Skýrsla Henrys: Leikur hinna glötuðu tækifæra Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. janúar 2022 17:40 Hundsvekktir. Strákarnir okkar ætluðu sér tvö stig í MVM Dome í dag en það gekk því miður ekki eftir. vísir/epa Svo svekkjandi. Svo hrikalega svekkjandi. Samt svo mikið stolt yfir því hvað þessir drengir eru að afreka við hrikalega erfiðar aðstæður í Búdapest. Stemningin fyrir leik var mjög sérstök. Fáir áhorfendur um miðjan dag á mánudegi. Þetta var eins og að vera á leik í Olís-deildinni í allt of stóru húsi. Stemningin var svolítið þannig. Alls voru níu leikmenn gengnir úr skaftinu fyrir leikinn. Ansi mikið og þungt högg en á móti þá var Björgvin Páll mættur aftur eftir að hafa verið fljótur að hrista af sér veiruna. Fyrri hálfleikur var heilt yfir ljómandi vel spilaður gegn frekar áhugalausu króatísku liði. Viktor Gísli varði eins og berserkur og vörnin var í banastuði fyrir framan hann. Strákarnir voru með Króatana upp við kaðlana en náðu ekki rothögginu. Mest fimm marka munur en þá fóru menn illa að ráði sínu og munurinn aðeins tvö mörk í hálfleik. Þarna hefði liðið átt að leiða með fimm mörkum plús. Tækifærin voru til staðar og liðið fékk aðeins á sig sex mörk úr opnum leik. Fyrri hluti síðari hálfleiks var vondur. Það gekk hvorki né rak í neinu og á vellinum voru margar þungar lappir. Skiljanlega. Áræðnin var ekki sú sama og menn voru farnir að horfa of mikið á Ómar Inga í stað þess að taka af skarið eins og þeir hafa gert allt mótið til þessa. Króatarnir voru komnir með neista i augun. Neista sem strákarnir hefðu getað slökkt í fyrri hálfleik. Þegar leikurinn var alveg við það að fara í skrúfuna tók Guðmundur sitt síðasta leikhlé. Þá voru enn 17 mínútur eftir. Hann kastaði út síðasta ásnum sem var að spila 7 á 6. Smám saman kom glampinn aftur í auga strákanna okkar og á einhvern ótrúlegan hátt tókst þeim að koma sér inn í leikinn á ný og gott betur en það. Komast yfir. Til þess þurfti risahjarta og það er risahjarta í þessu liði. Þeir voru í kjörstöðu undir lokin en fóru illa með tækifærin sín. Þetta var svo sannarlega leikur hinna glötuðu tækifæra. Það er samt margt jákvætt þrátt fyrir allt svekkelsið. Vinstri vængurinn blómstraði og skilaði tíu mörkum þegar bensínið var orðið lítið hægra megin. Elvar og Orri Freyr eru að stíga sín fyrstu skrefi á stórmóti og hafa fengið í andlitið að byrja gegn Dönum, Frökkum og Króötum. Þeir hafa staðið sig afburðavel og framar vonum. Toppmenn. Viktor Gísli hélt áfram að verja vel og skilaði góðu verki. Ómar Ingi er enn töframaður þó svo hann sé á hálfum hraða. Elliði, Ýmir og vörnin átti svo enn einn stórleikinn. Þvílíkar framfarir þar og þeir félagar að ná frábærlega saman. Þrátt fyrir þetta svekkjandi tap stend ég upp og tek sixpensarann ofan fyrir þessum töffurum. Þeir eru að standa sig hrikalega vel í fáranlegum aðstæðum og fólk á vart orð yfir því hvað þetta hálfgerða varalið er að gera. Þessi orrusta tapaðist kannski en stríðinu er ekki lokið. Vonandi endurheimtum við sterka leikmenn fyrir lokaleik milliriðilsins. Nái liðið sigri þar er sæti í undanúrslitum svo sannarlega möguleiki. Áfram veginn. Þjóðin hefur enn fulla trú á strákunum okkar og ævintýrinu í Búdapest. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45 Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:50 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Stemningin fyrir leik var mjög sérstök. Fáir áhorfendur um miðjan dag á mánudegi. Þetta var eins og að vera á leik í Olís-deildinni í allt of stóru húsi. Stemningin var svolítið þannig. Alls voru níu leikmenn gengnir úr skaftinu fyrir leikinn. Ansi mikið og þungt högg en á móti þá var Björgvin Páll mættur aftur eftir að hafa verið fljótur að hrista af sér veiruna. Fyrri hálfleikur var heilt yfir ljómandi vel spilaður gegn frekar áhugalausu króatísku liði. Viktor Gísli varði eins og berserkur og vörnin var í banastuði fyrir framan hann. Strákarnir voru með Króatana upp við kaðlana en náðu ekki rothögginu. Mest fimm marka munur en þá fóru menn illa að ráði sínu og munurinn aðeins tvö mörk í hálfleik. Þarna hefði liðið átt að leiða með fimm mörkum plús. Tækifærin voru til staðar og liðið fékk aðeins á sig sex mörk úr opnum leik. Fyrri hluti síðari hálfleiks var vondur. Það gekk hvorki né rak í neinu og á vellinum voru margar þungar lappir. Skiljanlega. Áræðnin var ekki sú sama og menn voru farnir að horfa of mikið á Ómar Inga í stað þess að taka af skarið eins og þeir hafa gert allt mótið til þessa. Króatarnir voru komnir með neista i augun. Neista sem strákarnir hefðu getað slökkt í fyrri hálfleik. Þegar leikurinn var alveg við það að fara í skrúfuna tók Guðmundur sitt síðasta leikhlé. Þá voru enn 17 mínútur eftir. Hann kastaði út síðasta ásnum sem var að spila 7 á 6. Smám saman kom glampinn aftur í auga strákanna okkar og á einhvern ótrúlegan hátt tókst þeim að koma sér inn í leikinn á ný og gott betur en það. Komast yfir. Til þess þurfti risahjarta og það er risahjarta í þessu liði. Þeir voru í kjörstöðu undir lokin en fóru illa með tækifærin sín. Þetta var svo sannarlega leikur hinna glötuðu tækifæra. Það er samt margt jákvætt þrátt fyrir allt svekkelsið. Vinstri vængurinn blómstraði og skilaði tíu mörkum þegar bensínið var orðið lítið hægra megin. Elvar og Orri Freyr eru að stíga sín fyrstu skrefi á stórmóti og hafa fengið í andlitið að byrja gegn Dönum, Frökkum og Króötum. Þeir hafa staðið sig afburðavel og framar vonum. Toppmenn. Viktor Gísli hélt áfram að verja vel og skilaði góðu verki. Ómar Ingi er enn töframaður þó svo hann sé á hálfum hraða. Elliði, Ýmir og vörnin átti svo enn einn stórleikinn. Þvílíkar framfarir þar og þeir félagar að ná frábærlega saman. Þrátt fyrir þetta svekkjandi tap stend ég upp og tek sixpensarann ofan fyrir þessum töffurum. Þeir eru að standa sig hrikalega vel í fáranlegum aðstæðum og fólk á vart orð yfir því hvað þetta hálfgerða varalið er að gera. Þessi orrusta tapaðist kannski en stríðinu er ekki lokið. Vonandi endurheimtum við sterka leikmenn fyrir lokaleik milliriðilsins. Nái liðið sigri þar er sæti í undanúrslitum svo sannarlega möguleiki. Áfram veginn. Þjóðin hefur enn fulla trú á strákunum okkar og ævintýrinu í Búdapest.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45 Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:50 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45
Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:50