Fótbolti

Birkir skoraði fyrsta mark Adana Demirspor í öruggum sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Birkir Bjarnason reimaði á sig skotskóna í tyrknesku deildinni í dag.
Birkir Bjarnason reimaði á sig skotskóna í tyrknesku deildinni í dag. Vísir/Vilhelm

Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark Adana Demirspor er liðið vann öruggan 3-1 útisigur gegn Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Birkir kom Demirspor í forystu á 27. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Benjamin Stambouli áður en Ítalinn Mario Balotelli tvöfaldaði forystu gestanna stuttu síðar.

Staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks, en Balotelli bætti öðru marki sínu og þriðja marki gestanna við þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Yusuf Sari minnkaði muninn fyrir heimamenn á 80. mínútu, en það reyndist seinasta mark leiksins.

Birkir hélt þó að hann gefði bætt fjórða marki Demirspor við á sjöundu mínútu uppbótartíma, en myndbandsdómarinn sá til þess að það mark fékk ekki að standa.

Niðurstaðan varð því 3-1 sigur Birkis og félaga hans í Adana Demirspor, en liðið situr nú í þriðja sæti tyrknesku deildarinnar með 40 stig eftir 24 leiki, 17 stigum á eftir toppliði Trabzonspor sem er með góða forystu á næstu lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×