Skýrsla Henrys: Hetjurnar okkar munu vinna til verðlauna í framtíðinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. janúar 2022 18:01 Samheldni. Þessi mynd er táknræn fyrir strákana okkar. Standa alltaf saman og rífa hvorn annan upp þegar á þarf að halda. vísir/getty Ég er að verða uppiskroppa með lýsingarorð til handa strákunum okkar. Þvílíkar hetjur er líklega besta lýsingin á þeim eftir þessa lygilegu rússíbanareið sem þetta Evrópumót hefur verið. Þó svo úrslit dagsins hafi verið súr þá skildu drengirnir gjörsamlega allt eftir á gólfinu. Það var unaður að horfa á þá spila. Ég skrifaði um það í tryllingnum í riðlakeppninni að ég vildi sjá liðið komast áfram svo það gæti mátað sig við bestu lið heims og komist að því hvar liðið stæði eiginlega í heimsboltanum í dag. Við fengum heldur betur svar við því. Ísland er aftur komið með heimsklassalið og stendur nokkurn veginn jafnfætis við bestu lið heims. Það vantaði grátlega lítið upp á að liðið myndi berjast um verðlaun á þessu móti. Það er ekki nokkur efi í mínum huga eftir þetta mót að strákarnir okkar munu vinna til verðlauna í framtíðinni. Liðið sprakk út í ómögulegum aðstæðum og sýndi þrátt fyrir mótlætið endalaus gæði og risastórt hjarta. Það er einstakur liðsandi í þessu landsliði og með fullmannaðan bát getur þetta lið siglt alla leið. Nánast öll lið urðu fyrir áfalli og áföllum á þessu móti en fá lið lentu eins illa í því og Ísland því afar margir lykilmenn duttu út. Þá kom í ljós að breiddin í íslenska handboltalandsliðinu er greinilega meiri og betri en nokkurn óraði fyrir. Það eru líka frábær tíðindi. Það verður ekkert grín að velja landsliðshópa framtíðarinnar með alla þessa snillinga sem gera kröfu á sæti. Guðmundur Þórður Guðmundsson lagði upp í vegferð fyrir rúmum þremur árum síðan með háleit markmið. Sú vegferð var ekki alltaf auðveld en hann missti aldrei fókus á verkefninu. Einu sinni sem oftar stendur hann uppi sem sigurvegarinn. Það hlýtur að vera algjört forgangsatriði hjá HSÍ að tryggja sér þjónustu hans áfram. Ómar Ingi Magnússon stimplaði sig síðan eftirminnilega inn á stóra sviðið. Hann sýndi og sannaði að hann er orðinn einn besti leikmaður heims. Það hefur enginn leikið betur en hann á þessu móti. Snillingur. Viktor Gísli Hallgrímsson sprakk síðan út á mótinu eins og beðið hefur verið eftir. Stórkostleg tíðindi. Hefur fulla burði til þess að komast í heimsklassa og loka íslenska búrinu næstu fimmtán árin. Við eigum svo mikið af hágæðaleikmönnum á frábærum aldri. Janus Daði lygilegur í dag, nýkominn úr Covid-klefanum sínum, og sömu sögu að segja af Elvari Erni. Þvílík frammistaða hjá þeim í dag. Hershöfðinginn Ýmir Örn leiðir svo vörnina með gæðamenn á borð við Elvar Örn og Elliða Snæ með sér. Innkoma Elvars Ásgeirssonar í mótið var lygileg og það má í raun hrósa öllum sem tóku þátt. Það stigu allir upp og skiluðu sínu. Alvöru lið! Þetta skrautlega Covid-mót mun aldrei gleymast en í framtíðinni verður þetta mótið sem lagði grunninn að afrekum og verðlaunum framtíðarinnar. Þessu liði eru allir vegir færir. Takk fyrir mig, drengir. Þið voruð stórkostlegir. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Bjarki Már: Bjartsýnn en svekktur að hafa ekki unnið í dag Bjarki Már Elísson, ein af stjörnum íslenska landsliðsins í handbolta, var eðlilega mjög svekktur eftir súrt eins marks tap Íslands gegn Noregi í framlengdum leik um 5. sæti mótsins. Ekki nóg með að leikur dagsins hafi verið upp á 5. sæti Evrópumótsins heldur var sæti á HM í Póllandi og Svíþjóð á næsta ári í boði. 28. janúar 2022 16:45 Topparnir í tölfræðinni á móti Noregi: Ómar Ingi átti orku í enn einn stórleikinn Ómar Ingi Magnússon og íslenska liðið gróf sig upp úr holu á móti geysisterku norsku liði en voru svo grátlega nálægt því að taka fimmta sætið. 28. janúar 2022 17:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ Sjá meira
Ég skrifaði um það í tryllingnum í riðlakeppninni að ég vildi sjá liðið komast áfram svo það gæti mátað sig við bestu lið heims og komist að því hvar liðið stæði eiginlega í heimsboltanum í dag. Við fengum heldur betur svar við því. Ísland er aftur komið með heimsklassalið og stendur nokkurn veginn jafnfætis við bestu lið heims. Það vantaði grátlega lítið upp á að liðið myndi berjast um verðlaun á þessu móti. Það er ekki nokkur efi í mínum huga eftir þetta mót að strákarnir okkar munu vinna til verðlauna í framtíðinni. Liðið sprakk út í ómögulegum aðstæðum og sýndi þrátt fyrir mótlætið endalaus gæði og risastórt hjarta. Það er einstakur liðsandi í þessu landsliði og með fullmannaðan bát getur þetta lið siglt alla leið. Nánast öll lið urðu fyrir áfalli og áföllum á þessu móti en fá lið lentu eins illa í því og Ísland því afar margir lykilmenn duttu út. Þá kom í ljós að breiddin í íslenska handboltalandsliðinu er greinilega meiri og betri en nokkurn óraði fyrir. Það eru líka frábær tíðindi. Það verður ekkert grín að velja landsliðshópa framtíðarinnar með alla þessa snillinga sem gera kröfu á sæti. Guðmundur Þórður Guðmundsson lagði upp í vegferð fyrir rúmum þremur árum síðan með háleit markmið. Sú vegferð var ekki alltaf auðveld en hann missti aldrei fókus á verkefninu. Einu sinni sem oftar stendur hann uppi sem sigurvegarinn. Það hlýtur að vera algjört forgangsatriði hjá HSÍ að tryggja sér þjónustu hans áfram. Ómar Ingi Magnússon stimplaði sig síðan eftirminnilega inn á stóra sviðið. Hann sýndi og sannaði að hann er orðinn einn besti leikmaður heims. Það hefur enginn leikið betur en hann á þessu móti. Snillingur. Viktor Gísli Hallgrímsson sprakk síðan út á mótinu eins og beðið hefur verið eftir. Stórkostleg tíðindi. Hefur fulla burði til þess að komast í heimsklassa og loka íslenska búrinu næstu fimmtán árin. Við eigum svo mikið af hágæðaleikmönnum á frábærum aldri. Janus Daði lygilegur í dag, nýkominn úr Covid-klefanum sínum, og sömu sögu að segja af Elvari Erni. Þvílík frammistaða hjá þeim í dag. Hershöfðinginn Ýmir Örn leiðir svo vörnina með gæðamenn á borð við Elvar Örn og Elliða Snæ með sér. Innkoma Elvars Ásgeirssonar í mótið var lygileg og það má í raun hrósa öllum sem tóku þátt. Það stigu allir upp og skiluðu sínu. Alvöru lið! Þetta skrautlega Covid-mót mun aldrei gleymast en í framtíðinni verður þetta mótið sem lagði grunninn að afrekum og verðlaunum framtíðarinnar. Þessu liði eru allir vegir færir. Takk fyrir mig, drengir. Þið voruð stórkostlegir.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Bjarki Már: Bjartsýnn en svekktur að hafa ekki unnið í dag Bjarki Már Elísson, ein af stjörnum íslenska landsliðsins í handbolta, var eðlilega mjög svekktur eftir súrt eins marks tap Íslands gegn Noregi í framlengdum leik um 5. sæti mótsins. Ekki nóg með að leikur dagsins hafi verið upp á 5. sæti Evrópumótsins heldur var sæti á HM í Póllandi og Svíþjóð á næsta ári í boði. 28. janúar 2022 16:45 Topparnir í tölfræðinni á móti Noregi: Ómar Ingi átti orku í enn einn stórleikinn Ómar Ingi Magnússon og íslenska liðið gróf sig upp úr holu á móti geysisterku norsku liði en voru svo grátlega nálægt því að taka fimmta sætið. 28. janúar 2022 17:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ Sjá meira
Bjarki Már: Bjartsýnn en svekktur að hafa ekki unnið í dag Bjarki Már Elísson, ein af stjörnum íslenska landsliðsins í handbolta, var eðlilega mjög svekktur eftir súrt eins marks tap Íslands gegn Noregi í framlengdum leik um 5. sæti mótsins. Ekki nóg með að leikur dagsins hafi verið upp á 5. sæti Evrópumótsins heldur var sæti á HM í Póllandi og Svíþjóð á næsta ári í boði. 28. janúar 2022 16:45
Topparnir í tölfræðinni á móti Noregi: Ómar Ingi átti orku í enn einn stórleikinn Ómar Ingi Magnússon og íslenska liðið gróf sig upp úr holu á móti geysisterku norsku liði en voru svo grátlega nálægt því að taka fimmta sætið. 28. janúar 2022 17:30