Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2022 19:09 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ætlar að freista þess að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata mælti fyrir frumvarpi um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna í þriðja sinn á Alþingi í vikunni. Frumvarp fyrrverandi heilbrigðisráðherra svipaðs efnis dagaði uppi í nefnd á Alþingi rétt fyrir kosningar. Málið er þingmönnum því greinilega erfitt þótt stuðningur við það sé mikill úti í þjóðfélaginu og innan flestra flokka. Skálað með löglegum neysluskömmtum í Kryddsíld Stöðvar 2. Halldóra Mogensen vill einnig lögleiða neysluskammta ávana- og fíkniefna.Vísir/Vilhelm „Það hefur sýnt sig í þeim löndum þar sem afglæpavæðingin hefur verið prufuð að þetta fækkar dauðsföllum vegna ofneyslu vímuefna. Þetta dregur úr skaðanum sem verður af vímuefnaneyslu. Við ættum frekar að spyrja okkur hvers vegna að halda áfram með refsistefnu sem hefur sýnt okkur eftir áratuga reynslu að virkar ekki. Skilar ekki tilætluðum árangri heldur veldur skaða,“ sagði Halldóra í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Willum Þór Þórsson núverandi heilbrigðisráðherra stefnir að því að leggja sjálfur fram frumvarp í þessum efnum eins og Svandís Svavarsdóttir gerði þegar hún var heilbrigðisráðherra þrátt fyrir að þá lægi einnig fyrir frumvarp frá Halldóru og fleirum. Hann hefur kallað saman hóp fólks sem kemur að þessum málum og fulltrúa lögreglu sem sagt hafa erfitt að skilgreina neysluskammta. Það hafi kannski að hans mati komið í veg fyrir afgreiðslu málsins síðast liðið vor. Heilbrigðisráðherra útilokar ekki samkomulag við Halldóru Mogensen og fleiri þingmenn um sameiginlegt frumvarp um lögleiðingu neysluskammta.Vísir/Vilhelm „Við verðum að hlusta á þá sem eru á vettvangi að vinna með þessa hluti til að leiða okkur áfram með þetta. Ef það kemur betrumbætt inn í þingið er hægt að finna lausn á því. Þá tel ég að það eigi greiðari leið.” En væri það ekki í anda góðrar samvinnu að sameinast um eitt frumvarp þannig að þetta sé ekki eitthvað þvælumál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu þar sem stuðningurinn virðist liggja víða í flokkum? „Jú auðvitað getur það alveg þróast þangað. Það gerist oft, sem betur fer,“ segir Willum Þór Þórsson. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Fíkn er sjúkdómur! Að sópa rykinu undir teppið er mörgum tamt ef ekki á að þrífa almennilega. Skyndilausnir henta stjórnmálamönnum yfirleitt betur heldur en framtíðarsýn og lausnir sem taka langan tíma. 11. febrúar 2021 12:30 Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata mælti fyrir frumvarpi um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna í þriðja sinn á Alþingi í vikunni. Frumvarp fyrrverandi heilbrigðisráðherra svipaðs efnis dagaði uppi í nefnd á Alþingi rétt fyrir kosningar. Málið er þingmönnum því greinilega erfitt þótt stuðningur við það sé mikill úti í þjóðfélaginu og innan flestra flokka. Skálað með löglegum neysluskömmtum í Kryddsíld Stöðvar 2. Halldóra Mogensen vill einnig lögleiða neysluskammta ávana- og fíkniefna.Vísir/Vilhelm „Það hefur sýnt sig í þeim löndum þar sem afglæpavæðingin hefur verið prufuð að þetta fækkar dauðsföllum vegna ofneyslu vímuefna. Þetta dregur úr skaðanum sem verður af vímuefnaneyslu. Við ættum frekar að spyrja okkur hvers vegna að halda áfram með refsistefnu sem hefur sýnt okkur eftir áratuga reynslu að virkar ekki. Skilar ekki tilætluðum árangri heldur veldur skaða,“ sagði Halldóra í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Willum Þór Þórsson núverandi heilbrigðisráðherra stefnir að því að leggja sjálfur fram frumvarp í þessum efnum eins og Svandís Svavarsdóttir gerði þegar hún var heilbrigðisráðherra þrátt fyrir að þá lægi einnig fyrir frumvarp frá Halldóru og fleirum. Hann hefur kallað saman hóp fólks sem kemur að þessum málum og fulltrúa lögreglu sem sagt hafa erfitt að skilgreina neysluskammta. Það hafi kannski að hans mati komið í veg fyrir afgreiðslu málsins síðast liðið vor. Heilbrigðisráðherra útilokar ekki samkomulag við Halldóru Mogensen og fleiri þingmenn um sameiginlegt frumvarp um lögleiðingu neysluskammta.Vísir/Vilhelm „Við verðum að hlusta á þá sem eru á vettvangi að vinna með þessa hluti til að leiða okkur áfram með þetta. Ef það kemur betrumbætt inn í þingið er hægt að finna lausn á því. Þá tel ég að það eigi greiðari leið.” En væri það ekki í anda góðrar samvinnu að sameinast um eitt frumvarp þannig að þetta sé ekki eitthvað þvælumál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu þar sem stuðningurinn virðist liggja víða í flokkum? „Jú auðvitað getur það alveg þróast þangað. Það gerist oft, sem betur fer,“ segir Willum Þór Þórsson.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Fíkn er sjúkdómur! Að sópa rykinu undir teppið er mörgum tamt ef ekki á að þrífa almennilega. Skyndilausnir henta stjórnmálamönnum yfirleitt betur heldur en framtíðarsýn og lausnir sem taka langan tíma. 11. febrúar 2021 12:30 Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Fíkn er sjúkdómur! Að sópa rykinu undir teppið er mörgum tamt ef ekki á að þrífa almennilega. Skyndilausnir henta stjórnmálamönnum yfirleitt betur heldur en framtíðarsýn og lausnir sem taka langan tíma. 11. febrúar 2021 12:30
Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00
Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30