Þetta kemur fram í dagbók lögreglu í morgun. Nokkuð rólegt virðist hafa verið hjá lögreglunni í nótt og það fréttnæmasta umferðarlagabrot. Einn var til að mynda stöðvaður í Hafnarfirði grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Þá var ökumaður stöðvaður í Laugardal í nótt vegna hávaða í bifreiðinni. Útblásturskerfi bílsins reyndist í ólagi og „mögulega eitthvað fleira,“ eins og segir í dagbók lögreglu. Bifreiðin var boðuð í skoðun og vettvangsskýrsla rituð.
Þá var tilkynnt um umferðaróhapp í Kópavogi á níunda tímanum í gærkvöldi þar sem bifreið var ekið á ljósastaur. Ekkert slys varð á fólki en bíllin óökufær.
Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af rekstri veitingastaðar í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi vegna borota á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu. Svo virðist sem einhverjir hafi tekið forskot á sæluna en sóttvarnareglur, sem gilda um rekstur veitingastaða, voru rýmkaðar núna á miðnætti.