleikunum í gær en ekkert varð af því. Grunur lék á að það tengdist lyfjamálum. Valieva mætti á skipulagða æfingu í dag en svaraði ekki spurningum fjölmiðla eftir hana. Talskona rússneska skautasambandsins sagði hins vegar að Valieva væri ekki komin í bann. Ekki liggur fyrir hvort gullverðlaunin verði tekin af Rússum vegna málsins og ef það gerist hvort þeir muni áfrýja eða sætta sig við niðurstöðuna. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti í liðakeppninni og fá gullið ef Rússar verða dæmdir úr leik. Efnið sem greindist í sýni Valievu nefnist trimetazidine. Það er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins því það getur aukið blóðflæði og úthald. Valieva sýndi frábær tilþrif í liðakeppninni á mánudaginn og framkvæmdi meðal annars fjórfalt snúningsstökk sem engin önnur kona hefur áður gert. Einstaklingskeppnin í listdansi á skautum hefst á þriðjudaginn. Valieva er talin líklegust til afreka þar en enn liggur ekki fyrir hvort hún fái að keppa. Líkt og aðrir Rússar keppir Valieva undir merkjum rússnesku ólympíunefndarinnar vegna lyfjahneykslisins þar í landi.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Rússland Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast