James og Durant fyrirliðar í stjörnuleiknum Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2022 07:31 Stephen Curry hélt upp á sæti í stjörnuliði vesturdeildarinnar með öruggum sigri í gærkvöld. AP/Jeff Chiu Búið er að kjósa byrjunarliðin í stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta. LeBron James og Kevin Durant hlutu besta kosningu og eru fyrirliðar liðanna. Stjörnuleikurinn fer fram í Cleveland 10. febrúar og James snýr því aftur í sína gömlu heimaborg þar sem hann bæði hóf NBA-ferilinn með Cavaliers árið 2003 og vann NBA-meistaratitil árið 2016. Þetta er í 18. sinn í röð sem að James er valinn í stjörnuliðið og hann hefur verið fyrirliði öll fimm árin síðan að fyrirkomulagi stjörnuleiksins var breytt. Óvissa ríkir hins vegar um þátttöku Durants sem á við meiðsli í hné að stríða. Morant og Wiggins í fyrsta sinn Auk James eru í liði vesturdeildarinnar mikilvægasti leikmaður síðustu leiktíðar; Nikola Jokic úr Denver Nuggets, og þeir Stephen Curry og Andrew Wiggins úr Golden State Warriors, og Ja Morant úr Memphis Grizzlies. Þetta verður í fyrsta sinn sem Morant og Wiggins spila stjörnuleikinn. The Western Conference #NBAAllStar Starters Pool!@KingJames (Captain)@StephenCurry30 Nikola Jokic@JaMorant @22wiggins pic.twitter.com/V1mYl1v1j3— NBA (@NBA) January 28, 2022 Ásamt Durant eru í liði austurdeildarinnar þeir Giannis Antetokounmpo úr Milwaukee Bucks, Joel Embiid úr Philadelphia 76ers, Trae Young úr Atlanta Hawks og DeMar DeRozan úr Chicago Bulls. The Eastern Conference #NBAAllStar Starters Pool! @KDTrey5 (Captain)@Giannis_An34@DeMar_DeRozan @JoelEmbiid@TheTraeYoung pic.twitter.com/xeHV7fHWt5— NBA (@NBA) January 28, 2022 Atkvæði stuðningsmanna giltu 50% í kosningunni, sérfræðingar úr fjölmiðlastéttinni fengu 25% vægi og leikmenn úr deildinni 25% vægi en niðurstöðurnar má sjá hér. Three voting groups determined the starters: Fans (50%) NBA players (25%) Media panel 25%) Complete voting results here: https://t.co/h4VCEaRwVRBelow are the overall scores for the top finishers at each position. pic.twitter.com/W6An0FhzgY— NBA Communications (@NBAPR) January 28, 2022 Skvettubræður í stuði og Lakers töpuðu án James Aðeins tveir leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Golden State í 124-115 sigri gegn Minnesota Timberwolves. Heimamenn í Golden State settu alls niður 21 þriggja stiga skot í leiknum. A new season-high for Klay Thompson, 23 PTS (5-9 3PM)!Watch Now on TNT pic.twitter.com/5NjJTzqG9T— NBA (@NBA) January 28, 2022 LeBron James fékk svo hvíld í leik LA Lakers gegn Philadelphia 76ers þar sem heimamenn í Philadelphia unnu sigur, 105-87, þrátt fyrir 31 stig og 12 fráköst Anthony Davis. Joel Embiid var ekki upp á sitt besta en skoraði engu að síður 26 stig og tók níu fráköst fyrir Philadelphia, en hann klikkaði til að mynda á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. NBA Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Stjörnuleikurinn fer fram í Cleveland 10. febrúar og James snýr því aftur í sína gömlu heimaborg þar sem hann bæði hóf NBA-ferilinn með Cavaliers árið 2003 og vann NBA-meistaratitil árið 2016. Þetta er í 18. sinn í röð sem að James er valinn í stjörnuliðið og hann hefur verið fyrirliði öll fimm árin síðan að fyrirkomulagi stjörnuleiksins var breytt. Óvissa ríkir hins vegar um þátttöku Durants sem á við meiðsli í hné að stríða. Morant og Wiggins í fyrsta sinn Auk James eru í liði vesturdeildarinnar mikilvægasti leikmaður síðustu leiktíðar; Nikola Jokic úr Denver Nuggets, og þeir Stephen Curry og Andrew Wiggins úr Golden State Warriors, og Ja Morant úr Memphis Grizzlies. Þetta verður í fyrsta sinn sem Morant og Wiggins spila stjörnuleikinn. The Western Conference #NBAAllStar Starters Pool!@KingJames (Captain)@StephenCurry30 Nikola Jokic@JaMorant @22wiggins pic.twitter.com/V1mYl1v1j3— NBA (@NBA) January 28, 2022 Ásamt Durant eru í liði austurdeildarinnar þeir Giannis Antetokounmpo úr Milwaukee Bucks, Joel Embiid úr Philadelphia 76ers, Trae Young úr Atlanta Hawks og DeMar DeRozan úr Chicago Bulls. The Eastern Conference #NBAAllStar Starters Pool! @KDTrey5 (Captain)@Giannis_An34@DeMar_DeRozan @JoelEmbiid@TheTraeYoung pic.twitter.com/xeHV7fHWt5— NBA (@NBA) January 28, 2022 Atkvæði stuðningsmanna giltu 50% í kosningunni, sérfræðingar úr fjölmiðlastéttinni fengu 25% vægi og leikmenn úr deildinni 25% vægi en niðurstöðurnar má sjá hér. Three voting groups determined the starters: Fans (50%) NBA players (25%) Media panel 25%) Complete voting results here: https://t.co/h4VCEaRwVRBelow are the overall scores for the top finishers at each position. pic.twitter.com/W6An0FhzgY— NBA Communications (@NBAPR) January 28, 2022 Skvettubræður í stuði og Lakers töpuðu án James Aðeins tveir leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Golden State í 124-115 sigri gegn Minnesota Timberwolves. Heimamenn í Golden State settu alls niður 21 þriggja stiga skot í leiknum. A new season-high for Klay Thompson, 23 PTS (5-9 3PM)!Watch Now on TNT pic.twitter.com/5NjJTzqG9T— NBA (@NBA) January 28, 2022 LeBron James fékk svo hvíld í leik LA Lakers gegn Philadelphia 76ers þar sem heimamenn í Philadelphia unnu sigur, 105-87, þrátt fyrir 31 stig og 12 fráköst Anthony Davis. Joel Embiid var ekki upp á sitt besta en skoraði engu að síður 26 stig og tók níu fráköst fyrir Philadelphia, en hann klikkaði til að mynda á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum.
NBA Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira