Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2022 12:08 Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku í Eflingu í lok október eftir stormasöm samskipti við starfsfólk á skrifstofu félagsins. Vísir/Vilhelm Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. Framboðsfrestur til formennsku og meðstjórnenda í Eflingu rann út klukkan níu í morgun. Umboðsmenn framboða Sólveigar Önnu Jónsdóttur fyrrverandi formanns félagsins og Guðmundar Baldurssonar stjórnarmanns í félaginu lögðu fram framboðslista með meðmælendum. Framboð Sólveigar með tæplega fjögur hundruð meðmælendum og Guðmundar með 140 en að minnsta kosti 120 fullgildir félagar í Eflingu þurfa að mæla með framboði. Þá liggur fyrir framboð Ólafar Helgu Adolfsdóttur varaformanns félagsins að tillögu uppstillingarnefndar. Kosning fer fram dagana 9. til 15. febrúar. Guðmundur segist vilja stuðla að allt öðrum stjórnarháttum en tíðkuðust í formannstíð Sólveigar Önnu sem sagði af sér formennsku í lok október eftir stormasöm samskipti við starfsfólk á skrifstofu félagsins. Skrifstofan hafi nánast verið óstarfhæf. Guðmundur Baldursson segir mikilvægt að miðla réttum upplýsingum um stöðu mála á skrifstofu Eflingar til félagsmanna.Stöð 2/Egill Þú lagðir inn fyrirspurn hjá skrifstofunni á dögunum um kostnað við uppsagnir starfsmanna og fleira. Hvað leiddi sú fyrirspurn í ljós? „Hún leiddi í ljós alveg óheyrilega háar tölur. Ekki nokkrum einasta manni hefði dottið í hug hversu miklar fórnir hafa verið færðar þarna inni á skrifstofunni,“ segir Guðmundur. Löng veikindaleyfi, laun á uppsagnafresti og kostnaður við starfslokasamninga Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra hafi kostað félagið rúmar 128 milljónir króna. Um fjörutíu starfsmenn hafi horfið frá félaginu á tæpum fjórum árum. Kostnaður við uppsagnarfrest formanns og framkvæmdastjóra er meðtalinn í þessum tölum Guðmundur vill að grasrót félagsins komi að samningaviðræðum í gegnum fimm manna stjórnir á einstökum sviðum félagsins. Fyrir komandi kjaraviðræður verði aðaláherslan á húsnæðismálin, þak á leiguverð og að halda vöxtum lágum. „Þess vegna skiptir miklu máli að halda utan um þetta. Passa upp á að húsnæðisverð vaði ekki upp úr öllu valdi og umfram allt að vextir í landinu haldist eins neðarlega og hægt er,“ segir Guðmundur Baldursson. Sólveig Anna Jónsdóttir vildi ekki veita viðtal að þessu sinni. Stefna framboðs hennar lægi frammi á Netinu. Hún muni þó ræða við fjölmiðla þegar nær dragi kosningum. Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34 Hættur trúnaðarstörfum fyrir Eflingu vegna ásakana um kynferðisofbeldi Stjórn Eflingar hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið. Þeta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni en Daníel hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. 31. janúar 2022 10:08 Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Framboðsfrestur til formennsku og meðstjórnenda í Eflingu rann út klukkan níu í morgun. Umboðsmenn framboða Sólveigar Önnu Jónsdóttur fyrrverandi formanns félagsins og Guðmundar Baldurssonar stjórnarmanns í félaginu lögðu fram framboðslista með meðmælendum. Framboð Sólveigar með tæplega fjögur hundruð meðmælendum og Guðmundar með 140 en að minnsta kosti 120 fullgildir félagar í Eflingu þurfa að mæla með framboði. Þá liggur fyrir framboð Ólafar Helgu Adolfsdóttur varaformanns félagsins að tillögu uppstillingarnefndar. Kosning fer fram dagana 9. til 15. febrúar. Guðmundur segist vilja stuðla að allt öðrum stjórnarháttum en tíðkuðust í formannstíð Sólveigar Önnu sem sagði af sér formennsku í lok október eftir stormasöm samskipti við starfsfólk á skrifstofu félagsins. Skrifstofan hafi nánast verið óstarfhæf. Guðmundur Baldursson segir mikilvægt að miðla réttum upplýsingum um stöðu mála á skrifstofu Eflingar til félagsmanna.Stöð 2/Egill Þú lagðir inn fyrirspurn hjá skrifstofunni á dögunum um kostnað við uppsagnir starfsmanna og fleira. Hvað leiddi sú fyrirspurn í ljós? „Hún leiddi í ljós alveg óheyrilega háar tölur. Ekki nokkrum einasta manni hefði dottið í hug hversu miklar fórnir hafa verið færðar þarna inni á skrifstofunni,“ segir Guðmundur. Löng veikindaleyfi, laun á uppsagnafresti og kostnaður við starfslokasamninga Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra hafi kostað félagið rúmar 128 milljónir króna. Um fjörutíu starfsmenn hafi horfið frá félaginu á tæpum fjórum árum. Kostnaður við uppsagnarfrest formanns og framkvæmdastjóra er meðtalinn í þessum tölum Guðmundur vill að grasrót félagsins komi að samningaviðræðum í gegnum fimm manna stjórnir á einstökum sviðum félagsins. Fyrir komandi kjaraviðræður verði aðaláherslan á húsnæðismálin, þak á leiguverð og að halda vöxtum lágum. „Þess vegna skiptir miklu máli að halda utan um þetta. Passa upp á að húsnæðisverð vaði ekki upp úr öllu valdi og umfram allt að vextir í landinu haldist eins neðarlega og hægt er,“ segir Guðmundur Baldursson. Sólveig Anna Jónsdóttir vildi ekki veita viðtal að þessu sinni. Stefna framboðs hennar lægi frammi á Netinu. Hún muni þó ræða við fjölmiðla þegar nær dragi kosningum.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34 Hættur trúnaðarstörfum fyrir Eflingu vegna ásakana um kynferðisofbeldi Stjórn Eflingar hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið. Þeta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni en Daníel hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. 31. janúar 2022 10:08 Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34
Hættur trúnaðarstörfum fyrir Eflingu vegna ásakana um kynferðisofbeldi Stjórn Eflingar hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið. Þeta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni en Daníel hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. 31. janúar 2022 10:08
Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30