Emma Raducanu: Ég er ekki lengur örugg heima hjá mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 10:31 Emma Raducanu hefur ekki alveg náð að fylgja eftir sigri sínum á Opna bandaríska meistaramótinu. EPA-EFE/JAMES GOURLEY Emma Raducanu sló óvænt í gegn aðeins átján ára gömul þegar hún vann Opna bandaríska risamótið í tennis í fyrra og varð um leið á augabragði ein stærsta íþróttastjarna Breta. Nú er hún að kynnast óhugnanlegu hliðum frægðarinnar. Nú er það orðið opinbert að 35 ára gamall maður hafi ofsótt Emmu í þrígang í lok síðasta árs. Hún segist ekki lengur vera örugg heima hjá sér. Amrit Magar hefur þegar verið dæmdur sekur en hann á eftir að fá refsingu. "I am constantly looking over my shoulder. I feel on edge and worried this could happen again. I don t feel safe in my own home."A 35-year-old man has been found guilty of stalking Emma Raducanu.— TENNIS (@Tennis) January 31, 2022 „Ég hef áhyggjur af því að fara út sérstaklega ef ég er ein. Það er búið að taka frelsið frá mér og ég er alltaf að horfa yfir öxlina á mér. Ég er ekki lengur örugg heima hjá mér lengur,“ sagði Emma Raducanu í réttarsalnum en breskir miðlar segja frá. „Ég vil flytja í nýtt hús með betra öryggiskerfi af því að ég hef áhyggjur af því að hann komi aftur. Hann veit hvar ég á heima,“ sagði Emma. 23. nóvember þóttist Magar að vera sendill og kom með blóm til hennar með korti þar sem stóð að Raducanu ætti ást skilið. Viku seinna skildi Magar eftir kort í póstkassanum þar sem kom fram leiðin frá hans heimili til heimili Emmu. Man found guilty of stalking British number one Emma Raducanu https://t.co/F8kBU2l07W— BBC News (World) (@BBCWorld) January 29, 2022 Tveimur dögum síðar skreytti hann síðan tré í garði fjölskyldunnar með jólaljósum. Hann sá síðan opnar dyr og stal skóm föður hennar. Faðir Emmu tók eftir honum í öryggiskerfinu og rak hann í burtu um leið og hann hringdi á lögregluna. Lögreglan kom og handtók þennan 35 ára gamla mann og hann var með skóna í pokanum sínum. Hann sagðist hafa viljað taka með sér minjagrip og hélt að Emma ætti þessa skó. Magar sagði fyrir dómara að hann skammaði sín fyrir þetta þegar hann frétti að hann hefði með þessu komu Emmu í uppnám. Tennis Bretland Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Sjá meira
Nú er það orðið opinbert að 35 ára gamall maður hafi ofsótt Emmu í þrígang í lok síðasta árs. Hún segist ekki lengur vera örugg heima hjá sér. Amrit Magar hefur þegar verið dæmdur sekur en hann á eftir að fá refsingu. "I am constantly looking over my shoulder. I feel on edge and worried this could happen again. I don t feel safe in my own home."A 35-year-old man has been found guilty of stalking Emma Raducanu.— TENNIS (@Tennis) January 31, 2022 „Ég hef áhyggjur af því að fara út sérstaklega ef ég er ein. Það er búið að taka frelsið frá mér og ég er alltaf að horfa yfir öxlina á mér. Ég er ekki lengur örugg heima hjá mér lengur,“ sagði Emma Raducanu í réttarsalnum en breskir miðlar segja frá. „Ég vil flytja í nýtt hús með betra öryggiskerfi af því að ég hef áhyggjur af því að hann komi aftur. Hann veit hvar ég á heima,“ sagði Emma. 23. nóvember þóttist Magar að vera sendill og kom með blóm til hennar með korti þar sem stóð að Raducanu ætti ást skilið. Viku seinna skildi Magar eftir kort í póstkassanum þar sem kom fram leiðin frá hans heimili til heimili Emmu. Man found guilty of stalking British number one Emma Raducanu https://t.co/F8kBU2l07W— BBC News (World) (@BBCWorld) January 29, 2022 Tveimur dögum síðar skreytti hann síðan tré í garði fjölskyldunnar með jólaljósum. Hann sá síðan opnar dyr og stal skóm föður hennar. Faðir Emmu tók eftir honum í öryggiskerfinu og rak hann í burtu um leið og hann hringdi á lögregluna. Lögreglan kom og handtók þennan 35 ára gamla mann og hann var með skóna í pokanum sínum. Hann sagðist hafa viljað taka með sér minjagrip og hélt að Emma ætti þessa skó. Magar sagði fyrir dómara að hann skammaði sín fyrir þetta þegar hann frétti að hann hefði með þessu komu Emmu í uppnám.
Tennis Bretland Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Sjá meira