Fótbolti

Íslendingaliðið hóf Atlantic Cup á sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson lék seinasta hálftíman í sigri FCK í dag.
Hákon Arnar Haraldsson lék seinasta hálftíman í sigri FCK í dag. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images

Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn vann góðan 2-1 sigur er liðið mætti Halmstad í dag á Atlantic Cup sem fram fer á Algarve í Portúgal þessa dagana.

Mamadou Karamoko kom Kaupmannahafnarliðinu yfir eftir 40 mínútna leik áður en Erik Ahlstrand jafnaði metin fyrir Halmstad tveimur mínútum síðar.

Það var svo Pep Biel sem tryggði Kaupmannahöfn sigurinn með marki af vítapunktinum eftir rúmlega klukkutíma leik. 

Íslendingarnir þrír, þeir Hákon Arnar Haraldsson, Andri Fannar Barldursson og Orri Óskarsson, byrjuðu allir á varamannabekk Kaupmannahafnarliðsins, en komu einnig allir inn sem varamenn.

Hákon kom inn á eftir klukkutíma leik, en Andri og Orri léku seinustu tíu mínútur leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×