Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 1. febrúar 2022 20:01 Ísleifur er framkvæmdastjóri Senu. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi. Þetta kom fram í máli Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu, sem rætt var við í beinni útsendingu frá Hörpu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Stjórnvöld eru núna að tala af bjartsýni og leyfa sér að gera það og leyfa sér greinilega að trúa því að við séum að komast út úr þessu. Þau voru að kynna áætlun til að aflétta og eru að hleypa öllu af stað, til dæmis börunum,“ sagði Ísleifur. Flöskuhálsinn sem drepur allt Nú mega 500 manns vera í hverju sóttvarnarhólfi á sitjandi viðburðum. Ísleifur segir útlit fyrir að stjórnvöld telji að það sé nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað, en sú sé hins vegar ekki raunin. „Þau átta sig ekki á því að eins metra reglan er flöskuhálsinn sem drepur allt.“ Ísleifur sagði það vonda tilhugsun að stjórnvöld teldu sig vera að gera nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað. „Við erum búin að vera í þessu í tvö ár og maður skyldi halda að stjórnvöld vissu hvað þyrfti og það hlýtur að vera á þeim að skilja hvaða afleiðingar reglurnar hafa sem þau setja Það er smá sjokkerandi tilhugsun ef þau halda að þau hafi verið að hleypa okkur af stað en skilja ekki að við erum stopp ennþá.“ Fólk helli í sig áður en haldið er upp tröppurnar í Hörpu Ísleifur telur það sæta furðu að barir megi vera opnir til miðnættis, en ekki megi selja áfengi á sitjandi viðburðum. Þannig mætti fólk gera sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur gagngert til að drekka áfengi en mætti hins vegar ekki koma á tónleika í Hörpu og kaupa sér áfengi þar. Máli sínu til stuðnings tók Ísleifur dæmi úr Hörpu, þar sem viðtalið við hann var tekið. „Það er veitingastaður þarna, hann má selja áfengi, þannig að ef þú ert hér í Hörpu máttu labba niður og kaupa þér áfengi en ef þú ferð upp tröppurnar máttu ekki kaupa áfengi. Þannig að þú þarft að hella í þig þarna áður en þú leggur af stað upp stigann,“ sagði Ísleifur. Hann sagði ákall sitt til stjórnvalda þá einfalt: „Fella burt þessa eins metra reglu strax.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Harpa Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu, sem rætt var við í beinni útsendingu frá Hörpu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Stjórnvöld eru núna að tala af bjartsýni og leyfa sér að gera það og leyfa sér greinilega að trúa því að við séum að komast út úr þessu. Þau voru að kynna áætlun til að aflétta og eru að hleypa öllu af stað, til dæmis börunum,“ sagði Ísleifur. Flöskuhálsinn sem drepur allt Nú mega 500 manns vera í hverju sóttvarnarhólfi á sitjandi viðburðum. Ísleifur segir útlit fyrir að stjórnvöld telji að það sé nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað, en sú sé hins vegar ekki raunin. „Þau átta sig ekki á því að eins metra reglan er flöskuhálsinn sem drepur allt.“ Ísleifur sagði það vonda tilhugsun að stjórnvöld teldu sig vera að gera nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað. „Við erum búin að vera í þessu í tvö ár og maður skyldi halda að stjórnvöld vissu hvað þyrfti og það hlýtur að vera á þeim að skilja hvaða afleiðingar reglurnar hafa sem þau setja Það er smá sjokkerandi tilhugsun ef þau halda að þau hafi verið að hleypa okkur af stað en skilja ekki að við erum stopp ennþá.“ Fólk helli í sig áður en haldið er upp tröppurnar í Hörpu Ísleifur telur það sæta furðu að barir megi vera opnir til miðnættis, en ekki megi selja áfengi á sitjandi viðburðum. Þannig mætti fólk gera sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur gagngert til að drekka áfengi en mætti hins vegar ekki koma á tónleika í Hörpu og kaupa sér áfengi þar. Máli sínu til stuðnings tók Ísleifur dæmi úr Hörpu, þar sem viðtalið við hann var tekið. „Það er veitingastaður þarna, hann má selja áfengi, þannig að ef þú ert hér í Hörpu máttu labba niður og kaupa þér áfengi en ef þú ferð upp tröppurnar máttu ekki kaupa áfengi. Þannig að þú þarft að hella í þig þarna áður en þú leggur af stað upp stigann,“ sagði Ísleifur. Hann sagði ákall sitt til stjórnvalda þá einfalt: „Fella burt þessa eins metra reglu strax.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Harpa Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira