Biðin eftir meðferð/afeitrun getur orðið dauðans alvara Helga Maria Mosty skrifar 25. janúar 2022 14:31 Fíkill fer í meðferð og fíkill fellur, fíkill fer aftur í meðferð og fellur aftur. Því miður fyrir marga fíkla er þetta langvarandi ástand. Því miður er þetta allt of oft veruleikinn, fyrir bæði fíkilinn og aðstandendur. Meðferð og hvað svo ? Þegar fíkill er langt leiddur og búinn að fara í óteljandi meðferðir hvað er þá til ráða? Oftar en ekki hefur fíkillinn eða aðstandendur þurft að hafa mikið fyrir því að koma fíklinum í meðferð. Hann sækir um t.d. á Vogi (ekki um marga aðra staði að velja ef þá nokkurn) og þarf að bíða, stundum í viku eða tvær eða jafnvel lengur. Hvað gerir fíkillinn meðan hann bíður? Sumum tekst að halda sér edrú en öðrum ekki. Sumum tekst að mæta á réttum tíma í meðferð en þeir sem ekki mæta á „réttum tíma“ í meðferð, til dæmis degi of seint, þurfa að bíða – aftur ! Fíkill er nefnilega ekki alltaf með tímaskinið á hreinu. Hvernig fer þessi bið með fíkilinn, aðstandendur og hinn almenna borgara ? Jú sjáðu til, við erum alltaf að hrósa okkur Íslendingum fyrir svo súper flott heilbrigðiskerfi sem er bara ekkert svo flott eftir allt saman. Fíklar hafa dáið á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð því biðin var of löng fyrir þá. Sumir halda partýinu áfram meðan næsta bið tekur við. Á meðan partýinu stendur getur fíkillinn verið sjálfum sér, aðstandendum og hinum almenna borgara hættulegur. Hvað eru fíklar ekki til í að gera fyrir næsta skammt eða hverja er fíkillinn til í að hitta, ræna, slást við og svo frv á meðan á biðinni stendur? Er ekki ódýrara og réttara fyrir samfélagið að taka á móti fíklum í meðferð um leið og þeir óska eftir því? Væri ekki gott fyrir lögreglu og sjúkrahúsið að geta einbeitt sér að öðrum heldur en fíklum í bið? Ef fíkill tekur inn of stóran skammt og er svo heppinn að komast á spítala þar sem hægt er að lappa upp á hann er hann sendur í burt af spítalanum jafnvel innan 10 tíma frá komu á spítalann. Ef fíkill er ekki svo „heppinn“ að hafa fengið hjálpina mjög fljótlega og ástandið er því verra er honum haldið á spítalanum í lengri tíma og svo hleypt út í samfélagið aftur. Af hverju er fíkli ekki boðið pláss í meðferð eftir viðkomu á spítala vegna of stórs skammts? Enn og aftur: margir fíklar deyja á meðan þeir bíða eftir meðferð. Finnst okkur þetta bara allt í lagi? Ef þú fótbrotnar er þér þá sagt að koma eftir 2 vikur og ef þú missir af þeim tíma ertu þá bara látin/n bíða í 2 vikur í viðbót? Fíkn er sjúkdómur. Fíkn er ekki alltaf val eða aumingjaskapur eins og sumir halda. Fíkn er sjúkdómur og ekki einungis fyrir fíkilinn heldur flest alla þá er standa honum næst. Þegar einstaklingur er fíkill og er virkur fíkill er það er ekki einstaklingurinn sem stjórnar ferðinni, heldur er það fíkillinn. Af hverju er ekki ofarlega á forgangslistanum hjá heilbrigðisráðherra okkar, þ.e.a.s. EF þetta er á einhverjum lista yfir höfuð að aðstoða fíkla og taka á móti þeim í meðferð þegar fíkill leitar eftir því ? Af hverju eru ekki stofnanir á vegum ríkisins sem taka á móti fíklum í afeitrun eins og Vogur en þó án biðarinnar? Útrýmum biðinni því bið eftir afeitrun/meðferð getur verið dauðans alvara! Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fíkill fer í meðferð og fíkill fellur, fíkill fer aftur í meðferð og fellur aftur. Því miður fyrir marga fíkla er þetta langvarandi ástand. Því miður er þetta allt of oft veruleikinn, fyrir bæði fíkilinn og aðstandendur. Meðferð og hvað svo ? Þegar fíkill er langt leiddur og búinn að fara í óteljandi meðferðir hvað er þá til ráða? Oftar en ekki hefur fíkillinn eða aðstandendur þurft að hafa mikið fyrir því að koma fíklinum í meðferð. Hann sækir um t.d. á Vogi (ekki um marga aðra staði að velja ef þá nokkurn) og þarf að bíða, stundum í viku eða tvær eða jafnvel lengur. Hvað gerir fíkillinn meðan hann bíður? Sumum tekst að halda sér edrú en öðrum ekki. Sumum tekst að mæta á réttum tíma í meðferð en þeir sem ekki mæta á „réttum tíma“ í meðferð, til dæmis degi of seint, þurfa að bíða – aftur ! Fíkill er nefnilega ekki alltaf með tímaskinið á hreinu. Hvernig fer þessi bið með fíkilinn, aðstandendur og hinn almenna borgara ? Jú sjáðu til, við erum alltaf að hrósa okkur Íslendingum fyrir svo súper flott heilbrigðiskerfi sem er bara ekkert svo flott eftir allt saman. Fíklar hafa dáið á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð því biðin var of löng fyrir þá. Sumir halda partýinu áfram meðan næsta bið tekur við. Á meðan partýinu stendur getur fíkillinn verið sjálfum sér, aðstandendum og hinum almenna borgara hættulegur. Hvað eru fíklar ekki til í að gera fyrir næsta skammt eða hverja er fíkillinn til í að hitta, ræna, slást við og svo frv á meðan á biðinni stendur? Er ekki ódýrara og réttara fyrir samfélagið að taka á móti fíklum í meðferð um leið og þeir óska eftir því? Væri ekki gott fyrir lögreglu og sjúkrahúsið að geta einbeitt sér að öðrum heldur en fíklum í bið? Ef fíkill tekur inn of stóran skammt og er svo heppinn að komast á spítala þar sem hægt er að lappa upp á hann er hann sendur í burt af spítalanum jafnvel innan 10 tíma frá komu á spítalann. Ef fíkill er ekki svo „heppinn“ að hafa fengið hjálpina mjög fljótlega og ástandið er því verra er honum haldið á spítalanum í lengri tíma og svo hleypt út í samfélagið aftur. Af hverju er fíkli ekki boðið pláss í meðferð eftir viðkomu á spítala vegna of stórs skammts? Enn og aftur: margir fíklar deyja á meðan þeir bíða eftir meðferð. Finnst okkur þetta bara allt í lagi? Ef þú fótbrotnar er þér þá sagt að koma eftir 2 vikur og ef þú missir af þeim tíma ertu þá bara látin/n bíða í 2 vikur í viðbót? Fíkn er sjúkdómur. Fíkn er ekki alltaf val eða aumingjaskapur eins og sumir halda. Fíkn er sjúkdómur og ekki einungis fyrir fíkilinn heldur flest alla þá er standa honum næst. Þegar einstaklingur er fíkill og er virkur fíkill er það er ekki einstaklingurinn sem stjórnar ferðinni, heldur er það fíkillinn. Af hverju er ekki ofarlega á forgangslistanum hjá heilbrigðisráðherra okkar, þ.e.a.s. EF þetta er á einhverjum lista yfir höfuð að aðstoða fíkla og taka á móti þeim í meðferð þegar fíkill leitar eftir því ? Af hverju eru ekki stofnanir á vegum ríkisins sem taka á móti fíklum í afeitrun eins og Vogur en þó án biðarinnar? Útrýmum biðinni því bið eftir afeitrun/meðferð getur verið dauðans alvara! Höfundur er móðir.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun