Lögreglumaður fær ekkert eftir að staða hans var auglýst vegna ítrekaðra kvartana Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2022 13:22 Allir samstarfsmenn lögreglumannsins kvörtuðu til fagráðs lögreglu í byrjun júní 2019, vegna framkomu mannsins í þeirra garð. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af rúmlega 140 milljóna króna kröfu lögreglumanns eftir að skipun hans var ekki framlengd og staða hans auglýst laus til umsóknar. Í dómnum segir að maðurinn hafi starfað sem lögreglumaður í um 35 ár, síðast hjá embætti lögreglustjórans á Vesturlandi. Skipunartími hans hafði verið framlengdur um fimm ár árið 2015, en árið 2019 var honum tilkynnt að skipun hans yrði ekki framlengd á nýjan leik. Samstarfsfólk hans hafði þá ítrekað kvartað yfir framkomu hans og vegna samstarfsörðugleika hafi verið ákveðið að auglýsa stöðu hans lausa til umsóknar. Vildi lögreglumaðurinn meina að sú ákvörðun hafi verið ólögleg. Auk þess fór hann fram á greiðslu fjögurra milljóna króna í miskabætur. Langur aðdragandi Í dómnum segir að ákvörðun lögreglustjóra hafi átt sér langan aðdraganda og byggði á samskiptaörðugleikum mannsins og annarra starfsmanna embættisins. Höfðu yfirmenn embættisins átt ítrekuð samtöl við manninn vegna þessa. Þannig höfðu til dæmis tvær lögreglukonur kvartað yfir framkomu mannsins og sagt hann gera lítið úr þeim og talað niður til þeirra. Þá kvörtuðu allir samstarfsmenn lögreglumannsins við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi til fagráðs lögreglu í byrjun júní 2019, vegna framkomu mannsins í þeirra garð. Málefnaleg sjónarmið „Í ljósi þess sem að framan er rakið verður ekki annað séð en að málefnaleg sjónarmið hafi legið að baki þeirri ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að auglýsa umrætt embætti lögreglumanns laust til umsóknar. Lá að baki henni löng saga samstarfsörðugleika stefnanda við samstarfsmenn sína sem yfirmenn embættisins höfðu rætt ítrekað við stefnanda yfir langt tímabil og gert honum grein fyrir. Ekkert liggur fyrir um að lögreglustjórinn hafi reynt að koma sér hjá því að fylgja lögboðinni málsmeðferð við meðferð málsins eða að málið hafi ekki verið nægjanlega upplýst er ákvörðun var tekin. Er það niðurstaða dómsins að sú ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að auglýsa það embætti sem stefnandi hafði gegnt laust til umsóknar hafi verið tekin á grundvelli skýrrar lagaheimildar og ekki liggi annað fyrir um það í málinu en að hún hafi verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum,“ segir í dómnum. Dómari í málinu þótti rétt að málskostnaður myndi falla niður. Lögreglan Dómsmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Í dómnum segir að maðurinn hafi starfað sem lögreglumaður í um 35 ár, síðast hjá embætti lögreglustjórans á Vesturlandi. Skipunartími hans hafði verið framlengdur um fimm ár árið 2015, en árið 2019 var honum tilkynnt að skipun hans yrði ekki framlengd á nýjan leik. Samstarfsfólk hans hafði þá ítrekað kvartað yfir framkomu hans og vegna samstarfsörðugleika hafi verið ákveðið að auglýsa stöðu hans lausa til umsóknar. Vildi lögreglumaðurinn meina að sú ákvörðun hafi verið ólögleg. Auk þess fór hann fram á greiðslu fjögurra milljóna króna í miskabætur. Langur aðdragandi Í dómnum segir að ákvörðun lögreglustjóra hafi átt sér langan aðdraganda og byggði á samskiptaörðugleikum mannsins og annarra starfsmanna embættisins. Höfðu yfirmenn embættisins átt ítrekuð samtöl við manninn vegna þessa. Þannig höfðu til dæmis tvær lögreglukonur kvartað yfir framkomu mannsins og sagt hann gera lítið úr þeim og talað niður til þeirra. Þá kvörtuðu allir samstarfsmenn lögreglumannsins við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi til fagráðs lögreglu í byrjun júní 2019, vegna framkomu mannsins í þeirra garð. Málefnaleg sjónarmið „Í ljósi þess sem að framan er rakið verður ekki annað séð en að málefnaleg sjónarmið hafi legið að baki þeirri ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að auglýsa umrætt embætti lögreglumanns laust til umsóknar. Lá að baki henni löng saga samstarfsörðugleika stefnanda við samstarfsmenn sína sem yfirmenn embættisins höfðu rætt ítrekað við stefnanda yfir langt tímabil og gert honum grein fyrir. Ekkert liggur fyrir um að lögreglustjórinn hafi reynt að koma sér hjá því að fylgja lögboðinni málsmeðferð við meðferð málsins eða að málið hafi ekki verið nægjanlega upplýst er ákvörðun var tekin. Er það niðurstaða dómsins að sú ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að auglýsa það embætti sem stefnandi hafði gegnt laust til umsóknar hafi verið tekin á grundvelli skýrrar lagaheimildar og ekki liggi annað fyrir um það í málinu en að hún hafi verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum,“ segir í dómnum. Dómari í málinu þótti rétt að málskostnaður myndi falla niður.
Lögreglan Dómsmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira