27 íbúar greinst í hópsýkingu á Grund Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2022 10:05 Um er að ræða stærstu hópsýkingu sem komið hefur upp á hjúkrunarheimilinu frá því faraldurinn hófst. Vísir/Vilhelm 27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga. Einn heimilismaður hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna veikinda sinna. Þetta staðfestir Sigrún Faulk, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Grund, en RÚV greindi fyrst frá hópsýkingunni. Þetta er sú umfangsmesta sem greinst hefur á Grund frá því faraldurinn hófst. Nær allir íbúar hafa verið þríbólusettir gegn Covid-19 og er lítið um alvarleg veikindi í hópnum. „Við erum mjög þakklát fyrir að þetta er bundið við eina deild og öll áherslan hjá okkur er á að það haldist þannig, að það verði ekki hópsmit á fleiri deildum. Fólk er ekki svo veikt og við bara tökum einn dag í einu hérna,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Íbúar almennt tekið þessu með ró Heimsóknatakmarkanir hafa verið í gildi á hjúkrunarheimilinu og er heimilismönnum á öðrum deildum einungis heimilt að fá til sín einn gest á dag. Eru þeir beðnir um að fara sérstaklega varlega og taka hraðpróf áður en mætt er á heimilið. Sigrún segir að nokkur fjöldi starfsmanna hafi lent í einangrun að undanförnu, líkt og á öðrum stórum vinnustöðum, og hjúkrunarheimilið því verið undirmannað. „En þetta einhvern veginn gengur með góðum vilja og samstöðu, skilningsríkum aðstandendum og æðrulausu heimilisfólki, það er kannski fyrst og fremst það að íbúarnir hérna eru alveg einstakir.“ Um sé að ræða æðrulausa kynslóð sem hafi upplifað ýmislegt á sinni ævi og láti ekki hvað sem er slá sig út af laginu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Einn heimilismaður hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna veikinda sinna. Þetta staðfestir Sigrún Faulk, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Grund, en RÚV greindi fyrst frá hópsýkingunni. Þetta er sú umfangsmesta sem greinst hefur á Grund frá því faraldurinn hófst. Nær allir íbúar hafa verið þríbólusettir gegn Covid-19 og er lítið um alvarleg veikindi í hópnum. „Við erum mjög þakklát fyrir að þetta er bundið við eina deild og öll áherslan hjá okkur er á að það haldist þannig, að það verði ekki hópsmit á fleiri deildum. Fólk er ekki svo veikt og við bara tökum einn dag í einu hérna,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Íbúar almennt tekið þessu með ró Heimsóknatakmarkanir hafa verið í gildi á hjúkrunarheimilinu og er heimilismönnum á öðrum deildum einungis heimilt að fá til sín einn gest á dag. Eru þeir beðnir um að fara sérstaklega varlega og taka hraðpróf áður en mætt er á heimilið. Sigrún segir að nokkur fjöldi starfsmanna hafi lent í einangrun að undanförnu, líkt og á öðrum stórum vinnustöðum, og hjúkrunarheimilið því verið undirmannað. „En þetta einhvern veginn gengur með góðum vilja og samstöðu, skilningsríkum aðstandendum og æðrulausu heimilisfólki, það er kannski fyrst og fremst það að íbúarnir hérna eru alveg einstakir.“ Um sé að ræða æðrulausa kynslóð sem hafi upplifað ýmislegt á sinni ævi og láti ekki hvað sem er slá sig út af laginu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira