LeVert fer til Cleveland fyrir spænska bakvörðinn Ricky Rubio og þrjá valrétti í 2022 í nýliðavalinu. Þetta er einn valréttur úr fyrstu umferð og tveir úr annarri umferðinni. Rubio sleit krossband á dögunum og er líka að renna út á samning.
Full details on Cleveland acquiring Caris LeVert in a trade with Indiana: https://t.co/xl35fN8FTt
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) February 6, 2022
Auk þess að fá LeVert þá fær Clevaland líka valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2022 sem kom upphaflega frá Miami Heat.
Cleveland Cavaliers liðið hefur komið flestum á óvart með frábærri frammistöðu í vetur en liðið er nú í fjórða sæti í Austurdeildinni með 33 sigra og 21 tap. Liðið hefur unnið tvo leiki í röð og ellefu af síðustu fjórtán.
The Cavaliers are acquiring Pacers wing Caris LeVert, confirmed by @ShamsCharania.
— The Athletic (@TheAthletic) February 6, 2022
The Pacers will be receiving the rights to Ricky Rubio's expiring contract, a lottery-protected first-round pick, and two second rounders from Cleveland. pic.twitter.com/r0iPu8oj08
Caris LeVert ætti að styrkja liðið mikið en hann er með 18.7 stig og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Í síðasta leik sínum fyrir Indiana sem var á móti Chicago Bulls þá var hann með 42 stig og 8 stoðsendingar.
LeVert er 27 ára gamall og 198 sentimetrar á hæð. Hann spilar sem skotbakvörður er lítill framherjinn. Caris lék með Brooklyn Nets frá 2016 til 2021 en var skipt til Indiana Pacers á miðri síðustu leiktíð.
Cavs have youth and versatility
— The Fastbreak Podcast (@FastbreakNBAPod) February 6, 2022
Darius Garland (22 yrs old
Collin Sexton (23 yrs old)
Jarrett Allen (23 yrs old)
Evan Mobley (20 yrs old)
Caris LeVert (27 yrs old)
Lauri Markkanen (24 yrs old)
Isaac Okoro (21 yrs old)
This is getting scary #LetEmKnow pic.twitter.com/YvdMrkwoFK
Næsta tímabil verður hans síðasta á núverandi samningi og þá fær hann 18,8 milljónir dollara í laun. Það er búist við því að Cleveland Cavaliers reyni að framlengja samninginn við hann.
Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er fullt af framtíðarmönnum í liði Cavaliers og útlitið því bjart hjá gamla liði LeBron James.