Sól Rós er 25 ára viðskiptafræðingur sem starfar í tölvuleikjageirarnum á Íslandi. Henni finnst fátt skemmtilegra en að spila tölvuleiki og er að stíga sín fyrstu streymisskref á þessu nýja ári. Leikirnir sem Sól hefur varið mestum tíma í gegnum tíðina eru League of Legends, Genshin Impact, World of Warcraft og að sjálfsögðu Sims.
Fylgjast má með streymi SunnyAstra á Twitchsíðu GameTíví og í spilaranum hér að neðan. Streymið hefst klukkan átta.