Öfgar Þórarinn Hjartarson skrifar 2. febrúar 2022 14:00 Alla jafna tengjum við öfgahópa við slæma hluti. Öfgahópar telja sig hafa fundið hinn óvéfengjanlega sannleik. Efasemdir eru álitnar sem bakslag, óþæginlegar uppákomur og þversagnir eru kveðnar í kútinn. Í bók sinni The Captive Mind ræðir Czesław Miłosz um slíkar aðstæður. Miłosz notar orðið Ketman til þess að lýsa þankagangi þeirra sem lifa við stjórn öfgaafla. Hugtakið er keimlíkt tvíhugsun (e. Double-think) Orwells en ekki að öllu leyti. Ketman lýsir Miłosz sem nýjum trúarbrögðum en samtímis bjargráði sem iðkað er til þess eins að halda lífi. Ógnarstjórn öfgaaflanna þarf ekki að halda uppi með stanslausu eftirliti með þegnum ríkisins heldur sjá þegnarnir sjálfir að stóru leyti um eftirlitið. Czeslaw Miloscz talar um að öfgafólk á tímum Stalíns hafi ekki nauðsynlega verið vont fólk heldur réttlætti það óafsakanlega hegðun með vísan til þess fyrirheitnalands sem myndi rísa í kjölfarið. Það fyrirheitnaland tókst aldrei að mynda. Almenn umræða og efasemdir voru kveðnar niður með vísan til þess að þeir sem setja spurningamerki við áætlanir og aðgerðir öfgafólksins séu mótfallnir markmiðinu. Tvíræðni flókinna málefna er fyrir borð borin og þess krafist að litið sé á öfgarnar sem réttu leiðina fram á við. Sá sem efast um þá sýn er umsvifalaust tekinn úr umferð. Fræðimenn innan akademískra stofnanna höfðu áhyggjur af eigin stöðu og blésu í lúður öfgafólksins til þess að halda í störf sín. Í besta falli þögðu þeir. Öfgahópar eru ekki alltaf trúarlegs eðlis, en forystufólk slíkra hópa líkist trúarleiðtogum. Það er í senn hetjur og fórnarlömb. Til að sannfæra fólk um réttmæti afstöðu sinnar nota leiðtogarnir torskiljanleg hugtök sem svör við hverskyns spurningum. Torskiljanleg hugtök koma öfgahópum vel á marga vegu. Þeir lenda oft í vandræðum með framboð af óvinum en ráða fram úr því með því að sannfæra fólk um að þeir séu illskan upp máluð. Hverskyns mistök sem andstæðingurinn hefur gert eru notuð sem vitnisburður og staðfesting á þeirri sýn. Óvinurinn verðskuldar ekki að svara fyrir sig því samkvæmt öfgahópnum hefur hann ekkert haldbært að segja. Hann er og verður illur samkvæmt skilgreiningu. Öfgahópar eru mein. Í umræðum má heyra að öfgahópar ýti samfélaginu í rétta átt. Það er ekki rétt. Undanfarna áratugi hefur staða ýmissa hópa og samfélagið í heild tekið stór skref fram á við á mörgum sviðum. Þann árangur er ekki hægt að eigna öfgafólki sem telur sig hafa fundið hinn heilaga sannleik, kæfir niður umræðu og heldur samborgurum sínum í siðferðislegri sjálfheldu með sinni ógnarstjórn. Baráttufólk síðustu áratuga fyrir hvers kyns réttindum nýtti sér umræðuvettvanginn til þess að benda á tvískinnung og óréttlæti. Slíkt skortir í dag. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Alla jafna tengjum við öfgahópa við slæma hluti. Öfgahópar telja sig hafa fundið hinn óvéfengjanlega sannleik. Efasemdir eru álitnar sem bakslag, óþæginlegar uppákomur og þversagnir eru kveðnar í kútinn. Í bók sinni The Captive Mind ræðir Czesław Miłosz um slíkar aðstæður. Miłosz notar orðið Ketman til þess að lýsa þankagangi þeirra sem lifa við stjórn öfgaafla. Hugtakið er keimlíkt tvíhugsun (e. Double-think) Orwells en ekki að öllu leyti. Ketman lýsir Miłosz sem nýjum trúarbrögðum en samtímis bjargráði sem iðkað er til þess eins að halda lífi. Ógnarstjórn öfgaaflanna þarf ekki að halda uppi með stanslausu eftirliti með þegnum ríkisins heldur sjá þegnarnir sjálfir að stóru leyti um eftirlitið. Czeslaw Miloscz talar um að öfgafólk á tímum Stalíns hafi ekki nauðsynlega verið vont fólk heldur réttlætti það óafsakanlega hegðun með vísan til þess fyrirheitnalands sem myndi rísa í kjölfarið. Það fyrirheitnaland tókst aldrei að mynda. Almenn umræða og efasemdir voru kveðnar niður með vísan til þess að þeir sem setja spurningamerki við áætlanir og aðgerðir öfgafólksins séu mótfallnir markmiðinu. Tvíræðni flókinna málefna er fyrir borð borin og þess krafist að litið sé á öfgarnar sem réttu leiðina fram á við. Sá sem efast um þá sýn er umsvifalaust tekinn úr umferð. Fræðimenn innan akademískra stofnanna höfðu áhyggjur af eigin stöðu og blésu í lúður öfgafólksins til þess að halda í störf sín. Í besta falli þögðu þeir. Öfgahópar eru ekki alltaf trúarlegs eðlis, en forystufólk slíkra hópa líkist trúarleiðtogum. Það er í senn hetjur og fórnarlömb. Til að sannfæra fólk um réttmæti afstöðu sinnar nota leiðtogarnir torskiljanleg hugtök sem svör við hverskyns spurningum. Torskiljanleg hugtök koma öfgahópum vel á marga vegu. Þeir lenda oft í vandræðum með framboð af óvinum en ráða fram úr því með því að sannfæra fólk um að þeir séu illskan upp máluð. Hverskyns mistök sem andstæðingurinn hefur gert eru notuð sem vitnisburður og staðfesting á þeirri sýn. Óvinurinn verðskuldar ekki að svara fyrir sig því samkvæmt öfgahópnum hefur hann ekkert haldbært að segja. Hann er og verður illur samkvæmt skilgreiningu. Öfgahópar eru mein. Í umræðum má heyra að öfgahópar ýti samfélaginu í rétta átt. Það er ekki rétt. Undanfarna áratugi hefur staða ýmissa hópa og samfélagið í heild tekið stór skref fram á við á mörgum sviðum. Þann árangur er ekki hægt að eigna öfgafólki sem telur sig hafa fundið hinn heilaga sannleik, kæfir niður umræðu og heldur samborgurum sínum í siðferðislegri sjálfheldu með sinni ógnarstjórn. Baráttufólk síðustu áratuga fyrir hvers kyns réttindum nýtti sér umræðuvettvanginn til þess að benda á tvískinnung og óréttlæti. Slíkt skortir í dag. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun