Lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna óveðursins Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2022 17:26 Rauð viðvörun verður í gildi á suðvesturhorninu á morgun. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra á landinu ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna frá miðnætti í kvöld vegna yfirvofandi óveðurs um allt land. Samhæfingarmiðstöð almannavarna og aðgerðastjórnstöðvar um land allt verða virkjaðar um og eftir miðnætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum en mikill viðbúnaður er vegna óveðursins. Í dag funduðu almannavarnir í annað sinn með sérfræðingum Veðurstofunnar, viðbragðsaðilum, ábyrgðaraðilum raforku, fjarskipta og samgangna. Einnig voru á fundinum fulltrúar úr aðgerðastjórnun almannavarna um land allt. Foreldrar beðnir um að fylgjast með skólahaldi Eins og í gær var farið yfir veðurspár og til hvaða viðbúnaðar þarf að grípa þegar óveðrið skellur á. Miklar líkur eru taldar á foktjóni og ófærð innan hverfa, að sögn almannavarna og líkt og í gær er fólk hvatt til þess að ganga vel frá lausum munum og verktakar beðnir að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Vegagerðin hefur ákveðið að loka vegum vegna veðursins. Foreldrar eru beðnir að fylgast með hvernig skólahaldi verður háttað en nú þegar hafa einhverjir skólar ákveðið að hafa lokað á morgun. Hvassast í efri byggðum Líkt og fram hefur komið er Veðurstofa Íslands búin að færa veðurviðvörun sína upp á rautt fyrir höfuðborgarsvæðið. Spáð er suðaustan roki eða ofsaveðri, 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi en slyddu næst sjávarsíðunni. Hvassast í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins og á Kjalarnesi. Almannavarnir geta virkjað þrjú viðbúnaðarstig: Óvissustig, hættustig og svo neyðarstig. Hættustig er virkjað þegar fólki, umhverfi eða byggð er ógnað, þó ekki svo alvarlega að um neyðarástand sé að ræða Hægt er að fylgjast með framvindu veðursins á vef Veðurstofu Íslands, vegum og lokunum hjá Vegagerðinni og sömuleiðis ölduhæð. Veður Almannavarnir Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum en mikill viðbúnaður er vegna óveðursins. Í dag funduðu almannavarnir í annað sinn með sérfræðingum Veðurstofunnar, viðbragðsaðilum, ábyrgðaraðilum raforku, fjarskipta og samgangna. Einnig voru á fundinum fulltrúar úr aðgerðastjórnun almannavarna um land allt. Foreldrar beðnir um að fylgjast með skólahaldi Eins og í gær var farið yfir veðurspár og til hvaða viðbúnaðar þarf að grípa þegar óveðrið skellur á. Miklar líkur eru taldar á foktjóni og ófærð innan hverfa, að sögn almannavarna og líkt og í gær er fólk hvatt til þess að ganga vel frá lausum munum og verktakar beðnir að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Vegagerðin hefur ákveðið að loka vegum vegna veðursins. Foreldrar eru beðnir að fylgast með hvernig skólahaldi verður háttað en nú þegar hafa einhverjir skólar ákveðið að hafa lokað á morgun. Hvassast í efri byggðum Líkt og fram hefur komið er Veðurstofa Íslands búin að færa veðurviðvörun sína upp á rautt fyrir höfuðborgarsvæðið. Spáð er suðaustan roki eða ofsaveðri, 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi en slyddu næst sjávarsíðunni. Hvassast í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins og á Kjalarnesi. Almannavarnir geta virkjað þrjú viðbúnaðarstig: Óvissustig, hættustig og svo neyðarstig. Hættustig er virkjað þegar fólki, umhverfi eða byggð er ógnað, þó ekki svo alvarlega að um neyðarástand sé að ræða Hægt er að fylgjast með framvindu veðursins á vef Veðurstofu Íslands, vegum og lokunum hjá Vegagerðinni og sömuleiðis ölduhæð.
Veður Almannavarnir Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira