Ráðinn framkvæmdastjóri hjá Brimi eftir heimaslátrunarævintýri Matís Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2022 12:49 Sveinn hefur sýnt eftirtektarvert frumkvæði og þor í störfum sínum að mati forstjóra Brims. Samsett Sveinn Margeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brimi hf. Sveinn mun taka formlega til starfa þann 1. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brimi en að sögn félagsins verður hlutverk Sveins að skapa tækifæri til verðmætaaukningar í starfsemi og nærsamfélagi Brims og leiða framkvæmd stefnu félagsins á sviði nýsköpunar, vöruþróunar og loftslagsmála. „Viðfangsefni hans er að gæta að virðisauka í öllum starfsþáttum félagsins og heildarhagsmunum Brims til lengri tíma. Með ráðningu Sveins stefnir Brim að aukinni samvinnu við íslensk og alþjóðleg fyrirtæki, háskóla og rannsóknarstofnanir á sviði sjálfbærrar nýtingar hráefna og vistvæns rekstrar í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna,“ segir á vef fyrirtækisins. Sveinn er með doktorspróf í iðnaðarverkfræði og hefur lokið stjórnunarnámi við Harvard Business School. Sveinn hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði nýsköpunar og stefnumótunar, einkum tengt sjávarútvegi og verðmætasköpun í landbúnaði. Hann gegndi áður starfi forstjóra, sviðsstjóra og deildarstjóra hjá Matís og hefur verið sveitarstjóri Skútustaðahrepps frá 2020. Ákærður fyrir að eiga þátt í ólöglegri sölu Sveinn komst í fréttir árið 2019 þegar hann var ákærður fyrir brot á lögum um slátrun og sláturaðferðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað var utan löggilts sláturhúss á bændamarkaði í Skagafirði. Hin meintu brot áttu sér stað á meðan hann starfaði hjá Matís en salan og framleiðslan var hluti af tilraunaverkefni sem Matís hafði umsjón með. Á markaðnum var meðal annars selt kjöt af lömbum sem hafði verið slátrað í samræmi við verklag sem Matís hafði lagt til. Sveinn neitaði sök í málinu og var sýknaður af ákærunni í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Hann hafði þá verið rekinn frá Matís árið 2018, þremur vikum eftir að Matvælastofnun fór þess á leit við lögreglu að rannsókn yrði hafin á málinu. Lykilinn að lausn loftslagsmála „Það er ánægjulegt að fá Svein í Brim teymið. Hann hefur í störfum sínum sýnt eftirtektarvert frumkvæði og þor, sem eru nauðsynlegir eiginleikar þegar leiða skal Brim enn frekar inn á brautir sjálfbærrar þróunar, nýsköpunar og alþjóðlegs samstarfs,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í tilkynningu um ráðninguna. „Nýsköpun og samfélagsleg ábyrgð eru lykillinn að lausn loftslagsmála, sem er stærsta áskorunin sem mannkynið stendur nú frammi fyrir. Brim hefur sýnt í verki mikla ábyrgð í umgengni við náttúru og samfélög. Það er afar spennandi að geta haft áhrif á stefnu hjá öflugu sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi við uppbyggingu á hringrásarhagkerfi og vistkerfi nýsköpunar,“ segir Sveinn. Vistaskipti Sjávarútvegur Brim Tengdar fréttir Brottreksturinn grátbroslegur nú þegar leyfa á heimaslátrun: „Óska engum þess að fara í gegnum þetta“ Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóri Matís, fagnar því að loks standi til að leyfa bændum að slátra sauðfé og geitum á búum sínum og dreifa á markaði. 9. maí 2021 20:01 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brimi en að sögn félagsins verður hlutverk Sveins að skapa tækifæri til verðmætaaukningar í starfsemi og nærsamfélagi Brims og leiða framkvæmd stefnu félagsins á sviði nýsköpunar, vöruþróunar og loftslagsmála. „Viðfangsefni hans er að gæta að virðisauka í öllum starfsþáttum félagsins og heildarhagsmunum Brims til lengri tíma. Með ráðningu Sveins stefnir Brim að aukinni samvinnu við íslensk og alþjóðleg fyrirtæki, háskóla og rannsóknarstofnanir á sviði sjálfbærrar nýtingar hráefna og vistvæns rekstrar í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna,“ segir á vef fyrirtækisins. Sveinn er með doktorspróf í iðnaðarverkfræði og hefur lokið stjórnunarnámi við Harvard Business School. Sveinn hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði nýsköpunar og stefnumótunar, einkum tengt sjávarútvegi og verðmætasköpun í landbúnaði. Hann gegndi áður starfi forstjóra, sviðsstjóra og deildarstjóra hjá Matís og hefur verið sveitarstjóri Skútustaðahrepps frá 2020. Ákærður fyrir að eiga þátt í ólöglegri sölu Sveinn komst í fréttir árið 2019 þegar hann var ákærður fyrir brot á lögum um slátrun og sláturaðferðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað var utan löggilts sláturhúss á bændamarkaði í Skagafirði. Hin meintu brot áttu sér stað á meðan hann starfaði hjá Matís en salan og framleiðslan var hluti af tilraunaverkefni sem Matís hafði umsjón með. Á markaðnum var meðal annars selt kjöt af lömbum sem hafði verið slátrað í samræmi við verklag sem Matís hafði lagt til. Sveinn neitaði sök í málinu og var sýknaður af ákærunni í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Hann hafði þá verið rekinn frá Matís árið 2018, þremur vikum eftir að Matvælastofnun fór þess á leit við lögreglu að rannsókn yrði hafin á málinu. Lykilinn að lausn loftslagsmála „Það er ánægjulegt að fá Svein í Brim teymið. Hann hefur í störfum sínum sýnt eftirtektarvert frumkvæði og þor, sem eru nauðsynlegir eiginleikar þegar leiða skal Brim enn frekar inn á brautir sjálfbærrar þróunar, nýsköpunar og alþjóðlegs samstarfs,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í tilkynningu um ráðninguna. „Nýsköpun og samfélagsleg ábyrgð eru lykillinn að lausn loftslagsmála, sem er stærsta áskorunin sem mannkynið stendur nú frammi fyrir. Brim hefur sýnt í verki mikla ábyrgð í umgengni við náttúru og samfélög. Það er afar spennandi að geta haft áhrif á stefnu hjá öflugu sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi við uppbyggingu á hringrásarhagkerfi og vistkerfi nýsköpunar,“ segir Sveinn.
Vistaskipti Sjávarútvegur Brim Tengdar fréttir Brottreksturinn grátbroslegur nú þegar leyfa á heimaslátrun: „Óska engum þess að fara í gegnum þetta“ Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóri Matís, fagnar því að loks standi til að leyfa bændum að slátra sauðfé og geitum á búum sínum og dreifa á markaði. 9. maí 2021 20:01 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Brottreksturinn grátbroslegur nú þegar leyfa á heimaslátrun: „Óska engum þess að fara í gegnum þetta“ Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóri Matís, fagnar því að loks standi til að leyfa bændum að slátra sauðfé og geitum á búum sínum og dreifa á markaði. 9. maí 2021 20:01