Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Árni Sæberg og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 24. janúar 2022 16:57 Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Vísir/vilhelm Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu. Sú hegðun er ófyrirgefanleg en ég taldi mér ranglega trú um að þau samskipti væru grafin og gleymd og þau hafa ekki haft áhrif á störf mín fyrir SÁÁ. Ljóst er hins vegar að umræða um þetta mál er einungis til þess fallin að varpa rýrð á SÁÁ ef ég sit þar áfram sem formaður. Ég iðrast að hafa farið þessa leið og að hafa valdið fjölskyldu minni sársauka vegna hegðunar minnar. Bið ég alla þá sem málið varðar afsökunar á framferði mínu.“ Anna Hildur Guðmundsson, stjórnarmaður SÁÁ, segir framkvæmdastjórn samtakanna fyrst hafa fengið afspurn af málinu á föstudag. Á fundi með Einari í dag hafi það fengið staðfest. Í kjölfarið hafi hann tilkynnt afsögn sína. Meira hafi stjórnin ekki að segja að svo stöddu og muni boða til fundar aðalstjórnar sem fyrst. „Starfsemi samtakanna heldur áfram og er óbreytt,“ segir Anna Hildur í samtali við Vísi, en hún hefur tekið að sér hlutverk talsmanns stjórnar í veikindafjarveru varaformannsins Sigurðar Friðrikssonar. Hafi keypt vændi af konu í neyslu Í frétt Stundarinnar um málið segir að Einar hafi á árunum 2016 til 2018 keypt vændiþjónustu af konu sem var á þeim tíma virkur fíkniefnaneytandi. Hún sé nú skjólstæðingur SÁÁ. Stundin segir umfjöllun sína studda gögnum sem sýna meðal annars samskipti Einars og konunnar á Facebook. Þar segir jafnframt að Stundin hafi heimildir fyrir því að embætti landlæknis hafi verið upplýst um málið árið 2020 og að stjórnarmaður SÁÁ hafi sömuleiðis vitað af vændiskaupum Einars. Einar var kjörinn formaður SÁÁ í júní 2020. Þá hafði hann betur í kosningum gegn Þórarni Tyrfingssyni sem var formaður samtakanna í rúma tvo áratugi. Erfiðir tímar fyrir samtökin Á dögunum kröfðu Sjúkratryggingar Íslands SÁÁ um endurgreiðslu 175 milljóna krjóna vegna tilhæfulausra reikninga. Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. Í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum 18. janúar síðastliðinn sagðist framkvæmdastjórn félagsins vera slegin. „Í þeim krefjandi aðstæðum sem heimsfaraldri fylgdi, með tilheyrandi samkomutakmörkunum, var leitað allra leiða til að halda uppi lögbundinni og nauðsynlegri þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Það eru því mikil vonbrigði að eftirlitsdeild SÍ skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að málum og kært SÁÁ til embættis héraðssaksóknara,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki hefur náðst í Einar Hermannsson við vinnslu fréttarinnar. Fíkn SÁÁ Félagasamtök Mál Einars Hermannssonar Vændi Tengdar fréttir Starfsfólk SÁÁ telur illa að sér vegið Starfsfólk SÁÁ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það telur með málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna sem og allri starfsemi SÁÁ. 18. janúar 2022 16:34 Framkvæmdastjórn SÁÁ segist slegin Framkvæmdastjórn SÁÁ segist sleginn yfir yfir því að Sjúkratryggingar Íslands hafi sent kæru til embættis héraðssaksóknara vegna starfshátta SÁÁ. 18. janúar 2022 08:40 Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu. Sú hegðun er ófyrirgefanleg en ég taldi mér ranglega trú um að þau samskipti væru grafin og gleymd og þau hafa ekki haft áhrif á störf mín fyrir SÁÁ. Ljóst er hins vegar að umræða um þetta mál er einungis til þess fallin að varpa rýrð á SÁÁ ef ég sit þar áfram sem formaður. Ég iðrast að hafa farið þessa leið og að hafa valdið fjölskyldu minni sársauka vegna hegðunar minnar. Bið ég alla þá sem málið varðar afsökunar á framferði mínu.“ Anna Hildur Guðmundsson, stjórnarmaður SÁÁ, segir framkvæmdastjórn samtakanna fyrst hafa fengið afspurn af málinu á föstudag. Á fundi með Einari í dag hafi það fengið staðfest. Í kjölfarið hafi hann tilkynnt afsögn sína. Meira hafi stjórnin ekki að segja að svo stöddu og muni boða til fundar aðalstjórnar sem fyrst. „Starfsemi samtakanna heldur áfram og er óbreytt,“ segir Anna Hildur í samtali við Vísi, en hún hefur tekið að sér hlutverk talsmanns stjórnar í veikindafjarveru varaformannsins Sigurðar Friðrikssonar. Hafi keypt vændi af konu í neyslu Í frétt Stundarinnar um málið segir að Einar hafi á árunum 2016 til 2018 keypt vændiþjónustu af konu sem var á þeim tíma virkur fíkniefnaneytandi. Hún sé nú skjólstæðingur SÁÁ. Stundin segir umfjöllun sína studda gögnum sem sýna meðal annars samskipti Einars og konunnar á Facebook. Þar segir jafnframt að Stundin hafi heimildir fyrir því að embætti landlæknis hafi verið upplýst um málið árið 2020 og að stjórnarmaður SÁÁ hafi sömuleiðis vitað af vændiskaupum Einars. Einar var kjörinn formaður SÁÁ í júní 2020. Þá hafði hann betur í kosningum gegn Þórarni Tyrfingssyni sem var formaður samtakanna í rúma tvo áratugi. Erfiðir tímar fyrir samtökin Á dögunum kröfðu Sjúkratryggingar Íslands SÁÁ um endurgreiðslu 175 milljóna krjóna vegna tilhæfulausra reikninga. Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. Í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum 18. janúar síðastliðinn sagðist framkvæmdastjórn félagsins vera slegin. „Í þeim krefjandi aðstæðum sem heimsfaraldri fylgdi, með tilheyrandi samkomutakmörkunum, var leitað allra leiða til að halda uppi lögbundinni og nauðsynlegri þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Það eru því mikil vonbrigði að eftirlitsdeild SÍ skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að málum og kært SÁÁ til embættis héraðssaksóknara,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki hefur náðst í Einar Hermannsson við vinnslu fréttarinnar.
Fíkn SÁÁ Félagasamtök Mál Einars Hermannssonar Vændi Tengdar fréttir Starfsfólk SÁÁ telur illa að sér vegið Starfsfólk SÁÁ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það telur með málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna sem og allri starfsemi SÁÁ. 18. janúar 2022 16:34 Framkvæmdastjórn SÁÁ segist slegin Framkvæmdastjórn SÁÁ segist sleginn yfir yfir því að Sjúkratryggingar Íslands hafi sent kæru til embættis héraðssaksóknara vegna starfshátta SÁÁ. 18. janúar 2022 08:40 Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Starfsfólk SÁÁ telur illa að sér vegið Starfsfólk SÁÁ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það telur með málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna sem og allri starfsemi SÁÁ. 18. janúar 2022 16:34
Framkvæmdastjórn SÁÁ segist slegin Framkvæmdastjórn SÁÁ segist sleginn yfir yfir því að Sjúkratryggingar Íslands hafi sent kæru til embættis héraðssaksóknara vegna starfshátta SÁÁ. 18. janúar 2022 08:40
Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27