Aldrei selst fleiri íbúðir en í fyrra og verðið hækkaði mikið Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2022 20:15 Mikil umframeftirspurn hefur verið eftir íbúðarhúsnæði undanfarin misseri og margir um hituna. Þótt þessi mynd tengist ekki opnu húsi fasteignasölu þá er hún táknræn fyrir ástandið á fasteignamarkaðnum. Vísir/Vilhelm Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári og var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent. Fasteignasali reiknar með áframhaldandi skorti á íbúðarhúsnæði á allra næstu misserum. Eftir að vextir á íbúðarhúsnæði tóku að lækka verulega á þarsíðasta ári jókst mjög eftirspurnin eftir íbúðarhúsnæði. Það má tala um að skortur hafi myndast um land allt og þá alveg sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Grafík/Rúnar Vilberg Í fyrra var slegið met í sölu íbúða á landinu þegar rétt rúmlega sextán þúsund íbúðir seldust, sem er 13 prósenta fjölgun frá árinu á undan þegar 14.115 íbúðir seldust. Páll Pálsson fasteignasali segir að það væri einnig fimm prósentum fleiri íbúðir en seldust á fyrra metári 2007, skömmu fyrir hrun. Páll Pálsson fasteignasali reiknar með áframhaldandi spennu á fasteignamarkaði allt fram á mitt næsta ár.Stöð 2/Arnar „Það er karaktermunur á þessum tíma. Á þeim tíma hækkaði fasteignaverðið um 30 prósent á meðan kaupmáttaraukningin var kannski um eitt prósent. Núna eru laun líka að hækka þannig að við erum ekki að sjá fram á bólumyndun eins og við sáum á þeim tíma,“ segir Páll. Á höfuðborgarsvæðinu seldust tæplega níu þúsund og sex hundruð íbúðir í fyrra samanborið við 8.904 árið 2020 og er fjölgunin upp á sjö prósent. Páll segir að enn væri skortur á íbúðarhúsnæði. Grafík/Rúnar Vilberg „Það er gríðarlega mikil eftirspurn og framboðið ofboðslega lítið. Sem stendur eru um eða í kring um fimm hundruð eignir auglýstar til sölu. Þar af eru mjög margar auglýstar sem seldar. Á sama tíma eru um 25 til 30 þúsund manns að skoða fasteignavefinn í hverri viku,“ segir Páll. Mest sé eftirspurnin eftir íbúðum sem kosti á bilinu fjörtíu til sextíu milljónir króna. Um 30 prósent kaupenda séu fyrstu kaupendur þótt eftirspurnin nái líka til dýrari eigna. Þessi mikla eftirspurn hafi þrýst upp verðinu þannig að íbúðaverð hækkaði að jafnaði um 18,4 prósent prósent á síðasta ári. En meðaltalshækkun milli ára frá aldamótum væri tæplega 10 prósent. Sýnist þér að það fari eitthvað að létta á þessum þrýstingi á næstu misserum og örfáum árum? „Ég sé það ekki í nærframtíð. Það er að segja ekki á þessu ári og jafnvel ekki fyrr en um mitt ár 2023. En ég er mjög bjartsýnn eftir það,“ segir Páll og vísar þar með til áætlana borgaryfirvalda. Farið var yfir stöðuna á fasteignamarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Fasteignamarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Meðalkaupverð íbúða í landinu átta milljónum hærra en fyrir ári Meðalkaupverð íbúða á landinu var 58,5 milljónir króna í nóvember síðastliðinn samanborið við 50,8 milljónir króna nóvember árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu var meðalkaupverð 67,6 milljónir króna en þar af var það 58 milljónir króna fyrir íbúðir í fjölbýli og 98 milljónir fyrir sérbýli. 17. janúar 2022 07:25 Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020. 3. janúar 2022 13:27 Uppseldur íbúðamarkaður Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% í nóvember sem þýðir að árshækkunartakturinn stendur í 17,0%. U.þ.b. 650 kaupsamningar voru undirritaðir sem er um fjórðungs samdráttur frá því í fyrra en veltan er þó enn í takt við langtímameðaltal frá árinu 2015. 3. janúar 2022 08:32 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Eftir að vextir á íbúðarhúsnæði tóku að lækka verulega á þarsíðasta ári jókst mjög eftirspurnin eftir íbúðarhúsnæði. Það má tala um að skortur hafi myndast um land allt og þá alveg sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Grafík/Rúnar Vilberg Í fyrra var slegið met í sölu íbúða á landinu þegar rétt rúmlega sextán þúsund íbúðir seldust, sem er 13 prósenta fjölgun frá árinu á undan þegar 14.115 íbúðir seldust. Páll Pálsson fasteignasali segir að það væri einnig fimm prósentum fleiri íbúðir en seldust á fyrra metári 2007, skömmu fyrir hrun. Páll Pálsson fasteignasali reiknar með áframhaldandi spennu á fasteignamarkaði allt fram á mitt næsta ár.Stöð 2/Arnar „Það er karaktermunur á þessum tíma. Á þeim tíma hækkaði fasteignaverðið um 30 prósent á meðan kaupmáttaraukningin var kannski um eitt prósent. Núna eru laun líka að hækka þannig að við erum ekki að sjá fram á bólumyndun eins og við sáum á þeim tíma,“ segir Páll. Á höfuðborgarsvæðinu seldust tæplega níu þúsund og sex hundruð íbúðir í fyrra samanborið við 8.904 árið 2020 og er fjölgunin upp á sjö prósent. Páll segir að enn væri skortur á íbúðarhúsnæði. Grafík/Rúnar Vilberg „Það er gríðarlega mikil eftirspurn og framboðið ofboðslega lítið. Sem stendur eru um eða í kring um fimm hundruð eignir auglýstar til sölu. Þar af eru mjög margar auglýstar sem seldar. Á sama tíma eru um 25 til 30 þúsund manns að skoða fasteignavefinn í hverri viku,“ segir Páll. Mest sé eftirspurnin eftir íbúðum sem kosti á bilinu fjörtíu til sextíu milljónir króna. Um 30 prósent kaupenda séu fyrstu kaupendur þótt eftirspurnin nái líka til dýrari eigna. Þessi mikla eftirspurn hafi þrýst upp verðinu þannig að íbúðaverð hækkaði að jafnaði um 18,4 prósent prósent á síðasta ári. En meðaltalshækkun milli ára frá aldamótum væri tæplega 10 prósent. Sýnist þér að það fari eitthvað að létta á þessum þrýstingi á næstu misserum og örfáum árum? „Ég sé það ekki í nærframtíð. Það er að segja ekki á þessu ári og jafnvel ekki fyrr en um mitt ár 2023. En ég er mjög bjartsýnn eftir það,“ segir Páll og vísar þar með til áætlana borgaryfirvalda. Farið var yfir stöðuna á fasteignamarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld:
Fasteignamarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Meðalkaupverð íbúða í landinu átta milljónum hærra en fyrir ári Meðalkaupverð íbúða á landinu var 58,5 milljónir króna í nóvember síðastliðinn samanborið við 50,8 milljónir króna nóvember árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu var meðalkaupverð 67,6 milljónir króna en þar af var það 58 milljónir króna fyrir íbúðir í fjölbýli og 98 milljónir fyrir sérbýli. 17. janúar 2022 07:25 Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020. 3. janúar 2022 13:27 Uppseldur íbúðamarkaður Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% í nóvember sem þýðir að árshækkunartakturinn stendur í 17,0%. U.þ.b. 650 kaupsamningar voru undirritaðir sem er um fjórðungs samdráttur frá því í fyrra en veltan er þó enn í takt við langtímameðaltal frá árinu 2015. 3. janúar 2022 08:32 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Meðalkaupverð íbúða í landinu átta milljónum hærra en fyrir ári Meðalkaupverð íbúða á landinu var 58,5 milljónir króna í nóvember síðastliðinn samanborið við 50,8 milljónir króna nóvember árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu var meðalkaupverð 67,6 milljónir króna en þar af var það 58 milljónir króna fyrir íbúðir í fjölbýli og 98 milljónir fyrir sérbýli. 17. janúar 2022 07:25
Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020. 3. janúar 2022 13:27
Uppseldur íbúðamarkaður Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% í nóvember sem þýðir að árshækkunartakturinn stendur í 17,0%. U.þ.b. 650 kaupsamningar voru undirritaðir sem er um fjórðungs samdráttur frá því í fyrra en veltan er þó enn í takt við langtímameðaltal frá árinu 2015. 3. janúar 2022 08:32