Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Árni Sæberg og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 24. janúar 2022 16:57 Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Vísir/vilhelm Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu. Sú hegðun er ófyrirgefanleg en ég taldi mér ranglega trú um að þau samskipti væru grafin og gleymd og þau hafa ekki haft áhrif á störf mín fyrir SÁÁ. Ljóst er hins vegar að umræða um þetta mál er einungis til þess fallin að varpa rýrð á SÁÁ ef ég sit þar áfram sem formaður. Ég iðrast að hafa farið þessa leið og að hafa valdið fjölskyldu minni sársauka vegna hegðunar minnar. Bið ég alla þá sem málið varðar afsökunar á framferði mínu.“ Anna Hildur Guðmundsson, stjórnarmaður SÁÁ, segir framkvæmdastjórn samtakanna fyrst hafa fengið afspurn af málinu á föstudag. Á fundi með Einari í dag hafi það fengið staðfest. Í kjölfarið hafi hann tilkynnt afsögn sína. Meira hafi stjórnin ekki að segja að svo stöddu og muni boða til fundar aðalstjórnar sem fyrst. „Starfsemi samtakanna heldur áfram og er óbreytt,“ segir Anna Hildur í samtali við Vísi, en hún hefur tekið að sér hlutverk talsmanns stjórnar í veikindafjarveru varaformannsins Sigurðar Friðrikssonar. Hafi keypt vændi af konu í neyslu Í frétt Stundarinnar um málið segir að Einar hafi á árunum 2016 til 2018 keypt vændiþjónustu af konu sem var á þeim tíma virkur fíkniefnaneytandi. Hún sé nú skjólstæðingur SÁÁ. Stundin segir umfjöllun sína studda gögnum sem sýna meðal annars samskipti Einars og konunnar á Facebook. Þar segir jafnframt að Stundin hafi heimildir fyrir því að embætti landlæknis hafi verið upplýst um málið árið 2020 og að stjórnarmaður SÁÁ hafi sömuleiðis vitað af vændiskaupum Einars. Einar var kjörinn formaður SÁÁ í júní 2020. Þá hafði hann betur í kosningum gegn Þórarni Tyrfingssyni sem var formaður samtakanna í rúma tvo áratugi. Erfiðir tímar fyrir samtökin Á dögunum kröfðu Sjúkratryggingar Íslands SÁÁ um endurgreiðslu 175 milljóna krjóna vegna tilhæfulausra reikninga. Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. Í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum 18. janúar síðastliðinn sagðist framkvæmdastjórn félagsins vera slegin. „Í þeim krefjandi aðstæðum sem heimsfaraldri fylgdi, með tilheyrandi samkomutakmörkunum, var leitað allra leiða til að halda uppi lögbundinni og nauðsynlegri þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Það eru því mikil vonbrigði að eftirlitsdeild SÍ skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að málum og kært SÁÁ til embættis héraðssaksóknara,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki hefur náðst í Einar Hermannsson við vinnslu fréttarinnar. Fíkn SÁÁ Félagasamtök Mál Einars Hermannssonar Vændi Tengdar fréttir Starfsfólk SÁÁ telur illa að sér vegið Starfsfólk SÁÁ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það telur með málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna sem og allri starfsemi SÁÁ. 18. janúar 2022 16:34 Framkvæmdastjórn SÁÁ segist slegin Framkvæmdastjórn SÁÁ segist sleginn yfir yfir því að Sjúkratryggingar Íslands hafi sent kæru til embættis héraðssaksóknara vegna starfshátta SÁÁ. 18. janúar 2022 08:40 Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
„Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu. Sú hegðun er ófyrirgefanleg en ég taldi mér ranglega trú um að þau samskipti væru grafin og gleymd og þau hafa ekki haft áhrif á störf mín fyrir SÁÁ. Ljóst er hins vegar að umræða um þetta mál er einungis til þess fallin að varpa rýrð á SÁÁ ef ég sit þar áfram sem formaður. Ég iðrast að hafa farið þessa leið og að hafa valdið fjölskyldu minni sársauka vegna hegðunar minnar. Bið ég alla þá sem málið varðar afsökunar á framferði mínu.“ Anna Hildur Guðmundsson, stjórnarmaður SÁÁ, segir framkvæmdastjórn samtakanna fyrst hafa fengið afspurn af málinu á föstudag. Á fundi með Einari í dag hafi það fengið staðfest. Í kjölfarið hafi hann tilkynnt afsögn sína. Meira hafi stjórnin ekki að segja að svo stöddu og muni boða til fundar aðalstjórnar sem fyrst. „Starfsemi samtakanna heldur áfram og er óbreytt,“ segir Anna Hildur í samtali við Vísi, en hún hefur tekið að sér hlutverk talsmanns stjórnar í veikindafjarveru varaformannsins Sigurðar Friðrikssonar. Hafi keypt vændi af konu í neyslu Í frétt Stundarinnar um málið segir að Einar hafi á árunum 2016 til 2018 keypt vændiþjónustu af konu sem var á þeim tíma virkur fíkniefnaneytandi. Hún sé nú skjólstæðingur SÁÁ. Stundin segir umfjöllun sína studda gögnum sem sýna meðal annars samskipti Einars og konunnar á Facebook. Þar segir jafnframt að Stundin hafi heimildir fyrir því að embætti landlæknis hafi verið upplýst um málið árið 2020 og að stjórnarmaður SÁÁ hafi sömuleiðis vitað af vændiskaupum Einars. Einar var kjörinn formaður SÁÁ í júní 2020. Þá hafði hann betur í kosningum gegn Þórarni Tyrfingssyni sem var formaður samtakanna í rúma tvo áratugi. Erfiðir tímar fyrir samtökin Á dögunum kröfðu Sjúkratryggingar Íslands SÁÁ um endurgreiðslu 175 milljóna krjóna vegna tilhæfulausra reikninga. Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. Í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum 18. janúar síðastliðinn sagðist framkvæmdastjórn félagsins vera slegin. „Í þeim krefjandi aðstæðum sem heimsfaraldri fylgdi, með tilheyrandi samkomutakmörkunum, var leitað allra leiða til að halda uppi lögbundinni og nauðsynlegri þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Það eru því mikil vonbrigði að eftirlitsdeild SÍ skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að málum og kært SÁÁ til embættis héraðssaksóknara,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki hefur náðst í Einar Hermannsson við vinnslu fréttarinnar.
Fíkn SÁÁ Félagasamtök Mál Einars Hermannssonar Vændi Tengdar fréttir Starfsfólk SÁÁ telur illa að sér vegið Starfsfólk SÁÁ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það telur með málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna sem og allri starfsemi SÁÁ. 18. janúar 2022 16:34 Framkvæmdastjórn SÁÁ segist slegin Framkvæmdastjórn SÁÁ segist sleginn yfir yfir því að Sjúkratryggingar Íslands hafi sent kæru til embættis héraðssaksóknara vegna starfshátta SÁÁ. 18. janúar 2022 08:40 Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Starfsfólk SÁÁ telur illa að sér vegið Starfsfólk SÁÁ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það telur með málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna sem og allri starfsemi SÁÁ. 18. janúar 2022 16:34
Framkvæmdastjórn SÁÁ segist slegin Framkvæmdastjórn SÁÁ segist sleginn yfir yfir því að Sjúkratryggingar Íslands hafi sent kæru til embættis héraðssaksóknara vegna starfshátta SÁÁ. 18. janúar 2022 08:40
Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27