Þetta kemur fram á síðunni Covid.is. 56 prósent af þeim sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 44 prósent utan sóttkvíar.
10.803 eru nú í einangrun vegna Covid-19 samanborið við 10.637 í gær. 13.689 eru nú í sóttkví, en voru 12.438 í gær. 269 eru nú í skimunarsóttkví.
5.331 einkennasýni voru greind í gær, 1.795 sóttkvíarsýni og 1.164 landamærasýni.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 4.464 en var 4.423 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 399, samanborið við 371 í gær.
Alls hafa 54.579 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á þarsíðasta ári. Fimmtán prósent íbúa hafa nú greinst með Covid-19. 44 hafa látist á Íslandi vegna COVID-19 frá upphafi faraldursins.
35 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim því fjölgað um þrjá milli daga. Á vef Landspítalans segir að líkt og í gær eru þrír á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Af þeim 35 sem eru inniliggjandi eru tólf óbólusettir og 23 hafa verið bólusettir að minnsta kosti einu sinni.
Meðalaldur innlagðra er 65 ár.