„Það hefur lengi verið sagt að við fjölskyldan séum alltaf síðust í öllu og það má til sanns vegar færa. Það hefur þannig tekið kórónuveiruna tvö ár að komast hér inn fyrir dyr en í morgun var yngsti sonurinn með jákvætt heimapróf. Við bíðum enn eftir niðurstöðum pcr-prófs en nokkuð klárlega er drengurinn hundslappur þannig að við foreldrarnir erum í smitgát og eldri bræðurnir í sóttkví,“ skrifar Katrín á Facebook-síðu sína.
Hún fagnar í dag 46 ára afmæli sínu og segist gera ráð fyrir að afmælisdagurinn verði með þeim eftirminnilegri. Hér að neðan má sjá færslu ráðherrans.