Stóri draumurinn um meginlandið Stein Olav Romslo skrifar 5. febrúar 2022 16:01 Hver hefur ekki vaknað í borg á meginlandinu, skroppið út á götu og sótt sér nýbakað bakkelsi og gott kaffi á einu horni og bók í bókabúð á öðru horni? Hoppað síðan í næsta vagn sem kemur með stuttu millibili, hvort sem það er til að heimsækja listasafn eða bara niður í bæ? Þegar maður er í útlöndum virðist þetta vera munaður og fjarlæg hugmynd, en það þarf ekki að vera þannig. Þessi notalegi draumur um meginlandið er í raun stefnan um 15 mínútna hverfið í hnotskurn og þarf því ekki að vera fjarlæg hugmynd. Það þarf pólitískan vilja til þess að stefnan verði að veruleika hér í borginni okkar. Þá snýst hún ekki einungis um munað eða notalegheit heldur líka hversdagslíf okkar allra – að ganga, hjóla eða hoppa í strætó til að fara í vinnuna, búðina, á fótboltaleik eða barinn! Brúum bilið milli ferðamáta Staðan er nefnilega þannig að borgarbúar vilja helst ferðast í vinnuna með öðrum hætti en á einkabílnum. Rétt rúmlega helmingur þeirra vill frekar ganga, hjóla eða taka strætó, sýnir könnun Maskínu frá því í fyrra. Fólk vill hafa val um aðra ferðamáta en bílinn. Og þriðjungur þeirra sem ferðast oftast á bíl vilja helst gera það með öðrum hætti. Það er pólitísk ákvörðun að gera fólki það mögulegt. Til þess þarf að stórefla almenningssamgöngurnar okkar. Jafnframt verður að liðka fyrir öðrum ferðamátum, til að mynda með því að bæta göngu- og hjólastíga til að gera það gerlegt og aðlaðandi að ganga og hjóla um alla borgina. Þá þarf að hafa möguleikann á að búa og vinna í sama hverfi en einnig auðvelda leiðir til að komast milli hverfa. Þétting byggðar og fleiri græn svæði, nærþjónusta í sínu hverfi, bættir og fleiri göngu- og hjólastígar og góðar tengingar milli hverfa gæða borgina lífi. 15 mínútna hverfið spilar líka lykilhlutverk í lífi barna En þetta snýst ekki bara um aukin lífsgæði og þægindi. Þetta snýst um jöfnuð og ekki bara fyrir fólk eins og mig heldur líka börn. Börn keyra ekki bíla þó svo að einhvern tímann hafi verið tekin sú skipulagslega ákvörðun um að Reykjavík skyldi verða bílaborg. Þau eiga að geta farið sjálf í skólann, frístundir og tómstundir, heimsótt félagann sem þau kynntust einu sinni í sumarbúðum sem býr í næsta hverfi eða sótt aðra þjónustu án þess að þurfa treysta á endalaust skutl frá foreldrum sínum. Að ekki sé talað um þau börn sem eru ekki í aðstöðu til að vera skutlað af foreldrum sínum sem annað hvort eru ekki til staðar eða geta það ekki. Af þessum sökum spilar 15 mínútna hverfið lykilhlutverk í lífi barna. Borgarbúar verða að hafa val. Val um ferðamáta. Eins og staðan er í dag er alltof mikið borgarland lagt undir vegi og bílastæði sem er aðallega hannað í kringum einn ferðamáta. Með því að bæta úr öðrum myndi það draga úr notkun einkabílsins. Færri bílar í umferðinni þýðir minni umferð sem gerir það að verkum að auðveldara verður að ferðast í borginni okkar og ekki síst fyrir þau sem þurfa að keyra eða vilja helst gera það! Hægt er að lesa meira um framboð mitt á http://steinolav.is/. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Skoðun Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Hver hefur ekki vaknað í borg á meginlandinu, skroppið út á götu og sótt sér nýbakað bakkelsi og gott kaffi á einu horni og bók í bókabúð á öðru horni? Hoppað síðan í næsta vagn sem kemur með stuttu millibili, hvort sem það er til að heimsækja listasafn eða bara niður í bæ? Þegar maður er í útlöndum virðist þetta vera munaður og fjarlæg hugmynd, en það þarf ekki að vera þannig. Þessi notalegi draumur um meginlandið er í raun stefnan um 15 mínútna hverfið í hnotskurn og þarf því ekki að vera fjarlæg hugmynd. Það þarf pólitískan vilja til þess að stefnan verði að veruleika hér í borginni okkar. Þá snýst hún ekki einungis um munað eða notalegheit heldur líka hversdagslíf okkar allra – að ganga, hjóla eða hoppa í strætó til að fara í vinnuna, búðina, á fótboltaleik eða barinn! Brúum bilið milli ferðamáta Staðan er nefnilega þannig að borgarbúar vilja helst ferðast í vinnuna með öðrum hætti en á einkabílnum. Rétt rúmlega helmingur þeirra vill frekar ganga, hjóla eða taka strætó, sýnir könnun Maskínu frá því í fyrra. Fólk vill hafa val um aðra ferðamáta en bílinn. Og þriðjungur þeirra sem ferðast oftast á bíl vilja helst gera það með öðrum hætti. Það er pólitísk ákvörðun að gera fólki það mögulegt. Til þess þarf að stórefla almenningssamgöngurnar okkar. Jafnframt verður að liðka fyrir öðrum ferðamátum, til að mynda með því að bæta göngu- og hjólastíga til að gera það gerlegt og aðlaðandi að ganga og hjóla um alla borgina. Þá þarf að hafa möguleikann á að búa og vinna í sama hverfi en einnig auðvelda leiðir til að komast milli hverfa. Þétting byggðar og fleiri græn svæði, nærþjónusta í sínu hverfi, bættir og fleiri göngu- og hjólastígar og góðar tengingar milli hverfa gæða borgina lífi. 15 mínútna hverfið spilar líka lykilhlutverk í lífi barna En þetta snýst ekki bara um aukin lífsgæði og þægindi. Þetta snýst um jöfnuð og ekki bara fyrir fólk eins og mig heldur líka börn. Börn keyra ekki bíla þó svo að einhvern tímann hafi verið tekin sú skipulagslega ákvörðun um að Reykjavík skyldi verða bílaborg. Þau eiga að geta farið sjálf í skólann, frístundir og tómstundir, heimsótt félagann sem þau kynntust einu sinni í sumarbúðum sem býr í næsta hverfi eða sótt aðra þjónustu án þess að þurfa treysta á endalaust skutl frá foreldrum sínum. Að ekki sé talað um þau börn sem eru ekki í aðstöðu til að vera skutlað af foreldrum sínum sem annað hvort eru ekki til staðar eða geta það ekki. Af þessum sökum spilar 15 mínútna hverfið lykilhlutverk í lífi barna. Borgarbúar verða að hafa val. Val um ferðamáta. Eins og staðan er í dag er alltof mikið borgarland lagt undir vegi og bílastæði sem er aðallega hannað í kringum einn ferðamáta. Með því að bæta úr öðrum myndi það draga úr notkun einkabílsins. Færri bílar í umferðinni þýðir minni umferð sem gerir það að verkum að auðveldara verður að ferðast í borginni okkar og ekki síst fyrir þau sem þurfa að keyra eða vilja helst gera það! Hægt er að lesa meira um framboð mitt á http://steinolav.is/. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun