Vlahović hefur verið orðaður við urmul liða á Englandi en valdi á endanum að halda sig við Ítalíu.
Hinn 22 ára gamli Vlahović hefur farið mikinn með Fiorentina undanfarin misseri og stefndi í að fjöldi liða myndi berjast við að fá hann í sínar raðir í sumar. Juvventus ákvað að slá vopnin úr hendi samkeppnisaðila sinna og fjárfesta í serbneska framherjanum nú þegar.
Il primo compleanno
— JuventusFC (@juventusfc) January 28, 2022
#DV7 pic.twitter.com/vaOnNliRd3
Talið er að kaupverðið hljóði upp á 75 milljónir evra en það inniheldur einnig mögulegar bónusgreiðslur ef Vlahović stendur sig í Tórínó.
Vlahović hefur skorað 17 mörk og lagt upp 4 til viðbótar í aðeins 21 deildarleik á leiktíðinni. Þá hefur hann skorað 7 mörk í 14 landsleikjum fyrir Serbíu. Juventus vonast til að hann haldi uppteknum hætti og skjóti liðinu í Meistaradeildarsæti.