Beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að ástæðulausu Snorri Másson skrifar 26. janúar 2022 18:21 Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að ástæðulausu. Hjarðónæmi gæti náðst í mars eða apríl, en þrátt fyrir góða stöðu borgi sig að fara hægt í afléttingar. Allt stefnir í hjarðónæmi gegn veirunni eftir einn og hálfan til tvo mánuði að sögn sóttvarnalæknis - því að það eru hægt og rólega allir að sýkjast. Þar með ættum við að vera laus undan oki veirunnar í það minnsta um stundarsakir að því gefnu að ekki komi til nýtt afbrigði. „Mér fyndist það frekar ólíklegt að við fengjum eitthvað algerlega nýtt afbrigði sem væri hættulegt og bólusetning og fyrra smit myndi ekki vernda,“ segir Þórólfur. Of mikið hefur borið á því að sögn sóttvarnalæknis að fólk sé að fara í sýnatöku að nauðsynjalausu, enda séu afköstin ekki ótakmörkuð í greiningu sýnanna. „Við erum aðeins að reyna að slá á það pínulítið, vegna þess að við höfum ekki ótakmarkaða getu til að greina sýnin. Hún mun skerðast nokkuð á næstunni. Þannig að við biðlum til fólks að vanda sig við að fara í sýnatöku, helst þá sem eru með einkenni, klárlega. Það geta síðan verið aðrar ástæður en ekki bara þegar manni dettur það í hug.“ Hjarðónæmi miðar við að 70% eða jafnvel 80% smitist af veirunni, sem verður ekki án afleiðinga þótt veikindi séu væg af völdum omíkron-afbrigðisins. „Menn eru að sjá strax núna ýmsar langtímaafleiðingar af Covid. Menn eru að tala um aukningu í sykursýki hjá börnum eftir smit, menn eru að tala um alls konar þreytu, andlega vanlíðan og önnur einkenni eftir Covid-smit,“ segir Þórólfur. „Þannig að ég held að við eigum eftir að fá að vita miklu meira um þetta á næstu mánuðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.539 greindust innanlands 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 58 á landamærum. 26. janúar 2022 10:21 Fjöldi inniliggjandi með Covid-19 óbreyttur milli daga 37 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. 26. janúar 2022 10:08 Svona var 196. upplýsingafundurinn vegna Covid-19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn munu fara yfir stöðu mála í faraldrinum á upplýsingafundi almannavarna í dag klukkan 11:00. 26. janúar 2022 08:59 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Allt stefnir í hjarðónæmi gegn veirunni eftir einn og hálfan til tvo mánuði að sögn sóttvarnalæknis - því að það eru hægt og rólega allir að sýkjast. Þar með ættum við að vera laus undan oki veirunnar í það minnsta um stundarsakir að því gefnu að ekki komi til nýtt afbrigði. „Mér fyndist það frekar ólíklegt að við fengjum eitthvað algerlega nýtt afbrigði sem væri hættulegt og bólusetning og fyrra smit myndi ekki vernda,“ segir Þórólfur. Of mikið hefur borið á því að sögn sóttvarnalæknis að fólk sé að fara í sýnatöku að nauðsynjalausu, enda séu afköstin ekki ótakmörkuð í greiningu sýnanna. „Við erum aðeins að reyna að slá á það pínulítið, vegna þess að við höfum ekki ótakmarkaða getu til að greina sýnin. Hún mun skerðast nokkuð á næstunni. Þannig að við biðlum til fólks að vanda sig við að fara í sýnatöku, helst þá sem eru með einkenni, klárlega. Það geta síðan verið aðrar ástæður en ekki bara þegar manni dettur það í hug.“ Hjarðónæmi miðar við að 70% eða jafnvel 80% smitist af veirunni, sem verður ekki án afleiðinga þótt veikindi séu væg af völdum omíkron-afbrigðisins. „Menn eru að sjá strax núna ýmsar langtímaafleiðingar af Covid. Menn eru að tala um aukningu í sykursýki hjá börnum eftir smit, menn eru að tala um alls konar þreytu, andlega vanlíðan og önnur einkenni eftir Covid-smit,“ segir Þórólfur. „Þannig að ég held að við eigum eftir að fá að vita miklu meira um þetta á næstu mánuðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.539 greindust innanlands 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 58 á landamærum. 26. janúar 2022 10:21 Fjöldi inniliggjandi með Covid-19 óbreyttur milli daga 37 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. 26. janúar 2022 10:08 Svona var 196. upplýsingafundurinn vegna Covid-19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn munu fara yfir stöðu mála í faraldrinum á upplýsingafundi almannavarna í dag klukkan 11:00. 26. janúar 2022 08:59 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
1.539 greindust innanlands 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 58 á landamærum. 26. janúar 2022 10:21
Fjöldi inniliggjandi með Covid-19 óbreyttur milli daga 37 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. 26. janúar 2022 10:08
Svona var 196. upplýsingafundurinn vegna Covid-19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn munu fara yfir stöðu mála í faraldrinum á upplýsingafundi almannavarna í dag klukkan 11:00. 26. janúar 2022 08:59