Vegna þess að ekki var vitað hvernig færðin var né nákvæmlega hvar bílarnir voru, var ákveðið að senda björgunarsveitarmenn af stað úr báðum áttum.
Útkallið barst klukkan 14:15 en í tilkynningu frá Landsbjörg segir að bílarnir hafi fundist efst í Bakkaselsbrekku. Tekist hafi að losa þá og hjálpa þeim austur yfir Öxnadalsheiði. Fólkið í bílunum gat þá haldið ferðinni áfram.
Útkallinu lauk upp úr klukkan fjögur.

