Eigi að vera tilbúin að aflétta fyrr ef við á Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2022 14:36 Ríkisstjórnin kynnti afléttingar sóttvarnaaðgerða í Safnahúsinu í dag. Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta sé varfærið og skiljanlegt fyrsta skref og við höfum svo fyrirsjáanleikann í því að geta afléttað hér öllu um miðjan mars ef allt gengur að óskum. Við höfum alltaf í huga að geta aflétt fyrr ef staðan þróast þannig, við verðum bara að meta þetta jöfnum höndum,“ Þetta segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um næstu skref í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Hann kynnti í dag að fimmtíu manns megi koma saman á miðnætti í stað tíu og eins metra nándarregla taki jafnframt gildi. Krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur til 23. Heimilt verður að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Takmarkanir í skólum verða að mestu óbreyttar. Aðspurður um hvort það hefði verið hægt að ganga lengra í þessu skrefi segir Willum að stjórnvöld hafi allan tímann í meginatriðum fylgt ráðum færustu sérfræðinga. Sóttvarnalæknir leggi til að aðgerðir verið teknar í þessum skrefum og taki þar mið af núverandi stöðu sem sé almennt viðkvæm þó hún sé betri í heilbrigðiskerfinu. Áhyggjuefni hversu margir starfsmenn eru í einangrun Heilbrigðisráðherra segir að áfram þurfi að gæta að jafnvægi og passa að heilbrigðiskerfið ráði við stöðuna. 208 starfsmenn Landspítalans eru nú með Covid-19 og fram hefur komið að skortur á starfsfólki sé ein helsta ástæðan fyrir því að spítalinn hefur verið á neyðarstigi í fimm vikur. Willum segir að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri stöðu en stjórnvöld hafi unnið þétt með stjórnendum spítalans, bæði hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga út af spítalanum á aðrar stofnanir. Sú vinna hafi gengið mjög vel og staðan fari nú batnandi. Mikill fjöldi starfsmanna hefur greinst með Covid-19. Vísir/Vilhelm „Við höfum uppfyllt mönnunargatið umfram þá sem vantar á gólfið og eru í einangrun en þetta er auðvitað viðkvæm staða og við munum halda áfram að styðja við spítalann með þessum hætti. Viðbótarvinnuframlagið mun ganga áfram og svo þurfum við að skoða þá samninga sem við höfum utan frá.“ Landspítalinn hefur að undanförnu sótt í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar og fengið til sín starfsfólk frá Klíníkinni, Lækningu og Orkuhúsinu. „Við munum bara vinna þetta áfram með spítalanum, það er þetta jafnvægi á milli samkomutakmarkana og að ráða við stöðuna víða, eins og á spítalanum, og þess vegna tökum við varfærið skref,“ segir Willum. Hann á von á því að spítalinn geti farið af neyðarstigi í næstu viku en segir það þó í höndum farsóttanefndar. Stóra breytingin sé að álag á gjörgæsluna hafi minnkað og minna sé um alvarleg veikindi þó sýkingar hafi komið upp meðal sjúklinga á öðrum deildum spítalans. Næstu breytingar eftir fjórar vikur Í nýjasta minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra miðar hann við að næsta skref í afléttingum verði tekið þann 24. febrúar, ef fram fer sem horfir. „Það verður náttúrulega áskorun fyrir okkur öll að gæta að þessu jafnvægi en ef allt gengur að óskum og þróunin verður áfram sú sama þá erum við auðvitað alltaf tilbúin, og eigum að vera það, til að aflétta fyrr.“ Hvaða breytingar verða þá gerðar 24. febrúar? „Ég held að við ættum ekki að einblína á 24. Nú tók ég bara þetta skref í minnisblaði til ríkisstjórnar, það er viðmið, en við verðum alltaf að meta aðstæður hverju sinni,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Þetta segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um næstu skref í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Hann kynnti í dag að fimmtíu manns megi koma saman á miðnætti í stað tíu og eins metra nándarregla taki jafnframt gildi. Krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur til 23. Heimilt verður að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Takmarkanir í skólum verða að mestu óbreyttar. Aðspurður um hvort það hefði verið hægt að ganga lengra í þessu skrefi segir Willum að stjórnvöld hafi allan tímann í meginatriðum fylgt ráðum færustu sérfræðinga. Sóttvarnalæknir leggi til að aðgerðir verið teknar í þessum skrefum og taki þar mið af núverandi stöðu sem sé almennt viðkvæm þó hún sé betri í heilbrigðiskerfinu. Áhyggjuefni hversu margir starfsmenn eru í einangrun Heilbrigðisráðherra segir að áfram þurfi að gæta að jafnvægi og passa að heilbrigðiskerfið ráði við stöðuna. 208 starfsmenn Landspítalans eru nú með Covid-19 og fram hefur komið að skortur á starfsfólki sé ein helsta ástæðan fyrir því að spítalinn hefur verið á neyðarstigi í fimm vikur. Willum segir að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri stöðu en stjórnvöld hafi unnið þétt með stjórnendum spítalans, bæði hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga út af spítalanum á aðrar stofnanir. Sú vinna hafi gengið mjög vel og staðan fari nú batnandi. Mikill fjöldi starfsmanna hefur greinst með Covid-19. Vísir/Vilhelm „Við höfum uppfyllt mönnunargatið umfram þá sem vantar á gólfið og eru í einangrun en þetta er auðvitað viðkvæm staða og við munum halda áfram að styðja við spítalann með þessum hætti. Viðbótarvinnuframlagið mun ganga áfram og svo þurfum við að skoða þá samninga sem við höfum utan frá.“ Landspítalinn hefur að undanförnu sótt í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar og fengið til sín starfsfólk frá Klíníkinni, Lækningu og Orkuhúsinu. „Við munum bara vinna þetta áfram með spítalanum, það er þetta jafnvægi á milli samkomutakmarkana og að ráða við stöðuna víða, eins og á spítalanum, og þess vegna tökum við varfærið skref,“ segir Willum. Hann á von á því að spítalinn geti farið af neyðarstigi í næstu viku en segir það þó í höndum farsóttanefndar. Stóra breytingin sé að álag á gjörgæsluna hafi minnkað og minna sé um alvarleg veikindi þó sýkingar hafi komið upp meðal sjúklinga á öðrum deildum spítalans. Næstu breytingar eftir fjórar vikur Í nýjasta minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra miðar hann við að næsta skref í afléttingum verði tekið þann 24. febrúar, ef fram fer sem horfir. „Það verður náttúrulega áskorun fyrir okkur öll að gæta að þessu jafnvægi en ef allt gengur að óskum og þróunin verður áfram sú sama þá erum við auðvitað alltaf tilbúin, og eigum að vera það, til að aflétta fyrr.“ Hvaða breytingar verða þá gerðar 24. febrúar? „Ég held að við ættum ekki að einblína á 24. Nú tók ég bara þetta skref í minnisblaði til ríkisstjórnar, það er viðmið, en við verðum alltaf að meta aðstæður hverju sinni,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vonar að útbreidd smit veiti góða vörn fyrir nýjum afbrigðum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að öllum sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi innanlands verði búið að aflétta um miðjan marsmánuð. Hann segir að mikilvægt sé að taka smá skref í afléttingum svo ekki komi of stórt bakslag. 28. janúar 2022 13:20 Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og stefna á að aflétta öllu í mars Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og eins metra nándarregla tekur jafnframt gildi. Krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur til 23. 28. janúar 2022 11:38 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Vonar að útbreidd smit veiti góða vörn fyrir nýjum afbrigðum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að öllum sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi innanlands verði búið að aflétta um miðjan marsmánuð. Hann segir að mikilvægt sé að taka smá skref í afléttingum svo ekki komi of stórt bakslag. 28. janúar 2022 13:20
Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og stefna á að aflétta öllu í mars Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og eins metra nándarregla tekur jafnframt gildi. Krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur til 23. 28. janúar 2022 11:38