Rúmur áratugur í Súðavíkurgöng samkvæmt áætlunum Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2022 20:36 Elstu jarðgöng fyrir bílaumferð á Íslandi eru örstutt göng í gegnum Arnarneshamar á Súðavíkurvegi sem gerð voru árið 1949. Miðað við núgildandi áætlanir gæti biðin eftir að göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur verði að veruleika dregist allt til ársins 2040 eða lengur. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir verið að skoða að stofna opinbert félag um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd. Þannig yrði hægt í samvinnu við aðra að grafa göng á fleiri stöðum í einu með innheimtu veggjalds. Forgangsverkefnin í vegakerfinu séu mörg og brýn. Þolinmæði íbúa á norðanverðum Vestfjörðum í biðinni eftir jarðgöngum á milli Ísafjaðrar og Súðavíkur er að bresta. Mikið er um grjóthrun og snjóflóð á veginum á milli þessarra staða og hann er oft lokaður vegna þess og vegna veðurs. Sigurður Ingi Jóhannsson stefnir á stofnun félags um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd.Vísir/Viilhelm Málið kom til umræðu í fyrirspurnartíma á Alþingi á fimmtudag þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði stefnt að því að þessi göng færu í næstu samgönguáætlun sem tekur við af þeirri sem rennur út árið 2034. Hvenær sérðu að það sé hægt að byrja að grafa þarna á næstu árum? „Ég þori ekki að fullyrða það. Vegagerðin hefur verið að vinna ítarlega jarðgangaáætlun. Þeim kostum sem hafa verið upp á borðum. Síðan þurfum við að setjast yfir það við nýja samgönguáætlun og þingið í forgangsröðun,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt þeim áætlunum sem nú væru uppi verði næstu göng á Austfjörðum og þau verða bæði stór og dýr. Grafík/Ragnar Visage Þar á eftir kæmu göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar samkvæmt jarðgangáætlun Vegagerðarinnar. Stefnan er að á hverjum tíma verði unnið að gerð einnra jarðganga. Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögu á Alþingi í gær þar sem gert er ráð fyrir að Súðavíkurgöng verði færð inn í núgildandi samgönguáætlun, enda þoli göngin ekki bið. Innviðaráðherra er hins vegar aðskoða að stofna opinbert félag utan um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd þannig að hægt yrði að vinna að gerð fleiri ganga en einnra í einu. „Þar sem við getum þá fjármagnað það í einhvers konar samvinnuleið með fleiri aðilum. Og borgað til baka með einhvers konar gjaldtöku,“segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Rætt var við Sigurð Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2: Súðavíkurhreppur Samgöngur Vegagerð Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ítrekaði á Alþingi í dag kröfur sveitastjórnarfólks á Vestfjörðum um að ráðist yrði sem fyrst í gerð jarðganga milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hann vísaði til tíðra snjóflóða á svæðinu, sem sáust síðast um nýliðna helgi. 20. janúar 2022 22:17 Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52 Farðu varlega, það gæti komið snjóflóð Þorrinn er á næsta leiti með öllum sínum tilbrigðum í veðri sem okkur býðst á þessu landi. En það þarf ekki þorrann til að vá liggi yfir á vegum landsins. Í þessari viku urðu öfgar í veðrabrigðum þess valdandi að vegir um Súðavíkur- og Eyrarhlíð lokuðust vegna snjóflóða. 19. janúar 2022 07:30 „Þetta er bara spurning um tíma“ Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, hefur áhyggjur af viðvarandi snjóflóðahættu og segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Ítrekað hafi verið bent á nauðsyn þess að leggja jarðgöng að en íbúar tali fyrir daufum eyrum stjórnvalda. 17. janúar 2022 13:09 Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Þolinmæði íbúa á norðanverðum Vestfjörðum í biðinni eftir jarðgöngum á milli Ísafjaðrar og Súðavíkur er að bresta. Mikið er um grjóthrun og snjóflóð á veginum á milli þessarra staða og hann er oft lokaður vegna þess og vegna veðurs. Sigurður Ingi Jóhannsson stefnir á stofnun félags um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd.Vísir/Viilhelm Málið kom til umræðu í fyrirspurnartíma á Alþingi á fimmtudag þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði stefnt að því að þessi göng færu í næstu samgönguáætlun sem tekur við af þeirri sem rennur út árið 2034. Hvenær sérðu að það sé hægt að byrja að grafa þarna á næstu árum? „Ég þori ekki að fullyrða það. Vegagerðin hefur verið að vinna ítarlega jarðgangaáætlun. Þeim kostum sem hafa verið upp á borðum. Síðan þurfum við að setjast yfir það við nýja samgönguáætlun og þingið í forgangsröðun,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt þeim áætlunum sem nú væru uppi verði næstu göng á Austfjörðum og þau verða bæði stór og dýr. Grafík/Ragnar Visage Þar á eftir kæmu göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar samkvæmt jarðgangáætlun Vegagerðarinnar. Stefnan er að á hverjum tíma verði unnið að gerð einnra jarðganga. Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögu á Alþingi í gær þar sem gert er ráð fyrir að Súðavíkurgöng verði færð inn í núgildandi samgönguáætlun, enda þoli göngin ekki bið. Innviðaráðherra er hins vegar aðskoða að stofna opinbert félag utan um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd þannig að hægt yrði að vinna að gerð fleiri ganga en einnra í einu. „Þar sem við getum þá fjármagnað það í einhvers konar samvinnuleið með fleiri aðilum. Og borgað til baka með einhvers konar gjaldtöku,“segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Rætt var við Sigurð Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2:
Súðavíkurhreppur Samgöngur Vegagerð Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ítrekaði á Alþingi í dag kröfur sveitastjórnarfólks á Vestfjörðum um að ráðist yrði sem fyrst í gerð jarðganga milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hann vísaði til tíðra snjóflóða á svæðinu, sem sáust síðast um nýliðna helgi. 20. janúar 2022 22:17 Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52 Farðu varlega, það gæti komið snjóflóð Þorrinn er á næsta leiti með öllum sínum tilbrigðum í veðri sem okkur býðst á þessu landi. En það þarf ekki þorrann til að vá liggi yfir á vegum landsins. Í þessari viku urðu öfgar í veðrabrigðum þess valdandi að vegir um Súðavíkur- og Eyrarhlíð lokuðust vegna snjóflóða. 19. janúar 2022 07:30 „Þetta er bara spurning um tíma“ Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, hefur áhyggjur af viðvarandi snjóflóðahættu og segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Ítrekað hafi verið bent á nauðsyn þess að leggja jarðgöng að en íbúar tali fyrir daufum eyrum stjórnvalda. 17. janúar 2022 13:09 Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ítrekaði á Alþingi í dag kröfur sveitastjórnarfólks á Vestfjörðum um að ráðist yrði sem fyrst í gerð jarðganga milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hann vísaði til tíðra snjóflóða á svæðinu, sem sáust síðast um nýliðna helgi. 20. janúar 2022 22:17
Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52
Farðu varlega, það gæti komið snjóflóð Þorrinn er á næsta leiti með öllum sínum tilbrigðum í veðri sem okkur býðst á þessu landi. En það þarf ekki þorrann til að vá liggi yfir á vegum landsins. Í þessari viku urðu öfgar í veðrabrigðum þess valdandi að vegir um Súðavíkur- og Eyrarhlíð lokuðust vegna snjóflóða. 19. janúar 2022 07:30
„Þetta er bara spurning um tíma“ Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, hefur áhyggjur af viðvarandi snjóflóðahættu og segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Ítrekað hafi verið bent á nauðsyn þess að leggja jarðgöng að en íbúar tali fyrir daufum eyrum stjórnvalda. 17. janúar 2022 13:09
Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent