„Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér“ Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2022 08:27 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið mjög vel. Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér. Það voru allir tilbúnir og gátu brugðist við þeim verkefnum sem hafa komið upp.“ Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu um óveðrið sem er nú að mestu gengið yfir á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir nokkur verkefni hafa komið upp sem búið sé að leysa, en svo hafi einnig verið nokkuð um rafmagnstruflanir sem sumar séu enn í gangi. Spáin rættist Víðir segir að veðurspáin hafi að stærstum hluta gengið eftir. „Það sem kannski hjálpaði okkur hér í höfuðborginni var að það var örlítið hlýrra þannig að það hefur gengið vel að moka. Efri byggðir og úthverfi; fólk þarf bara að meta það þar, hvort það sé óhætt að fara af stað. En það hefur gengið verl að opna aðalleiðir og stofnbrautir,“ segir Víðir, en Strætó mun svo hefja akstur um klukkan tíu. „Það er allt að fara af stað, jafnvel fyrr en við reiknuðum með,“ segir Víðir. Engar tilkynningar um meiriháttar tjón Vísir segir að ekki hafi borist fréttir af einhverju meiriháttar tjóni. Talsvert sé um fokskemmdir en ekkert stórt sem frést hefur af hingað til. „Björgunarsveitirnar voru vel mannaðar og tugir útkalla en það hefur gengið vel. Núna er veðrið að ná hámarki á Vestfjörðum og Norðurlandi og svo eru Austfirðir eftir. Það fylgdu langflestir þeim leiðbeiningum sem við vorum með. Fólk var ekkert á ferðinni og meginleiðir voru lokaðar þannig að fólk var ekkert að lenda í stórvandræðum.“ Víðir segir að þó að hvellurinn sé að mestu genginn yfir þá sé áfram von á leiðinlegu veðri. „Svo kemur suðvestanátt, hvöss og jafnvel með dimmum éljum í kjölfarið á Suðvesturlandi. Fólk þarf því að halda áfram að fylgjast með spám. Það verður því áfram röskun.“ Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55 Veðurvaktin á Vísi: Veðurofsinn að ná hámarki á höfuðborgarsvæðinu Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6. febrúar 2022 14:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu um óveðrið sem er nú að mestu gengið yfir á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir nokkur verkefni hafa komið upp sem búið sé að leysa, en svo hafi einnig verið nokkuð um rafmagnstruflanir sem sumar séu enn í gangi. Spáin rættist Víðir segir að veðurspáin hafi að stærstum hluta gengið eftir. „Það sem kannski hjálpaði okkur hér í höfuðborginni var að það var örlítið hlýrra þannig að það hefur gengið vel að moka. Efri byggðir og úthverfi; fólk þarf bara að meta það þar, hvort það sé óhætt að fara af stað. En það hefur gengið verl að opna aðalleiðir og stofnbrautir,“ segir Víðir, en Strætó mun svo hefja akstur um klukkan tíu. „Það er allt að fara af stað, jafnvel fyrr en við reiknuðum með,“ segir Víðir. Engar tilkynningar um meiriháttar tjón Vísir segir að ekki hafi borist fréttir af einhverju meiriháttar tjóni. Talsvert sé um fokskemmdir en ekkert stórt sem frést hefur af hingað til. „Björgunarsveitirnar voru vel mannaðar og tugir útkalla en það hefur gengið vel. Núna er veðrið að ná hámarki á Vestfjörðum og Norðurlandi og svo eru Austfirðir eftir. Það fylgdu langflestir þeim leiðbeiningum sem við vorum með. Fólk var ekkert á ferðinni og meginleiðir voru lokaðar þannig að fólk var ekkert að lenda í stórvandræðum.“ Víðir segir að þó að hvellurinn sé að mestu genginn yfir þá sé áfram von á leiðinlegu veðri. „Svo kemur suðvestanátt, hvöss og jafnvel með dimmum éljum í kjölfarið á Suðvesturlandi. Fólk þarf því að halda áfram að fylgjast með spám. Það verður því áfram röskun.“
Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55 Veðurvaktin á Vísi: Veðurofsinn að ná hámarki á höfuðborgarsvæðinu Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6. febrúar 2022 14:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55
Veðurvaktin á Vísi: Veðurofsinn að ná hámarki á höfuðborgarsvæðinu Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6. febrúar 2022 14:45