Boðaði vetrarríki þegar veðrið snarversnaði í beinni Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 7. febrúar 2022 21:45 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að von sé á snjókomu um land allt á næstu dögum. Stöð 2 Ekkert lát er á vonskuveðri en gular viðvaranir tóku gildi á suðvestur og vesturhorni landsins fyrr í dag. Veðurfræðingur boðar vetrarríki og segir ráðlegt að hafa snjóskófluna reiðubúna til taks næstu daga. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að landsmenn muni finna vel fyrir lægðinni næsta sólarhringin. Rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær og nú taki gul við. Hann segir að veðrið verði þó líklega ekki verra en það var í gærnótt og í morgun. Einar segir að vindáttin hafi breyst töluvert síðan í gærkvöldi og nú sé von á suðvestanátt. Veðurfræðingar gera ráð fyrir því að veðrið verði áfram nokkuð slæmt fram eftir nóttu. „Það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga: Þessu fylgir hríðarbakki og það verður staðbundin ófærð. Það er selta sem fylgir þessu og það gæti valdið truflunum á raforkukerfinu hérna suðvestanlands. Og svo í þriðja lagi þá er ansi mikil ölduhæð úti fyrir Reykjanesi,“ segir Einar. Hann bætir við að ölduhæð hafi náð þrettán metrum á Garðskagadufli fyrr í kvöld sem sé töluvert meira en spár gerðu ráð fyrir. Hellisheiðin sé enn lokuð og gera megi ráð fyrir frekari lokunum á vegum. Verður snjórinn til trafala á næstu viku? „Langtímaveðurútlitið næstu vikuna og rúmlega það býður bara upp á það að það bæti í snjóinn eiginlega um mestallt land. Það gerist ekki jafnt og þétt heldur hægt og rólega en það er vetrarríki hér næstu vikuna og jafnvel lengur,“ segir Einar. Þurfum við að vera dugleg að moka? „Alla vega hita vel upp snjóskófluna, það getur vel verið að hennar verði þörf á næstu dögum og vikum,“ segir Einar Jónsson veðurfræðingur. Veður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að landsmenn muni finna vel fyrir lægðinni næsta sólarhringin. Rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær og nú taki gul við. Hann segir að veðrið verði þó líklega ekki verra en það var í gærnótt og í morgun. Einar segir að vindáttin hafi breyst töluvert síðan í gærkvöldi og nú sé von á suðvestanátt. Veðurfræðingar gera ráð fyrir því að veðrið verði áfram nokkuð slæmt fram eftir nóttu. „Það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga: Þessu fylgir hríðarbakki og það verður staðbundin ófærð. Það er selta sem fylgir þessu og það gæti valdið truflunum á raforkukerfinu hérna suðvestanlands. Og svo í þriðja lagi þá er ansi mikil ölduhæð úti fyrir Reykjanesi,“ segir Einar. Hann bætir við að ölduhæð hafi náð þrettán metrum á Garðskagadufli fyrr í kvöld sem sé töluvert meira en spár gerðu ráð fyrir. Hellisheiðin sé enn lokuð og gera megi ráð fyrir frekari lokunum á vegum. Verður snjórinn til trafala á næstu viku? „Langtímaveðurútlitið næstu vikuna og rúmlega það býður bara upp á það að það bæti í snjóinn eiginlega um mestallt land. Það gerist ekki jafnt og þétt heldur hægt og rólega en það er vetrarríki hér næstu vikuna og jafnvel lengur,“ segir Einar. Þurfum við að vera dugleg að moka? „Alla vega hita vel upp snjóskófluna, það getur vel verið að hennar verði þörf á næstu dögum og vikum,“ segir Einar Jónsson veðurfræðingur.
Veður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira