Spyr sóttvarnalækni daglega hvort hægt sé að aflétta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2022 13:01 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segist spyrja sóttvarnalækni daglega hvort hægt sé að fara létta á takmörkunum og telur jákvæð teikn á lofti í faraldrinum. Tæplega 1.500 greindust með veiruna í gær 1.456 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur þeirra í sóttkví. Þar að auki greindust 211 á landamærum. Það fjölgar aðeins á sjúkrahúsi milli daga þar sem nú eru 35 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að unnið væri að því að afla frekari gagna frá spítalanum sem veiti vísbendingar um næstu skref. „Vísindamennirnir okkar núna eru að máta tölur, um meðallegutíma sérstaklega sem er lagskiptur eftir aldri, og nú er svona ný bylgja inni í bylgjunni, það er að segja börn eru að smitast meira og síðan verður þessi rannsókn sem Íslensk erfðagreining er að gera, það er að segja hversu útbreidd smitin eru, það gefur okkur meira öryggi fyrir næstu aðgerðum. Ég horfi til þess að við þurfum að taka neyðarstig almannavarna niður.“ Síðan þurfi að ná starfsemi spítalans af neyðarstigi. „Síðan eru þessar íþyngjandi aðgerðir, bæði sóttvarnaráðstafanir, einangrun og sóttkví. Við erum þessa dagana í samtali við okkar sérfræðinga og sóttvarnalækni að reyna að létta á þessum íþyngjandi aðgerðum. Að ná fólkinu til baka, tvö hundruð manns inn á gólfið aftur á Landspítalanum og nýta þennan viðbótarmannafla. Þá getum við sagt hvort það sé ekki skynsamlegt að aflétta,“ segir Willum. Harðar takmakarnir hafa nú verið í gildi í viku og sífellt fleiri virðast samt smitast. Willum segir óvíst hvaða árangri aðgerðir séu að skila í ómíkron-bylgjunni. „Þannig að ég spyr hann [sóttvarnalækni] á hverjum degi hvort það væri ekki óhætt að fara aflétta þessu. Ég myndi segja að helgin gefi okkur vísbendingar um það hver þróunin verður. Þá er komið þetta sjö daga viðmið sem við horfum til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
1.456 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur þeirra í sóttkví. Þar að auki greindust 211 á landamærum. Það fjölgar aðeins á sjúkrahúsi milli daga þar sem nú eru 35 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að unnið væri að því að afla frekari gagna frá spítalanum sem veiti vísbendingar um næstu skref. „Vísindamennirnir okkar núna eru að máta tölur, um meðallegutíma sérstaklega sem er lagskiptur eftir aldri, og nú er svona ný bylgja inni í bylgjunni, það er að segja börn eru að smitast meira og síðan verður þessi rannsókn sem Íslensk erfðagreining er að gera, það er að segja hversu útbreidd smitin eru, það gefur okkur meira öryggi fyrir næstu aðgerðum. Ég horfi til þess að við þurfum að taka neyðarstig almannavarna niður.“ Síðan þurfi að ná starfsemi spítalans af neyðarstigi. „Síðan eru þessar íþyngjandi aðgerðir, bæði sóttvarnaráðstafanir, einangrun og sóttkví. Við erum þessa dagana í samtali við okkar sérfræðinga og sóttvarnalækni að reyna að létta á þessum íþyngjandi aðgerðum. Að ná fólkinu til baka, tvö hundruð manns inn á gólfið aftur á Landspítalanum og nýta þennan viðbótarmannafla. Þá getum við sagt hvort það sé ekki skynsamlegt að aflétta,“ segir Willum. Harðar takmakarnir hafa nú verið í gildi í viku og sífellt fleiri virðast samt smitast. Willum segir óvíst hvaða árangri aðgerðir séu að skila í ómíkron-bylgjunni. „Þannig að ég spyr hann [sóttvarnalækni] á hverjum degi hvort það væri ekki óhætt að fara aflétta þessu. Ég myndi segja að helgin gefi okkur vísbendingar um það hver þróunin verður. Þá er komið þetta sjö daga viðmið sem við horfum til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira