Jói og Teddi Ponza völdu næstu menn inn í íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2022 12:00 Íslands- og bikarmeistarar Vals eiga menn á lista sérfræðinganna. Vísir/Hulda Margrét Olís deild karla í handbolta er komin af stað á ný eftir langt hlé vegna Evrópumótsins þar sem íslenska landsliðið náði frábærum árangri. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar veltu fyrir sér hvaða leikmenn í Olís deildinni eru næstir inn í íslenska landsliðið. „Það fór heill gámum af leikmönnum úr Olís-deildinni út til Búdapest, voru í hóp og voru jafnvel ekki í hóp. Við erum búnir að skoða það hvaða leikmenn eru alvarlega að banka á dyrnar hjá íslenska landsliðinu. Þessir sérfræðingar mínir eru búnir að velja fjóra leikmenn á mann,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru að þessu sinni Jóhann Gunnar Einarsson og Theodór Ingi Pálmason, eða Teddi Ponza eins og hann er kallaður. Jóhann Gunnar byrjaði og hann nefndi fyrst Valsmaninn Einar Þorstein Ólafsson. „Þetta er svona augljósasta dæmið. Hann var í 35 manna hóp og verðlaunaður fyrir mjög góða úrslitakeppni í fyrra. Þetta virðist vera framtíðarvarnarmaður okkar. Þessir stóru durgar eins og Sigfús Sigurðs og Sverre eru að deyja dálítið út,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Næstu menn inn í íslenska landsliðið „Við sáum bara hvað Elliði kom sterkur inn. Þú þarft bara að vera „fit“, góður á fótunum og þá passar þú í þessa vörn. Ég held að hann sé næstur inn ef að það verði einhver meiðsli eða eitthvað. Hann er pottþétt að fara að vera í hjarta varnarinnar ef við höldum þessu konsepti áfram,“ sagði Jóhann Gunnar um Einar. Fyrsti maður hjá Theódór Inga var Mosfellingurinn og skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson. „Ég fór í smá þarfagreiningu og skoðaði helst þær stöður sem okkur vantar eða hvar við erum hvað þynnstir. Þá var ég aðallega að hugsa um línustöðuna og hornastöðurnar. Ég ákvað að hafa Þorsteinn Leó líka þó við séum ofboðslega vel mannaðir í stöðunum fyrir utan, miðju og skyttustöðunum tveimur,“ sagði Theódór Ingi. „Það sem Þorsteinn Leó hefur umfram þá eru aðeins aðrir eiginleikar. Hann er skytta af gamla skólanum, rúmlega tveir metrar og getur gefið okkur aðra vídd í sóknarleikinn heldur en þeir leikmenn sem eru núna í landsliðinu,“ sagði Theódór. „Eins og með Einar Þorstein þá eru einhver ár í það. Eigum við að segja þrjú til fjögur ár þá getir hann verið að banka hressilega á dyrnar,“ sagði Theódór. Hér fyrir ofan má sjá myndband með vali sérfræðinganna en hvor um sig nefndi fjóra leikmenn. Seinni bylgjan Olís-deild karla HM 2023 í handbolta Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Sjá meira
„Það fór heill gámum af leikmönnum úr Olís-deildinni út til Búdapest, voru í hóp og voru jafnvel ekki í hóp. Við erum búnir að skoða það hvaða leikmenn eru alvarlega að banka á dyrnar hjá íslenska landsliðinu. Þessir sérfræðingar mínir eru búnir að velja fjóra leikmenn á mann,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru að þessu sinni Jóhann Gunnar Einarsson og Theodór Ingi Pálmason, eða Teddi Ponza eins og hann er kallaður. Jóhann Gunnar byrjaði og hann nefndi fyrst Valsmaninn Einar Þorstein Ólafsson. „Þetta er svona augljósasta dæmið. Hann var í 35 manna hóp og verðlaunaður fyrir mjög góða úrslitakeppni í fyrra. Þetta virðist vera framtíðarvarnarmaður okkar. Þessir stóru durgar eins og Sigfús Sigurðs og Sverre eru að deyja dálítið út,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Næstu menn inn í íslenska landsliðið „Við sáum bara hvað Elliði kom sterkur inn. Þú þarft bara að vera „fit“, góður á fótunum og þá passar þú í þessa vörn. Ég held að hann sé næstur inn ef að það verði einhver meiðsli eða eitthvað. Hann er pottþétt að fara að vera í hjarta varnarinnar ef við höldum þessu konsepti áfram,“ sagði Jóhann Gunnar um Einar. Fyrsti maður hjá Theódór Inga var Mosfellingurinn og skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson. „Ég fór í smá þarfagreiningu og skoðaði helst þær stöður sem okkur vantar eða hvar við erum hvað þynnstir. Þá var ég aðallega að hugsa um línustöðuna og hornastöðurnar. Ég ákvað að hafa Þorsteinn Leó líka þó við séum ofboðslega vel mannaðir í stöðunum fyrir utan, miðju og skyttustöðunum tveimur,“ sagði Theódór Ingi. „Það sem Þorsteinn Leó hefur umfram þá eru aðeins aðrir eiginleikar. Hann er skytta af gamla skólanum, rúmlega tveir metrar og getur gefið okkur aðra vídd í sóknarleikinn heldur en þeir leikmenn sem eru núna í landsliðinu,“ sagði Theódór. „Eins og með Einar Þorstein þá eru einhver ár í það. Eigum við að segja þrjú til fjögur ár þá getir hann verið að banka hressilega á dyrnar,“ sagði Theódór. Hér fyrir ofan má sjá myndband með vali sérfræðinganna en hvor um sig nefndi fjóra leikmenn.
Seinni bylgjan Olís-deild karla HM 2023 í handbolta Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Sjá meira