Má foreldri afþakka gagnslausa sáttameðferð Sævar Þór Jónsson skrifar 23. janúar 2022 12:01 Samkvæmt barnalögum þurfa allir foreldrar sem skilja að gangast undir sáttameðferð hjá sýslumanni í því skyni að láta á það reyna að ná sátt um málefni er varða börnin; forræði, lögheimili o.fl. Þetta gildir líka um ógifta foreldra þar sem gangast þarf undir sáttameðferð áður en mál er höfðað um forræði, lögheimili, umgengni og meðlag. Hefur rík áhersla verið lögð á þessa sáttameðferð enda talið barni fyrir bestu að foreldrar geti náð sátt um málefni þess. Sáttameðferð foreldra er skyldubundin samkvæmt lögunum og foreldrar eiga almennt ekki að geta komið sér hjá henni. Foreldrar eru þó ekki knúnir til þess að gera samning og sáttameðferð getur lokið árangurslausri. Er gert ráð fyrir að sáttamaður meti hvenær hann telur sættir fullreyndar. Ef annað foreldrið mætir ekki getur sáttamaður gefið út sáttavottorð eftir að hafa boðað tvívegis til sáttafund án árangurs. Þó hefur verið talið að foreldrar geti í vissum tilvikum afþakkað sáttameðferð ef hún er tilgangslaus. Í slíkum tilvikum hafa sáttamenn gefið út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 848/2016, höfðu foreldrar mætt á einn sáttafund en að honum loknum afþakkaði móðir frekari sáttameðferð þar sem hún taldi hana vera tilgangslausa. Málinu var ekki vísað frá dómi og hlaut efnislega meðferð á báðum dómstigum þess tíma. Þetta viðhorf virðist breytt nú ef marka má nýlega dóma Landsréttar. Í Landsréttarmálinu nr. 614/2021 höfðu foreldrarnir verið boðaðir til sáttameðferðar hjá sýslumanni en áður en sáttameðferð hófst afþakkaði móðir hana þar sem hún taldi hana gagnslausa. Enginn sáttafundur var því haldinn og virk sáttameðferð fór ekki fram. Sáttamaður gaf út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð tíu dögum áður en fyrirhugaður fyrsti sáttafundur skyldi fara fram. Málinu var vísað frá í héraði og sá úrskurður kærðu til Landsréttar. Landsréttur taldi í niðurstöðu sinni að sáttamaður hefði átt að gefa föður kost á að mæta á boðaðan sáttafund til að lýsa þar afstöðu sinni áður en hann gaf sáttavottorðið út enda hafi ekkert legið fyrir um afstöðu föðurins til ágreiningsefna málsins og hugsanlegra sátta. Með þessu hafi í raun engin sáttameðferð hafist og ekki verið boðað aftur til sáttafundar. Af þessu að dæma má álykta að Landsréttur telji að sáttamaður geti ekki gefið út vottorð án þess að boða tvívegis til fundar. Af því leiðir að annað foreldri getur ekki afþakkað sáttameðferð ef viðkomandi telur hana gagnslausa líkt og raunin var í dómi Hæstaréttar frá árinu 2016. En hvað ræður úrslitum? Ef til vill er nægilegt að það efnislega skilyrði sé uppfyllt að afstaða foreldra sé komin fram í málinu. Í Landsréttarmálinu hér að ofan lá ekki fyrir afstaða föður á meðan að afstaða beggja foreldra hafði komið fram í Hæstaréttarmálinu. Um þetta er ef til vill of snemmt að álykta eða fullyrða og þarfnast nánari úrlausnar Landsréttar og eftir atvikum Hæstaréttar. Hin niðurstaðan væri aftur á móti ósveigjanleg þar sem eingöngu væri litið til formreglu um tvær boðanir án þess að líta til efnisins og aðstæðna foreldra. Hafa ber í huga að löng bið er eftir því að komast að í sáttameðferð og á meðan gerist ekkert í deilum foreldranna. Ef skýr afstaða foreldra liggur fyrir, til dæmis ef þau hafa deilt lengi og langt ber á milli í afstöðu þeirra, til hvers þarf þá að eyða tíma í sáttameðferð. Væri þá ekki nærtækara og mannlegra að hleypa þeim málum áfram til úrlausnar dómstóla og stytta þannig verulega málsmeðferðartímann. Þá er alltaf hægt að leita sátta fyrir dómi, til dæmis með liðsinni dómara. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Börn og uppeldi Dómstólar Fjölskyldumál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt barnalögum þurfa allir foreldrar sem skilja að gangast undir sáttameðferð hjá sýslumanni í því skyni að láta á það reyna að ná sátt um málefni er varða börnin; forræði, lögheimili o.fl. Þetta gildir líka um ógifta foreldra þar sem gangast þarf undir sáttameðferð áður en mál er höfðað um forræði, lögheimili, umgengni og meðlag. Hefur rík áhersla verið lögð á þessa sáttameðferð enda talið barni fyrir bestu að foreldrar geti náð sátt um málefni þess. Sáttameðferð foreldra er skyldubundin samkvæmt lögunum og foreldrar eiga almennt ekki að geta komið sér hjá henni. Foreldrar eru þó ekki knúnir til þess að gera samning og sáttameðferð getur lokið árangurslausri. Er gert ráð fyrir að sáttamaður meti hvenær hann telur sættir fullreyndar. Ef annað foreldrið mætir ekki getur sáttamaður gefið út sáttavottorð eftir að hafa boðað tvívegis til sáttafund án árangurs. Þó hefur verið talið að foreldrar geti í vissum tilvikum afþakkað sáttameðferð ef hún er tilgangslaus. Í slíkum tilvikum hafa sáttamenn gefið út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 848/2016, höfðu foreldrar mætt á einn sáttafund en að honum loknum afþakkaði móðir frekari sáttameðferð þar sem hún taldi hana vera tilgangslausa. Málinu var ekki vísað frá dómi og hlaut efnislega meðferð á báðum dómstigum þess tíma. Þetta viðhorf virðist breytt nú ef marka má nýlega dóma Landsréttar. Í Landsréttarmálinu nr. 614/2021 höfðu foreldrarnir verið boðaðir til sáttameðferðar hjá sýslumanni en áður en sáttameðferð hófst afþakkaði móðir hana þar sem hún taldi hana gagnslausa. Enginn sáttafundur var því haldinn og virk sáttameðferð fór ekki fram. Sáttamaður gaf út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð tíu dögum áður en fyrirhugaður fyrsti sáttafundur skyldi fara fram. Málinu var vísað frá í héraði og sá úrskurður kærðu til Landsréttar. Landsréttur taldi í niðurstöðu sinni að sáttamaður hefði átt að gefa föður kost á að mæta á boðaðan sáttafund til að lýsa þar afstöðu sinni áður en hann gaf sáttavottorðið út enda hafi ekkert legið fyrir um afstöðu föðurins til ágreiningsefna málsins og hugsanlegra sátta. Með þessu hafi í raun engin sáttameðferð hafist og ekki verið boðað aftur til sáttafundar. Af þessu að dæma má álykta að Landsréttur telji að sáttamaður geti ekki gefið út vottorð án þess að boða tvívegis til fundar. Af því leiðir að annað foreldri getur ekki afþakkað sáttameðferð ef viðkomandi telur hana gagnslausa líkt og raunin var í dómi Hæstaréttar frá árinu 2016. En hvað ræður úrslitum? Ef til vill er nægilegt að það efnislega skilyrði sé uppfyllt að afstaða foreldra sé komin fram í málinu. Í Landsréttarmálinu hér að ofan lá ekki fyrir afstaða föður á meðan að afstaða beggja foreldra hafði komið fram í Hæstaréttarmálinu. Um þetta er ef til vill of snemmt að álykta eða fullyrða og þarfnast nánari úrlausnar Landsréttar og eftir atvikum Hæstaréttar. Hin niðurstaðan væri aftur á móti ósveigjanleg þar sem eingöngu væri litið til formreglu um tvær boðanir án þess að líta til efnisins og aðstæðna foreldra. Hafa ber í huga að löng bið er eftir því að komast að í sáttameðferð og á meðan gerist ekkert í deilum foreldranna. Ef skýr afstaða foreldra liggur fyrir, til dæmis ef þau hafa deilt lengi og langt ber á milli í afstöðu þeirra, til hvers þarf þá að eyða tíma í sáttameðferð. Væri þá ekki nærtækara og mannlegra að hleypa þeim málum áfram til úrlausnar dómstóla og stytta þannig verulega málsmeðferðartímann. Þá er alltaf hægt að leita sátta fyrir dómi, til dæmis með liðsinni dómara. Höfundur er lögmaður.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun