Nokkuð jafnræði var með liðunum er Phoenix Suns tók á móti Indiana Pacers í nótt. Gestirnir leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta, en heimamenn fóru með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn.
Phoenix-liðið mætti ákveðið til leiks í síðari hálfleikinn og jók forskot sitt í 18 stig áður en komið var að lokaleikhlutanum. Það gaf þeim smá andrými og þrátt fyrir að gestirnir hafi verið sterkari aðilinn á lokakaflanum kom það ekki í veg fyrir góðan tíu stiga sigur heimamanna, 113-103.
Mikal Bridges var stigahæstur í liði Phoenix Suns með 23 stig. Þá átti liðsfélagi hans, Chris Paul, einnig góðan leik, en hann skoraði 18 stig, tók fjögur fráköst og gaf 16 stoðsendingar, ásamt því að stela boltanum fjórum sinnum.
Chris Paul (18 PTS, 4 REB, 16 AST, 4 STL) stuffs the stats sheet to lift the @Suns to their sixth-straight win!
— NBA (@NBA) January 23, 2022
Mikal Bridges: 23 PTS, 6 REB, 4 AST
Bismack Biyombo: 21 PTS, 13 REB, 5 AST, 2 BLK
Chris Duarte: 17 PTS, 4 REB, 4 AST pic.twitter.com/BTB5sQkch1
Í leik Milwaukee Bucks og Sacramento Kings voru það Khris Middleton og Jrue Holiday sem stjórnuðu sýningunni í sigri Milwaukee. Saman skoruðu þeir 60 stig og sáu til þess að liðið vann góðan sex stiga sigur, 133-127.
Middleton var stigahæsti maður vallarins með 34 stig og Holiday hjálpaði liðinu með því að koma 26 stigum á töfluna. Í liði Sacramento Kings var Harrison Barnes atkvæðamestur með 29 stig.
🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀
— NBA (@NBA) January 23, 2022
Khris Middleton and Jrue Holiday combine for 60 PTS to lead the @Bucks to their third-straight W 🦌
Khris Middleton: 34 PTS, 6 REB, 5 AST
Jrue Holiday: 26 PTS, 5 REB, 4 AST, 2 STL
Harrison Barnes: 29 PTS, 6 REB
Tyrese Haliburton: 24 PTS, 6 REB, 12 AST pic.twitter.com/Y5yyEbnrOt
Úrslit næturinnar
Sacramento Kings 127-133 Milwaukee Bucks
Oklahoma City Thunder 87-94 Cleveland Cavaliers
Indiana Pacers 103-113 Phoenix Suns