Óttast skipsbrot rétt undan landi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2022 12:35 Dregið hefur úr nýbókunum og afbókanir hrönnuðust inn eftir að samkomutakmarkanir voru hertar, segir talskona samstöðuhóps einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu. vísir/vilhelm Lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu sjá fram á skipsbrot rétt undan landi komi stjórnvöld ekki til móts við þau. Talskona fimm hundruð fyrirtækja samstöðuhóps furðar sig á því að styrkir vegna tekjufalls veitingastaða í samkomutakmörkunum nái ekki einnig til þeirra þar sem afbókanir hafi streymt inn. Ríkisstjórnin kastaði björgunarlínu til veitingahúsa sem hafa þurft að sæta miklum takmörkunum á starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða í síðustu viku með frumvarpi sem kveður á um að veitingastaðir, sem hafa orðið fyrir minnst tuttugu prósenta tekjufalli frá desember til og með mars, geti fengið styrki til þess að mæta tapinu. Málið á að afgreiða hratt en fyrsta umræða um frumvarpið fór fram í síðustu viku og umsagnarfrestur hjá efnahags- og viðskiptanefnd rennur út í dag. Jóna Fanney Svavarsdóttir, fer fyrir samstöðuhópi einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu sem um fimm hundruð rekstraraðilar tilheyra. Hún segist vonsvikin að styrkirnir, sem hún telur reyndar réttara að kalla bætur, nái einungis til veitingastaða. „Það er ekki inni í þessu neitt sem við kemur til dæmis afþreyingu og menningarferðaþjónustu, eins og söfn eða viðburðir. Okkur þykir þetta mjög einkennileg forgangsröðun að byrja á einum hóp í stað þess að byrja á heildaraðgerðum sem gagnast öllum,“ segir Jóna sem rekur einnig Eldhúsferðir í Húnavatnshreppi. Jóna Fanney Svavarsdóttir, tilheyrir samstöðuhóp einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu og rekur Eldhúsferðir.vísir/aðsend Samhliða fjöldatakmörkunum hafi afbókanir streymt inn. „Vandamálið er að skaðinn er skeður. Þó svo að stjórnvöld núna tali núna um að fara slaka á og slaka jafnvel verulega á, er það svo að þessar afbókanir sem koma alltaf í kjölfarið á hertum reglum koma ekkert til baka.“ Hún gagnrýnir að ekki hafi verið til viðbragðsáætlun fyrir fyrirtækin þegar aðgerðir voru hertar á ný og óttast uppsagnir. „Við þessar síðustu sóttvarnaaðgerðir sjá einirkjar og lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu fram á mjög þungan róður og jafnvel skipsbrot rétt undan landi. Og það er ekki rými til þess að bíða af því lausafjárstaðan er í mínus hjá fjölda fólks af því það vantar upp á hverjum mánuði. Það eru ekki tekjur á móti kostnaðinum,“ segir Jóna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Ríkisstjórnin kastaði björgunarlínu til veitingahúsa sem hafa þurft að sæta miklum takmörkunum á starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða í síðustu viku með frumvarpi sem kveður á um að veitingastaðir, sem hafa orðið fyrir minnst tuttugu prósenta tekjufalli frá desember til og með mars, geti fengið styrki til þess að mæta tapinu. Málið á að afgreiða hratt en fyrsta umræða um frumvarpið fór fram í síðustu viku og umsagnarfrestur hjá efnahags- og viðskiptanefnd rennur út í dag. Jóna Fanney Svavarsdóttir, fer fyrir samstöðuhópi einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu sem um fimm hundruð rekstraraðilar tilheyra. Hún segist vonsvikin að styrkirnir, sem hún telur reyndar réttara að kalla bætur, nái einungis til veitingastaða. „Það er ekki inni í þessu neitt sem við kemur til dæmis afþreyingu og menningarferðaþjónustu, eins og söfn eða viðburðir. Okkur þykir þetta mjög einkennileg forgangsröðun að byrja á einum hóp í stað þess að byrja á heildaraðgerðum sem gagnast öllum,“ segir Jóna sem rekur einnig Eldhúsferðir í Húnavatnshreppi. Jóna Fanney Svavarsdóttir, tilheyrir samstöðuhóp einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu og rekur Eldhúsferðir.vísir/aðsend Samhliða fjöldatakmörkunum hafi afbókanir streymt inn. „Vandamálið er að skaðinn er skeður. Þó svo að stjórnvöld núna tali núna um að fara slaka á og slaka jafnvel verulega á, er það svo að þessar afbókanir sem koma alltaf í kjölfarið á hertum reglum koma ekkert til baka.“ Hún gagnrýnir að ekki hafi verið til viðbragðsáætlun fyrir fyrirtækin þegar aðgerðir voru hertar á ný og óttast uppsagnir. „Við þessar síðustu sóttvarnaaðgerðir sjá einirkjar og lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu fram á mjög þungan róður og jafnvel skipsbrot rétt undan landi. Og það er ekki rými til þess að bíða af því lausafjárstaðan er í mínus hjá fjölda fólks af því það vantar upp á hverjum mánuði. Það eru ekki tekjur á móti kostnaðinum,“ segir Jóna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira