Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2022 14:19 Mæðgurnar hafa ræktað Schäferhunda undir ræktunarnafninu Gjóska. Getty/Finnbarr Webster Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. Þetta úrskurðaði siðanefnd Hundaræktarfélags Íslands, HRFÍ, 25. janúar síðastliðinn. Daginn áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur vísað máli kvennanna frá dómi en þær höfðu kært nefndarmenn siðanefndarinnar og stjórnarmenn HRFÍ vegna málsins. Héraðsdómur mat margar dómskröfur mæðgnanna óskýrar og vanreifaðar og ekki eiga við dómstóla. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár. Siðanefnd HRFÍ vísar þeim úr félaginu fyrir ýmis brot. Það fyrsta, að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota voru efnislega rangar. Gerðust sekar um fölsun og kosningasvindl Með því hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Konurnar hfai sömuleiðis neitað að gefa upplýsingar eða svara fyrirspurnum framkvæmdastjóra félagsins með útúrsnúningum í tölvupósti. Þær hafi þá sakað framkvæmdastjórann um refsiverða háttsetmi og varpað rýrð á störf hans með meiðyrðum. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsuninnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Hafi gert lítið úr alvarleika málsins og sýnt einbeittan brotavilja Siðanefnd mat það svo að mæðgurnar ættu sér litlar málsbætur. Háttsemi þeirra hafi verið einkar ófyrirleitin og til þess fallin að valda félaginu og eigendum hunda í þeim gotum, sem rannsókn beindist að, óþægindum, ama og tjóni. Málatilbúnaður þeirra og framsetning fyrir siðanefnd hafi að stærstu leyti fallist í staðlausum, fjarstæðukenndum eða beinlínis villandi staðhæfingum, tilhæfulausum kröfum um málsmeðferð og talinn verulega ámælisverður. Þær hafi ítrekað dregið úr alvarleika málsins, gert lítið úr kæruefninu og lögum og reglum félagsins. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins varði brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu. Hundar Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Þetta úrskurðaði siðanefnd Hundaræktarfélags Íslands, HRFÍ, 25. janúar síðastliðinn. Daginn áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur vísað máli kvennanna frá dómi en þær höfðu kært nefndarmenn siðanefndarinnar og stjórnarmenn HRFÍ vegna málsins. Héraðsdómur mat margar dómskröfur mæðgnanna óskýrar og vanreifaðar og ekki eiga við dómstóla. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár. Siðanefnd HRFÍ vísar þeim úr félaginu fyrir ýmis brot. Það fyrsta, að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota voru efnislega rangar. Gerðust sekar um fölsun og kosningasvindl Með því hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Konurnar hfai sömuleiðis neitað að gefa upplýsingar eða svara fyrirspurnum framkvæmdastjóra félagsins með útúrsnúningum í tölvupósti. Þær hafi þá sakað framkvæmdastjórann um refsiverða háttsetmi og varpað rýrð á störf hans með meiðyrðum. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsuninnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Hafi gert lítið úr alvarleika málsins og sýnt einbeittan brotavilja Siðanefnd mat það svo að mæðgurnar ættu sér litlar málsbætur. Háttsemi þeirra hafi verið einkar ófyrirleitin og til þess fallin að valda félaginu og eigendum hunda í þeim gotum, sem rannsókn beindist að, óþægindum, ama og tjóni. Málatilbúnaður þeirra og framsetning fyrir siðanefnd hafi að stærstu leyti fallist í staðlausum, fjarstæðukenndum eða beinlínis villandi staðhæfingum, tilhæfulausum kröfum um málsmeðferð og talinn verulega ámælisverður. Þær hafi ítrekað dregið úr alvarleika málsins, gert lítið úr kæruefninu og lögum og reglum félagsins. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins varði brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu.
Hundar Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira