Dýrin svíkja þig ekki og þau kjafta ekki frá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2022 21:00 Elísabet Sveinsdóttir (Beta), grunnskólakennari, sem er með námskeiðin "Treystu mér". Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundurinn Sólon og hestarnir hennar Elísabetar Sveinsdóttur á Selfossi hafa reynst henni stórkostlega í veikindum hennar því hún segir að samvera með dýrum geti haft úrslita áhrif, ekki síst fyrir andlega þáttinn, við að komast í gegnum veikindi. Það sé alltaf hægt að treysta dýrunum og þau kjafti ekki frá. Elíasbet, alltaf kölluð Beta er með hesthús á Selfossi þar sem hún er alla daga eitthvað að sýsla í kringum hestana og að fara á bak. Hundurinn Sólon fylgir henni hvert fótspor. Beta er með námskeið , sem hafa slegið í gegn, sem hún kallar „Treystu mér“ en það er úrræði fyrir börn og unglinga, sem eiga í einhvers konar erfiðleikum, t.d. í skólanum, félagslega eða í lífinu öllu. Þar koma hestarnir og Sólon sterkir inn. Dagur Þór Atlason, 12 ára er einn af þeim, sem hafa sótt námskeið hjá Betu en hann elskar að vera í kringum hestana og hundinn. „Og við erum búin að gera fullt saman, hann kemur hér sem vinnumaður og hjálpar mér og svo erum við bara að dinglast og dólast og hann vill aldrei fara heim þegar hann kemur,“ segir Beta og hlær. Dagur Þór og hundurinn Sólon eru bestu vinir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju er svona gott að vinna með dýr þegar eitthvað amar að? „Þau eru bara eins og þau eru. Þau eru ekki þannig að þau segi já og meini nei og þú veist í rauninni alltaf þannig lagað hvað þau eru að tala um, sérstaklega fyrir krakka sem hafa átt erfitt í skólanum félagslega og andlega, þá er voða gott að geta gengið að einhverju vísu, sem þú veist að kemur ekki til með að svíkja þig,“ segir Beta. Beta fékk krabbamein fyrir nokkrum árum og þá sótti hún mikið í dýrin þegar andlega heilsan var í molum. „Ég notaði sérstaklega Sólon og svo átti systir mín hest, sem heitir Hrammur frá Galtastöðum og það var stundum svona eins og við töluðum saman á einhverju máli. Það er rosalega erfitt að útskýra þetta nema að maður upplifi þetta sjálfur á eigin skinni,“ segir Beta og bætir við. „Bara þetta að þegar manni líður illa eða er eitthað langt niðri þá er það einhvern vegin þannig að þegar maður kemur og finnur frá þeim bæði hitann og snoppuna og allt þetta, þá hverfur allt svona, allavega í smá stund. Ég vill rauninni hvergi annars staðar vera heldur en í hesthúsinu,“ segir hún. Hér er hægt að fara inn á Facebook síðu Betu til að fá upplýsingar um námskeiðin hennar. Dagur Þór, 12 ára fær oft að fara á hestbak hjá Betu og finnst það alltaf mjög skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hestar Landbúnaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Elíasbet, alltaf kölluð Beta er með hesthús á Selfossi þar sem hún er alla daga eitthvað að sýsla í kringum hestana og að fara á bak. Hundurinn Sólon fylgir henni hvert fótspor. Beta er með námskeið , sem hafa slegið í gegn, sem hún kallar „Treystu mér“ en það er úrræði fyrir börn og unglinga, sem eiga í einhvers konar erfiðleikum, t.d. í skólanum, félagslega eða í lífinu öllu. Þar koma hestarnir og Sólon sterkir inn. Dagur Þór Atlason, 12 ára er einn af þeim, sem hafa sótt námskeið hjá Betu en hann elskar að vera í kringum hestana og hundinn. „Og við erum búin að gera fullt saman, hann kemur hér sem vinnumaður og hjálpar mér og svo erum við bara að dinglast og dólast og hann vill aldrei fara heim þegar hann kemur,“ segir Beta og hlær. Dagur Þór og hundurinn Sólon eru bestu vinir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju er svona gott að vinna með dýr þegar eitthvað amar að? „Þau eru bara eins og þau eru. Þau eru ekki þannig að þau segi já og meini nei og þú veist í rauninni alltaf þannig lagað hvað þau eru að tala um, sérstaklega fyrir krakka sem hafa átt erfitt í skólanum félagslega og andlega, þá er voða gott að geta gengið að einhverju vísu, sem þú veist að kemur ekki til með að svíkja þig,“ segir Beta. Beta fékk krabbamein fyrir nokkrum árum og þá sótti hún mikið í dýrin þegar andlega heilsan var í molum. „Ég notaði sérstaklega Sólon og svo átti systir mín hest, sem heitir Hrammur frá Galtastöðum og það var stundum svona eins og við töluðum saman á einhverju máli. Það er rosalega erfitt að útskýra þetta nema að maður upplifi þetta sjálfur á eigin skinni,“ segir Beta og bætir við. „Bara þetta að þegar manni líður illa eða er eitthað langt niðri þá er það einhvern vegin þannig að þegar maður kemur og finnur frá þeim bæði hitann og snoppuna og allt þetta, þá hverfur allt svona, allavega í smá stund. Ég vill rauninni hvergi annars staðar vera heldur en í hesthúsinu,“ segir hún. Hér er hægt að fara inn á Facebook síðu Betu til að fá upplýsingar um námskeiðin hennar. Dagur Þór, 12 ára fær oft að fara á hestbak hjá Betu og finnst það alltaf mjög skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hestar Landbúnaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira