Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2022 14:19 Mæðgurnar hafa ræktað Schäferhunda undir ræktunarnafninu Gjóska. Getty/Finnbarr Webster Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. Þetta úrskurðaði siðanefnd Hundaræktarfélags Íslands, HRFÍ, 25. janúar síðastliðinn. Daginn áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur vísað máli kvennanna frá dómi en þær höfðu kært nefndarmenn siðanefndarinnar og stjórnarmenn HRFÍ vegna málsins. Héraðsdómur mat margar dómskröfur mæðgnanna óskýrar og vanreifaðar og ekki eiga við dómstóla. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár. Siðanefnd HRFÍ vísar þeim úr félaginu fyrir ýmis brot. Það fyrsta, að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota voru efnislega rangar. Gerðust sekar um fölsun og kosningasvindl Með því hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Konurnar hfai sömuleiðis neitað að gefa upplýsingar eða svara fyrirspurnum framkvæmdastjóra félagsins með útúrsnúningum í tölvupósti. Þær hafi þá sakað framkvæmdastjórann um refsiverða háttsetmi og varpað rýrð á störf hans með meiðyrðum. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsuninnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Hafi gert lítið úr alvarleika málsins og sýnt einbeittan brotavilja Siðanefnd mat það svo að mæðgurnar ættu sér litlar málsbætur. Háttsemi þeirra hafi verið einkar ófyrirleitin og til þess fallin að valda félaginu og eigendum hunda í þeim gotum, sem rannsókn beindist að, óþægindum, ama og tjóni. Málatilbúnaður þeirra og framsetning fyrir siðanefnd hafi að stærstu leyti fallist í staðlausum, fjarstæðukenndum eða beinlínis villandi staðhæfingum, tilhæfulausum kröfum um málsmeðferð og talinn verulega ámælisverður. Þær hafi ítrekað dregið úr alvarleika málsins, gert lítið úr kæruefninu og lögum og reglum félagsins. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins varði brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu. Hundar Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Þetta úrskurðaði siðanefnd Hundaræktarfélags Íslands, HRFÍ, 25. janúar síðastliðinn. Daginn áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur vísað máli kvennanna frá dómi en þær höfðu kært nefndarmenn siðanefndarinnar og stjórnarmenn HRFÍ vegna málsins. Héraðsdómur mat margar dómskröfur mæðgnanna óskýrar og vanreifaðar og ekki eiga við dómstóla. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár. Siðanefnd HRFÍ vísar þeim úr félaginu fyrir ýmis brot. Það fyrsta, að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota voru efnislega rangar. Gerðust sekar um fölsun og kosningasvindl Með því hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Konurnar hfai sömuleiðis neitað að gefa upplýsingar eða svara fyrirspurnum framkvæmdastjóra félagsins með útúrsnúningum í tölvupósti. Þær hafi þá sakað framkvæmdastjórann um refsiverða háttsetmi og varpað rýrð á störf hans með meiðyrðum. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsuninnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Hafi gert lítið úr alvarleika málsins og sýnt einbeittan brotavilja Siðanefnd mat það svo að mæðgurnar ættu sér litlar málsbætur. Háttsemi þeirra hafi verið einkar ófyrirleitin og til þess fallin að valda félaginu og eigendum hunda í þeim gotum, sem rannsókn beindist að, óþægindum, ama og tjóni. Málatilbúnaður þeirra og framsetning fyrir siðanefnd hafi að stærstu leyti fallist í staðlausum, fjarstæðukenndum eða beinlínis villandi staðhæfingum, tilhæfulausum kröfum um málsmeðferð og talinn verulega ámælisverður. Þær hafi ítrekað dregið úr alvarleika málsins, gert lítið úr kæruefninu og lögum og reglum félagsins. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins varði brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu.
Hundar Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira