Ekki útilokað að delta eigi eftir að snúa vörn í sókn Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2022 14:36 1.294 einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Vísir/Vilhelm Ef ómíkron útrýmir ekki fyrri afbrigðum kórónuveirunnar er ekki útilokað að fyrri afbrigði eða afkomendur nái yfirhöndinni á ný. „Slík upprisa frá (næstum) dauðum er möguleg, svo lengi sem smittíðni helst há, og delta og aðrar gerðir viðhaldast á heimsvísu,“ segir í svari Arnars Pálssonar erfðafræðings og prófessors í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands sem birtist á Vísindavefnum. Gögn sýna að ómíkron er meira smitandi og valdi almennt vægari veikindum en fyrri afbrigði á borð við alfa, beta og delta. Yfirráð ómíkron hér á landi og víða um heim hafa leitt til þess að hlutfallsleg tíðni alvarlegra veikinda af völdum Covid-19 hefur minnkað. Í ljósi þessa hafa stjórnvöld víða byrjað að aflétta takmörkunum þrátt fyrir mikinn fjölda smitaðra. Tíðni greindra afbrigða kórónuveirunnar í Norður-Ameríku frá febrúar 2021 til janúar 2022.Vísindavefur/nextstrain.org Að sögn Arnars er smithæfni veiru bæði háð innri þáttum hennar og umhverfinu sem hún er í. „Hlutfallslega meiri hæfni ómíkron gagnavart delta er augljós í umhverfinu sem nú blasir við. En vera kann að við aðrar aðstæður væri hæfnimunurinn á milli þeirra minni, delta hæfari, eða jafnvel eitthvað þriðja afbrigði hæfast.“ Margt sem hefur áhrif Arnar segir að ýmsir innri þættir leiði til þess að ný veiruafbrigði nái yfirhöndinni. Þar á meðal aukin geta til fjölgunar þar sem fleiri veiruagnir myndist á dag, aukin smithæfni, til dæmis þegar veira smitar fleiri frumur eða vissa aldurshópa betur, breytt ytra byrði þannig að mótefni bindist síður, betri leiðir til að snúa á aðra þætti ónæmiskerfisins, og svo mætti lengi telja. Allir þessir þættir leggi lóð sitt á vogarskálarnar en það fari eftir vægi þeirra hvernig þeir leggist saman eða margfaldist. Delta enn á flandri „Besta leiðin til að meta mun á hæfni er þegar tvær eða fleiri gerðir keppa og allar ytri aðstæður eru eins. Ef ein gerðin nær stærri og stærri hlutdeild, er líklegast að það sé vegna þess að hún sé hæfari. Þetta hefur gerst að minnsta kosti tvisvar sinnum í COVID-faraldrinum. Fyrst árið 2021 þegar delta varð algengasta gerðin og nú þegar ómíkron er að ná yfirhöndinni,“ segir í svari hans á Vísindavefnum. Gögn frá Íslandi og Bandaríkjunum sýna að tíðni ómíkron er nú margfalt hærri en í tilviki delta og hefur staðan nú verið þannig í nokkurn tíma. „Það þýðir samt ekki að delta hafi verið útrýmt. Það afbrigði kann enn að vera á flandri í Bandaríkjunum rétt eins og hér, en bara í mun lægri tíðni en fyrr,“ segir Arnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
„Slík upprisa frá (næstum) dauðum er möguleg, svo lengi sem smittíðni helst há, og delta og aðrar gerðir viðhaldast á heimsvísu,“ segir í svari Arnars Pálssonar erfðafræðings og prófessors í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands sem birtist á Vísindavefnum. Gögn sýna að ómíkron er meira smitandi og valdi almennt vægari veikindum en fyrri afbrigði á borð við alfa, beta og delta. Yfirráð ómíkron hér á landi og víða um heim hafa leitt til þess að hlutfallsleg tíðni alvarlegra veikinda af völdum Covid-19 hefur minnkað. Í ljósi þessa hafa stjórnvöld víða byrjað að aflétta takmörkunum þrátt fyrir mikinn fjölda smitaðra. Tíðni greindra afbrigða kórónuveirunnar í Norður-Ameríku frá febrúar 2021 til janúar 2022.Vísindavefur/nextstrain.org Að sögn Arnars er smithæfni veiru bæði háð innri þáttum hennar og umhverfinu sem hún er í. „Hlutfallslega meiri hæfni ómíkron gagnavart delta er augljós í umhverfinu sem nú blasir við. En vera kann að við aðrar aðstæður væri hæfnimunurinn á milli þeirra minni, delta hæfari, eða jafnvel eitthvað þriðja afbrigði hæfast.“ Margt sem hefur áhrif Arnar segir að ýmsir innri þættir leiði til þess að ný veiruafbrigði nái yfirhöndinni. Þar á meðal aukin geta til fjölgunar þar sem fleiri veiruagnir myndist á dag, aukin smithæfni, til dæmis þegar veira smitar fleiri frumur eða vissa aldurshópa betur, breytt ytra byrði þannig að mótefni bindist síður, betri leiðir til að snúa á aðra þætti ónæmiskerfisins, og svo mætti lengi telja. Allir þessir þættir leggi lóð sitt á vogarskálarnar en það fari eftir vægi þeirra hvernig þeir leggist saman eða margfaldist. Delta enn á flandri „Besta leiðin til að meta mun á hæfni er þegar tvær eða fleiri gerðir keppa og allar ytri aðstæður eru eins. Ef ein gerðin nær stærri og stærri hlutdeild, er líklegast að það sé vegna þess að hún sé hæfari. Þetta hefur gerst að minnsta kosti tvisvar sinnum í COVID-faraldrinum. Fyrst árið 2021 þegar delta varð algengasta gerðin og nú þegar ómíkron er að ná yfirhöndinni,“ segir í svari hans á Vísindavefnum. Gögn frá Íslandi og Bandaríkjunum sýna að tíðni ómíkron er nú margfalt hærri en í tilviki delta og hefur staðan nú verið þannig í nokkurn tíma. „Það þýðir samt ekki að delta hafi verið útrýmt. Það afbrigði kann enn að vera á flandri í Bandaríkjunum rétt eins og hér, en bara í mun lægri tíðni en fyrr,“ segir Arnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira