Spyr sóttvarnalækni daglega hvort hægt sé að aflétta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2022 13:01 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segist spyrja sóttvarnalækni daglega hvort hægt sé að fara létta á takmörkunum og telur jákvæð teikn á lofti í faraldrinum. Tæplega 1.500 greindust með veiruna í gær 1.456 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur þeirra í sóttkví. Þar að auki greindust 211 á landamærum. Það fjölgar aðeins á sjúkrahúsi milli daga þar sem nú eru 35 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að unnið væri að því að afla frekari gagna frá spítalanum sem veiti vísbendingar um næstu skref. „Vísindamennirnir okkar núna eru að máta tölur, um meðallegutíma sérstaklega sem er lagskiptur eftir aldri, og nú er svona ný bylgja inni í bylgjunni, það er að segja börn eru að smitast meira og síðan verður þessi rannsókn sem Íslensk erfðagreining er að gera, það er að segja hversu útbreidd smitin eru, það gefur okkur meira öryggi fyrir næstu aðgerðum. Ég horfi til þess að við þurfum að taka neyðarstig almannavarna niður.“ Síðan þurfi að ná starfsemi spítalans af neyðarstigi. „Síðan eru þessar íþyngjandi aðgerðir, bæði sóttvarnaráðstafanir, einangrun og sóttkví. Við erum þessa dagana í samtali við okkar sérfræðinga og sóttvarnalækni að reyna að létta á þessum íþyngjandi aðgerðum. Að ná fólkinu til baka, tvö hundruð manns inn á gólfið aftur á Landspítalanum og nýta þennan viðbótarmannafla. Þá getum við sagt hvort það sé ekki skynsamlegt að aflétta,“ segir Willum. Harðar takmakarnir hafa nú verið í gildi í viku og sífellt fleiri virðast samt smitast. Willum segir óvíst hvaða árangri aðgerðir séu að skila í ómíkron-bylgjunni. „Þannig að ég spyr hann [sóttvarnalækni] á hverjum degi hvort það væri ekki óhætt að fara aflétta þessu. Ég myndi segja að helgin gefi okkur vísbendingar um það hver þróunin verður. Þá er komið þetta sjö daga viðmið sem við horfum til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
1.456 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur þeirra í sóttkví. Þar að auki greindust 211 á landamærum. Það fjölgar aðeins á sjúkrahúsi milli daga þar sem nú eru 35 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að unnið væri að því að afla frekari gagna frá spítalanum sem veiti vísbendingar um næstu skref. „Vísindamennirnir okkar núna eru að máta tölur, um meðallegutíma sérstaklega sem er lagskiptur eftir aldri, og nú er svona ný bylgja inni í bylgjunni, það er að segja börn eru að smitast meira og síðan verður þessi rannsókn sem Íslensk erfðagreining er að gera, það er að segja hversu útbreidd smitin eru, það gefur okkur meira öryggi fyrir næstu aðgerðum. Ég horfi til þess að við þurfum að taka neyðarstig almannavarna niður.“ Síðan þurfi að ná starfsemi spítalans af neyðarstigi. „Síðan eru þessar íþyngjandi aðgerðir, bæði sóttvarnaráðstafanir, einangrun og sóttkví. Við erum þessa dagana í samtali við okkar sérfræðinga og sóttvarnalækni að reyna að létta á þessum íþyngjandi aðgerðum. Að ná fólkinu til baka, tvö hundruð manns inn á gólfið aftur á Landspítalanum og nýta þennan viðbótarmannafla. Þá getum við sagt hvort það sé ekki skynsamlegt að aflétta,“ segir Willum. Harðar takmakarnir hafa nú verið í gildi í viku og sífellt fleiri virðast samt smitast. Willum segir óvíst hvaða árangri aðgerðir séu að skila í ómíkron-bylgjunni. „Þannig að ég spyr hann [sóttvarnalækni] á hverjum degi hvort það væri ekki óhætt að fara aflétta þessu. Ég myndi segja að helgin gefi okkur vísbendingar um það hver þróunin verður. Þá er komið þetta sjö daga viðmið sem við horfum til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira