Stóri draumurinn um meginlandið Stein Olav Romslo skrifar 5. febrúar 2022 16:01 Hver hefur ekki vaknað í borg á meginlandinu, skroppið út á götu og sótt sér nýbakað bakkelsi og gott kaffi á einu horni og bók í bókabúð á öðru horni? Hoppað síðan í næsta vagn sem kemur með stuttu millibili, hvort sem það er til að heimsækja listasafn eða bara niður í bæ? Þegar maður er í útlöndum virðist þetta vera munaður og fjarlæg hugmynd, en það þarf ekki að vera þannig. Þessi notalegi draumur um meginlandið er í raun stefnan um 15 mínútna hverfið í hnotskurn og þarf því ekki að vera fjarlæg hugmynd. Það þarf pólitískan vilja til þess að stefnan verði að veruleika hér í borginni okkar. Þá snýst hún ekki einungis um munað eða notalegheit heldur líka hversdagslíf okkar allra – að ganga, hjóla eða hoppa í strætó til að fara í vinnuna, búðina, á fótboltaleik eða barinn! Brúum bilið milli ferðamáta Staðan er nefnilega þannig að borgarbúar vilja helst ferðast í vinnuna með öðrum hætti en á einkabílnum. Rétt rúmlega helmingur þeirra vill frekar ganga, hjóla eða taka strætó, sýnir könnun Maskínu frá því í fyrra. Fólk vill hafa val um aðra ferðamáta en bílinn. Og þriðjungur þeirra sem ferðast oftast á bíl vilja helst gera það með öðrum hætti. Það er pólitísk ákvörðun að gera fólki það mögulegt. Til þess þarf að stórefla almenningssamgöngurnar okkar. Jafnframt verður að liðka fyrir öðrum ferðamátum, til að mynda með því að bæta göngu- og hjólastíga til að gera það gerlegt og aðlaðandi að ganga og hjóla um alla borgina. Þá þarf að hafa möguleikann á að búa og vinna í sama hverfi en einnig auðvelda leiðir til að komast milli hverfa. Þétting byggðar og fleiri græn svæði, nærþjónusta í sínu hverfi, bættir og fleiri göngu- og hjólastígar og góðar tengingar milli hverfa gæða borgina lífi. 15 mínútna hverfið spilar líka lykilhlutverk í lífi barna En þetta snýst ekki bara um aukin lífsgæði og þægindi. Þetta snýst um jöfnuð og ekki bara fyrir fólk eins og mig heldur líka börn. Börn keyra ekki bíla þó svo að einhvern tímann hafi verið tekin sú skipulagslega ákvörðun um að Reykjavík skyldi verða bílaborg. Þau eiga að geta farið sjálf í skólann, frístundir og tómstundir, heimsótt félagann sem þau kynntust einu sinni í sumarbúðum sem býr í næsta hverfi eða sótt aðra þjónustu án þess að þurfa treysta á endalaust skutl frá foreldrum sínum. Að ekki sé talað um þau börn sem eru ekki í aðstöðu til að vera skutlað af foreldrum sínum sem annað hvort eru ekki til staðar eða geta það ekki. Af þessum sökum spilar 15 mínútna hverfið lykilhlutverk í lífi barna. Borgarbúar verða að hafa val. Val um ferðamáta. Eins og staðan er í dag er alltof mikið borgarland lagt undir vegi og bílastæði sem er aðallega hannað í kringum einn ferðamáta. Með því að bæta úr öðrum myndi það draga úr notkun einkabílsins. Færri bílar í umferðinni þýðir minni umferð sem gerir það að verkum að auðveldara verður að ferðast í borginni okkar og ekki síst fyrir þau sem þurfa að keyra eða vilja helst gera það! Hægt er að lesa meira um framboð mitt á http://steinolav.is/. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hver hefur ekki vaknað í borg á meginlandinu, skroppið út á götu og sótt sér nýbakað bakkelsi og gott kaffi á einu horni og bók í bókabúð á öðru horni? Hoppað síðan í næsta vagn sem kemur með stuttu millibili, hvort sem það er til að heimsækja listasafn eða bara niður í bæ? Þegar maður er í útlöndum virðist þetta vera munaður og fjarlæg hugmynd, en það þarf ekki að vera þannig. Þessi notalegi draumur um meginlandið er í raun stefnan um 15 mínútna hverfið í hnotskurn og þarf því ekki að vera fjarlæg hugmynd. Það þarf pólitískan vilja til þess að stefnan verði að veruleika hér í borginni okkar. Þá snýst hún ekki einungis um munað eða notalegheit heldur líka hversdagslíf okkar allra – að ganga, hjóla eða hoppa í strætó til að fara í vinnuna, búðina, á fótboltaleik eða barinn! Brúum bilið milli ferðamáta Staðan er nefnilega þannig að borgarbúar vilja helst ferðast í vinnuna með öðrum hætti en á einkabílnum. Rétt rúmlega helmingur þeirra vill frekar ganga, hjóla eða taka strætó, sýnir könnun Maskínu frá því í fyrra. Fólk vill hafa val um aðra ferðamáta en bílinn. Og þriðjungur þeirra sem ferðast oftast á bíl vilja helst gera það með öðrum hætti. Það er pólitísk ákvörðun að gera fólki það mögulegt. Til þess þarf að stórefla almenningssamgöngurnar okkar. Jafnframt verður að liðka fyrir öðrum ferðamátum, til að mynda með því að bæta göngu- og hjólastíga til að gera það gerlegt og aðlaðandi að ganga og hjóla um alla borgina. Þá þarf að hafa möguleikann á að búa og vinna í sama hverfi en einnig auðvelda leiðir til að komast milli hverfa. Þétting byggðar og fleiri græn svæði, nærþjónusta í sínu hverfi, bættir og fleiri göngu- og hjólastígar og góðar tengingar milli hverfa gæða borgina lífi. 15 mínútna hverfið spilar líka lykilhlutverk í lífi barna En þetta snýst ekki bara um aukin lífsgæði og þægindi. Þetta snýst um jöfnuð og ekki bara fyrir fólk eins og mig heldur líka börn. Börn keyra ekki bíla þó svo að einhvern tímann hafi verið tekin sú skipulagslega ákvörðun um að Reykjavík skyldi verða bílaborg. Þau eiga að geta farið sjálf í skólann, frístundir og tómstundir, heimsótt félagann sem þau kynntust einu sinni í sumarbúðum sem býr í næsta hverfi eða sótt aðra þjónustu án þess að þurfa treysta á endalaust skutl frá foreldrum sínum. Að ekki sé talað um þau börn sem eru ekki í aðstöðu til að vera skutlað af foreldrum sínum sem annað hvort eru ekki til staðar eða geta það ekki. Af þessum sökum spilar 15 mínútna hverfið lykilhlutverk í lífi barna. Borgarbúar verða að hafa val. Val um ferðamáta. Eins og staðan er í dag er alltof mikið borgarland lagt undir vegi og bílastæði sem er aðallega hannað í kringum einn ferðamáta. Með því að bæta úr öðrum myndi það draga úr notkun einkabílsins. Færri bílar í umferðinni þýðir minni umferð sem gerir það að verkum að auðveldara verður að ferðast í borginni okkar og ekki síst fyrir þau sem þurfa að keyra eða vilja helst gera það! Hægt er að lesa meira um framboð mitt á http://steinolav.is/. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun